Íslenski boltinn

Brynjar Atli framlengir við Breiðablik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Brynjar Atli Bragason verður áfram í herbúðum Blika.
Brynjar Atli Bragason verður áfram í herbúðum Blika. Blikar.is

Markvörðurinn Brynjar Atli Bragason hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Breiðabliks sem heldur honum innan raða félagsins til ársins 2024.

Brynjar Atli, sem er 22 ára, er varamarkvörður Breiðabliks og gekk í raðir félagsins frá Njarðvík fyrir keppnistímabilið 2020.

Þrátt fyrir undan aldur hefur Brynjar nú þegar leikið 95 meistaraflokksleiki á ferlinum, þar af fimm með Breiðablik.

„Brynjar Atli er mikilvægur hlekkur í meistaraflokki Breiðabliks og þess má geta að hann var kjörinn leikmaður leikmanna að loknu síðasta keppnistímabili,“ segir um leikmanninn í tilkynningu félagsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.