Umfjöllun og viðtöl: Valur-ÍBV 1-1| Ásdís Karen tryggði Val stig í uppbótartíma

Andri Már Eggertsson skrifar
Valur trónir á toppi deildarinnar.
Valur trónir á toppi deildarinnar. Vísir/Diego

Valskonum tókst að kreista stig gegn ÍBV á heimavelli. Ásdís Karen Halldórsdóttir jafnaði leikinn í uppbótartíma en ÍBV hafði verið marki yfir frá því í byrjun síðari hálfleiks. 

Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, fór í sömu taktík og í sigrinum gegn Breiðabliki. Glenn byrjaði með þétta fimm manna varnarlínu og lagðist til baka. Valur skapaði sér engin færi til að byrja með en á 7. mínútu fékk Elín Metta dauðafæri þar sem hún skallaði góða fyrirgjöf Elísu Viðarsdóttur rétt framhjá markinu.

Tæplega tíu mínútum síðar var Anna Rakel Pétursdóttir nálægt því að koma Val yfir en hún skaut tvisvar í Amerru Abdella Hussen sem kastaði sér fyrir boltann nálægt markinu. Heimakonur vildi fá hendi en Guðmundur Páll Friðbertsson, dómari leiksins, sá ekki ástæðu til að flauta vítaspyrnu.

ÍBV var mest allan fyrri hálfleik að verjast fyrir framan boltann en þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fékk Haley Thomas sendingu inn í teig en skot hennar yfir markið. Þarna var tækifæri fyrir gestina að komast óvænt yfir.

Þegar flautað var til hálfleiks var staðan markalaus 0-0.

Það voru tæplega tvær mínútur liðnar af fyrri hálfleik þegar gestirnir frá Vestmannaeyjum komust yfir 1-0. Lára Kristín Pedersen, leikmaður Vals, gerði sig seka um klaufaleg mistök þar sem hún ætlaði að gefa til baka á markmann en sendingin allt of laus og Sandra Voitane komst inn í sendinguna sem endaði með að hún var ein á móti markmanni og renndi hún boltanum framhjá Söndru í marki Vals.

Eftir að ÍBV komst yfir kom ótrúlegur fimmtán mínútna kafli þar sem Valur herjaði á mark Eyjakvenna af mikilli ákefð og var með hreinum ólíkindum að Valur hafi ekki skorað eftir þó nokkrar góðar sóknir. Á 59. mínútu var með ólíkindum að Elísa Viðarsdóttir hafi ekki jafnað þegar hún setti boltann yfir Guðnýju sem blakaði boltanum nánast inn í markið en tókst að handsama boltann rétt áður en hann fór allur inn fyrir línuna.

Undir lok leiks lagði Valur allt í sölurnar til að jafna leikinn. Á 94. mínútu jafnaði Ásdís Karen Halldórsdóttir leikinn þar sem hún potaði boltanum inn fyrir línuna af stuttu færi og tryggði Val stig í 1-1 jafntefli.

Af hverju endaði leikurinn með jafntefli?

Mark ÍBV kom eftir klaufaleg mistök Vals. Eftir markið lagðist ÍBV til baka og reyndi að verja forskotið í nánast 45 mínútur sem endaði með að heimakonum tókst að brjóta múrinn að lokum eftir ítrekaðar tilraunir.

Hverjar stóðu upp úr?

Sandra Voitane var á tánum þegar Lára Kristín átti slaka sendingu sem endaði með að Sandra skoraði mark ÍBV. 

Elísa Viðarsdóttir var eins og rennilás upp og niður kantinn. Elísa bjó til þó nokkur færi fyrir liðsfélaga sína sem nýttu góðar fyrirgjafir Elísu illa. 

Hvað gekk illa?

Lára Kristín Pedersen, leikmaður Vals, átti hörmulega sendingu sem á endanum kostaði Val leikinn því Sandra Voitane komst inn í sendinguna og skoraði sigurmarkið.

Hvað gerist næst?

Næsta þriðjudag mætast ÍBV og Keflavík á Hásteinsvelli klukkan 18:00.

Á sama degi mætast Valur og Afturelding á Origo-vellinum klukkan 20:15.

Jonathan Glenn: Hengjum ekki haus eftir jafntefli gegn Val 

Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV.Vísir/Vilhelm

Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, var afar svekktur með jafntefli í leikslok.

„Það var afar svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. Við vissum að það yrði erfitt að fara á heimavöll Vals og sækja úrslit og því var það afar svekkjandi að fá sig þetta mark,“ sagði Jonathan Glenn.

Vörn ÍBV var afar vel skipulögð og var Glenn ánægður með varnarleikinn.

„Við leggjum mikið upp úr varnarleiknum. Þetta snýst um að loka á svæðin og neyða andstæðinginn í svæði sem þeim líður illa.“ 

ÍBV hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn gegn Val og hafði Glenn ekki áhyggjur af því að svekkjandi jafntefli myndi draga úr takti ÍBV.

„Ég sagði við stelpurnar inn í klefa að hengja ekki haus. Það eru góð úrslit að ná 1-1 jafntefli gegn Val á Origo-vellinum. Valur er með fullt af góðum leikmönnum og spila sumar með landsliðinu,“ sagði Jonathan Glenn að lokum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira