Norska lögreglan lýsir eftir fanga sem er dæmdur fyrir tvö morð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2022 23:12 Millehaugen hefur frá því að hann varð fullorðinn verið reglulegur gestur fangelsa í Noregi. Norska lögreglan Norska lögreglan hefur lýst eftir fanga, sem var dæmdur fyrir tvo morð, eftir að hann skilaði sér ekki í fangelsið í Þrándheimi eftir dagsleyfi. Lýst hefur verið eftir fanganum alþjóðlega. Lögregla segir grun um að hann hafi farið til Ósló. Hinn 53 ára gamli Stig Millehaugen var árið 2012 dæmdur í 21 árs fangelsi, þyngstu mögulegu refsingu, fyrir morðið á Mohammad „Jeddi“ Javed, leiðtoga gengisins Young Guns. Hann hefur nú afplánað tíu ár af dómnum í fangelsinu í Þrándheimi. Egil Gabrielsen fangelsisstjóri í Þrándheimi segir í samtali við fréttastofu VG að Millehaugen hafi átt að skila sér aftur klukkan þrjú að norskum tíma í dag en hafi ekki skilað sér. Stuttu eftir þrjú hafi viðvörunarbjöllur farið í gang og leit að honum hafist. Hann hefur enn ekki fundist. Gabrielsen segir að þetta sé ekki fyrsta skiptið sem Millehaugen hafi fengið að fara í dagsleyfi og þá allt gengið vel. Millehaugen stóð, samkvæmt frétt VG, ekki einn að morðinu á Javed, en Shahbaz Ahmed Dad, leiðtogi gengisins B-gang, var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að fyrirskipa Millehaugen að myrða Javed. Hér að neðan má horfa á viðtal sem tekið var við Millehaugen árið 2017. Millehaugen er góðvinur lögregluna og þetta ekki hans fyrsti fangelsisdómur. Hann hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir bílrán, innbrot og vopnuð rán. Hann hefur í öllum málum neitað sök. Millehaugen er sömuleiðis reyndur í fangelsisflótta en samkvæmt dómi frá árinu 2002 hefur Millehaugen flúið fangelsi minnst þrisvar áður. Hann braust út úr fangelsinu í Berg árið 1992, þar sem hann afplánaði dóm fyrir sérstaklega alvarlegt rán. Hann framdi svo fjölda rána á meðan hann var á flóttanum. Eftir að hann náðist á flóttanum var hann fluttur í fangelsið í Sarpsborg, hvaðan hann slapp í desember 1992. Í ágúst 1993 var hann dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að hafa skotið og myrt Jon Arild Martinsen, fangavörð í Sarpsborgarfangelsinu, þegar hann flúði þaðan. Í október 2000 skilaði hann sér ekki úr dagsleyfi úr Ullersmo fangelsinu og var handtekinn aftur í júní 2001. Í júlí 2002 var hann ákærður fyrir tvær manndrápstilraunir með notkun skotvopns, eitt sérstaklega alvarlegt vopnað innbrot, tvö bílarán, fyrir að hafa rænt ýmsum vopnum, lögreglubúningi og lögreglubíl, fyrir að beita vopnum á hættulegan hátt, og fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot. Noregur Erlend sakamál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Hinn 53 ára gamli Stig Millehaugen var árið 2012 dæmdur í 21 árs fangelsi, þyngstu mögulegu refsingu, fyrir morðið á Mohammad „Jeddi“ Javed, leiðtoga gengisins Young Guns. Hann hefur nú afplánað tíu ár af dómnum í fangelsinu í Þrándheimi. Egil Gabrielsen fangelsisstjóri í Þrándheimi segir í samtali við fréttastofu VG að Millehaugen hafi átt að skila sér aftur klukkan þrjú að norskum tíma í dag en hafi ekki skilað sér. Stuttu eftir þrjú hafi viðvörunarbjöllur farið í gang og leit að honum hafist. Hann hefur enn ekki fundist. Gabrielsen segir að þetta sé ekki fyrsta skiptið sem Millehaugen hafi fengið að fara í dagsleyfi og þá allt gengið vel. Millehaugen stóð, samkvæmt frétt VG, ekki einn að morðinu á Javed, en Shahbaz Ahmed Dad, leiðtogi gengisins B-gang, var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að fyrirskipa Millehaugen að myrða Javed. Hér að neðan má horfa á viðtal sem tekið var við Millehaugen árið 2017. Millehaugen er góðvinur lögregluna og þetta ekki hans fyrsti fangelsisdómur. Hann hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir bílrán, innbrot og vopnuð rán. Hann hefur í öllum málum neitað sök. Millehaugen er sömuleiðis reyndur í fangelsisflótta en samkvæmt dómi frá árinu 2002 hefur Millehaugen flúið fangelsi minnst þrisvar áður. Hann braust út úr fangelsinu í Berg árið 1992, þar sem hann afplánaði dóm fyrir sérstaklega alvarlegt rán. Hann framdi svo fjölda rána á meðan hann var á flóttanum. Eftir að hann náðist á flóttanum var hann fluttur í fangelsið í Sarpsborg, hvaðan hann slapp í desember 1992. Í ágúst 1993 var hann dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að hafa skotið og myrt Jon Arild Martinsen, fangavörð í Sarpsborgarfangelsinu, þegar hann flúði þaðan. Í október 2000 skilaði hann sér ekki úr dagsleyfi úr Ullersmo fangelsinu og var handtekinn aftur í júní 2001. Í júlí 2002 var hann ákærður fyrir tvær manndrápstilraunir með notkun skotvopns, eitt sérstaklega alvarlegt vopnað innbrot, tvö bílarán, fyrir að hafa rænt ýmsum vopnum, lögreglubúningi og lögreglubíl, fyrir að beita vopnum á hættulegan hátt, og fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot.
Noregur Erlend sakamál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira