Vaktin: Segja Úkraínumenn hafa lofað að skjóta ekki á skotmörk í Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir, Tryggvi Páll Tryggvason og Samúel Karl Ólason skrifa 1. júní 2022 07:30 Gray Eagle drónarnir gætu gert Úkraínumönnum kleift að gera árásir á skotmörk hvar sem er í Úkraínu. General Atomics Bandaríkjamenn munu verða við óskum Úkraínumanna og senda þeim háþróuð og langdræg eldflaugakerfi en aðeins eldflaugar með miðlungs drægi. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja styðja við Úkraínu án þess að stigmagna átökin. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Bandarískir embættismenn segjast hafa fengið loforð frá Úkraínumönnum um að vopnin verði ekki notuð gegn skotmörkum í Rússlandi. Í grein í New York Times sagði Biden ekkert benda til þess að Rússar hygðust nota kjarnorkuvopn en kjarnorkuvopnatengdar æfingar standa hins vegar yfir um þessar mundir norðaustur af Mosvku. Rússar eru taldir hafa náð stórum hluta borgarinnar Severodonetsk á sitt vald. Meðal sveita Rússa í borginni eru bardagamenn frá Téténíu. Fall borgarinnar hefði táknræna þýðingu, þar sem hún er höfuðborg Luhansk-héraðs. Danir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um það hvort landsmenn vilja falla frá undanþágum sem Danmörk hefur notið gagnvart sameiginlegum skuldbindingum ESB-ríkjanna í varnarmálum. Stjórnvöld hafa hvatt þjóðina til að segja Já. Afríkubandalagið hefur varað við katastrófískum afleiðingum þess að Rússar heimili ekki matvælaflutninga frá Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu óttast um fræbanka landsins í Kharkív, þar sem Rússar hafa staðið fyrir linnulausum árásum. Í bankanum eru geymd erfðasýni næstum 2.000 korntegunda. Úkraínska þingið segir að minnsta kosti 689 börn hafa látist eða særst í átökunum í landinu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Bandarískir embættismenn segjast hafa fengið loforð frá Úkraínumönnum um að vopnin verði ekki notuð gegn skotmörkum í Rússlandi. Í grein í New York Times sagði Biden ekkert benda til þess að Rússar hygðust nota kjarnorkuvopn en kjarnorkuvopnatengdar æfingar standa hins vegar yfir um þessar mundir norðaustur af Mosvku. Rússar eru taldir hafa náð stórum hluta borgarinnar Severodonetsk á sitt vald. Meðal sveita Rússa í borginni eru bardagamenn frá Téténíu. Fall borgarinnar hefði táknræna þýðingu, þar sem hún er höfuðborg Luhansk-héraðs. Danir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um það hvort landsmenn vilja falla frá undanþágum sem Danmörk hefur notið gagnvart sameiginlegum skuldbindingum ESB-ríkjanna í varnarmálum. Stjórnvöld hafa hvatt þjóðina til að segja Já. Afríkubandalagið hefur varað við katastrófískum afleiðingum þess að Rússar heimili ekki matvælaflutninga frá Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu óttast um fræbanka landsins í Kharkív, þar sem Rússar hafa staðið fyrir linnulausum árásum. Í bankanum eru geymd erfðasýni næstum 2.000 korntegunda. Úkraínska þingið segir að minnsta kosti 689 börn hafa látist eða særst í átökunum í landinu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira