Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2022 12:03 Bjarni mætti á opinn fund fjárlaganefndar í morgun þar sem hann svaraði ýmsum spurningum nefndarmanna um söluferlið á hlut ríkisins í Íslandsbanka. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. Fasteignamat ársins 2023 var birt í fyrradag en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 10,2 prósent á landinu öllu. Meingallað kerfi Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda meingallað kerfi. Þetta sagði hann í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun þar sem hann svaraði fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins. „Þessi tiltekni gjaldstofn er til umræðu vegna þess að fasteignamat í landinu er að hækka mjög mikið og þá verður þetta svo kristaltært, þá kemur svo skýrt fram að við erum að tala um skattstofn þar sem fasteignaeigandinn þarf að taka á sig alla hækkun fasteignamatsins sem þó hefur á engan hátt neitt með það að gera að viðkomandi hafi meiri tekjur til að standa undir skattinum,“ sagði Bjarni. „Það eru að sjálfsögðu bestu skattarnir okkar sem taka tillit til þess, eru eitthvert hlutfall af tekjum. Hitt er í raun og veru einhvers konar eignaupptaka þegar prósentan er orðin of há. Og já, ég tel að þetta sé meingallað kerfi og lýsir sér bara best með því að hjá sumum fyrirtækjum er kannski enginn tekjuvöxtur en skattgreiðslan á að hækka um 20 prósent ef menn ætla ekki að hreyfa prósentuna. Þetta er ósanngjarnt og gengur örugglega mjög nærri mörgum fyrirtækjum.“ Stíga þurfi inn í þróunina Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ótækt að álögur aukist um tugi prósenta á milli ára. „Auðvitað blasir það við að það gengur ekki, hvorki fyrir fólk né fyrirtæki, að álögur séu að aukast um tugi prósenta á milli ára. Ég tel einsýnt að stíga þurfi inn í þessa þróun á næstu vikum og misserum. Það er verkefni atvinnulífsins og auðvitað stjórnmálanna að koma í veg fyrir svona hækkandi álögur.“ Halldór Benjamín er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.vísir/vilhelm Skorið þið þá á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts eða álíka? „Ég tel að það sé einsýnt og blasi við í þessari stöðu.“ Stjórn Félags atvinnurekenda sendi sveitarfélögum landsins í fyrradag áskorun um að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði til að mæta hækkunum á matinu. Félagið bendir á að frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við útreikning fasteignamats atvinnuhúsnæðis fyrir árið 2015 og fram til ársins 2021 hafi álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði á landinu hækkað úr tæplega 17 milljörðum króna á ári í um 28,8 milljarða þrátt fyrir breytingar sumra sveitarfélaga á álagningarprósentu. Skattbyrði fyrirtækjanna hafi með öðrum orðum þyngst um 11,8 milljarða eða tæplega 70 prósent. Fasteignamarkaður Skattar og tollar Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Fasteignamat ársins 2023 var birt í fyrradag en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 10,2 prósent á landinu öllu. Meingallað kerfi Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda meingallað kerfi. Þetta sagði hann í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun þar sem hann svaraði fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins. „Þessi tiltekni gjaldstofn er til umræðu vegna þess að fasteignamat í landinu er að hækka mjög mikið og þá verður þetta svo kristaltært, þá kemur svo skýrt fram að við erum að tala um skattstofn þar sem fasteignaeigandinn þarf að taka á sig alla hækkun fasteignamatsins sem þó hefur á engan hátt neitt með það að gera að viðkomandi hafi meiri tekjur til að standa undir skattinum,“ sagði Bjarni. „Það eru að sjálfsögðu bestu skattarnir okkar sem taka tillit til þess, eru eitthvert hlutfall af tekjum. Hitt er í raun og veru einhvers konar eignaupptaka þegar prósentan er orðin of há. Og já, ég tel að þetta sé meingallað kerfi og lýsir sér bara best með því að hjá sumum fyrirtækjum er kannski enginn tekjuvöxtur en skattgreiðslan á að hækka um 20 prósent ef menn ætla ekki að hreyfa prósentuna. Þetta er ósanngjarnt og gengur örugglega mjög nærri mörgum fyrirtækjum.“ Stíga þurfi inn í þróunina Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ótækt að álögur aukist um tugi prósenta á milli ára. „Auðvitað blasir það við að það gengur ekki, hvorki fyrir fólk né fyrirtæki, að álögur séu að aukast um tugi prósenta á milli ára. Ég tel einsýnt að stíga þurfi inn í þessa þróun á næstu vikum og misserum. Það er verkefni atvinnulífsins og auðvitað stjórnmálanna að koma í veg fyrir svona hækkandi álögur.“ Halldór Benjamín er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.vísir/vilhelm Skorið þið þá á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts eða álíka? „Ég tel að það sé einsýnt og blasi við í þessari stöðu.“ Stjórn Félags atvinnurekenda sendi sveitarfélögum landsins í fyrradag áskorun um að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði til að mæta hækkunum á matinu. Félagið bendir á að frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við útreikning fasteignamats atvinnuhúsnæðis fyrir árið 2015 og fram til ársins 2021 hafi álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði á landinu hækkað úr tæplega 17 milljörðum króna á ári í um 28,8 milljarða þrátt fyrir breytingar sumra sveitarfélaga á álagningarprósentu. Skattbyrði fyrirtækjanna hafi með öðrum orðum þyngst um 11,8 milljarða eða tæplega 70 prósent.
Fasteignamarkaður Skattar og tollar Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira