Enski boltinn

Pogba fer frá United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Paul Pogba gengur af velli í síðasta leik sínum fyrir Manchester United, 4-0 tapi fyrir Liverpool 19. apríl.
Paul Pogba gengur af velli í síðasta leik sínum fyrir Manchester United, 4-0 tapi fyrir Liverpool 19. apríl. getty/Chris Brunskill

Manchester United hefur staðfest að franski miðjumaðurinn Paul Pogba muni yfirgefa félagið þegar samningur hans við það rennur út í lok mánaðarins.

Pogba var á mála hjá United á árunum 2009-12 og lék sjö leiki með aðalliði félagsins. Hann fór á frjálsri sölu til Juventus 2012 og lék með liðinu í fjögur ár, eða þar til United keypti hann fyrir metverð.

Pogba lék 226 leiki fyrir United á seinna skeiði sínu hjá félaginu og skoraði 39 mörk. Á síðasta tímabili lék Frakkinn aðeins 27 leiki í öllum keppnum og skoraði eitt mark. Hann lék síðast fyrir United í 0-4 tapinu fyrir Liverpool 19. apríl.

Franski landsliðsmaðurinn vann deildabikarinn og Evrópudeildina með United á fyrsta tímabili sínu hjá félaginu. Síðan hefur United ekki unnið titil.

Pogba hefur aðallega verið orðaður við sitt gamla félag, Juventus. Hann ætlar að tilkynna næsta áfangastað sinn á ferlinum í heimildamynd sem kemur út um miðjan mánuðinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.