Vaktin: Rússar að endurtaka fyrri mistök Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 31. maí 2022 06:39 Úkrainskir hermenn nærri víglínunni í Luhansk. Mannfall meðal þeirra er talið mikið. Getty/Rick Mave Hersveitir Rússa stjórna orðið um sjötíu prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Harðir bardagar geysa í borginni og ríkisstjóri Luhansk segir að sigur Rússa þar gæti reynst þeim mikilvægur táknrænn sigur, þó að hernám Severodonetsk þjóni ekki miklum taktískum tilgangi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Rússa eru að gera sömu mistök í austurhluta Úkraínu og þeir gerðu í sókninni að Kænugarði í upphafi innrásarinnar. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja Rússa hafa misst um fimmtung af getu sinni og um þúsund skriðdreka. Druzhba-olíuleiðslan verður undanþegin banninu og Ungverjaland mun áfram kaupa olíu frá Rússlandi, þar sem þarlend stjórnvöld segja bann myndu rústa efnahag landsins. Stærsti banki Rússlands, Sberbank, verður útilokaður frá Swift greiðslukerfinu og þá verður þremur rússneskum ríkismiðlum bannað að senda út innan ESB-ríkjanna. Leiðtogaráð Evrópu hefur lýst sig reiðubúið til að veita Úkraínumönnum 9 milljarða evra til að endurbyggja landið í kjölfar stríðsins. Þá mun ráðið, í samstarfi við G7-ríkin, halda áfram að sjá til þess að landið hafi aðgang að lausafé til að mæta fjárhagslegum skuldbindingum. Ákæra hefur verið gefin út í fyrsta nauðgunarmálinu tengdu stríðinu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa ekki aðeins koma í veg fyrir að hægt sé að flytja korn frá landinu heldur hafi þeir stolið að minnsta kosti hálfri milljón tonna af korni. Rússar eru einnig sakaðir um að hafa stolið gríðarlegu magni af stáli frá Maríupól. Rússneskar hersveitir eru komnar inn í borgina Severodonetsk og ástandið í Donbas er sagt afar erfitt. Stöðugar stórskotaárásir eiga sér nú stað víða á svæðinu. Rússar hyggjast hætta að selja gas til Hollands, eftir að hollenska fyrirtækið GasTerra neitaði að greiða fyrir gasið í rúblum. Aðeins um 15 prósent af gasinnflutningi Hollendinga kemur frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Rússa eru að gera sömu mistök í austurhluta Úkraínu og þeir gerðu í sókninni að Kænugarði í upphafi innrásarinnar. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja Rússa hafa misst um fimmtung af getu sinni og um þúsund skriðdreka. Druzhba-olíuleiðslan verður undanþegin banninu og Ungverjaland mun áfram kaupa olíu frá Rússlandi, þar sem þarlend stjórnvöld segja bann myndu rústa efnahag landsins. Stærsti banki Rússlands, Sberbank, verður útilokaður frá Swift greiðslukerfinu og þá verður þremur rússneskum ríkismiðlum bannað að senda út innan ESB-ríkjanna. Leiðtogaráð Evrópu hefur lýst sig reiðubúið til að veita Úkraínumönnum 9 milljarða evra til að endurbyggja landið í kjölfar stríðsins. Þá mun ráðið, í samstarfi við G7-ríkin, halda áfram að sjá til þess að landið hafi aðgang að lausafé til að mæta fjárhagslegum skuldbindingum. Ákæra hefur verið gefin út í fyrsta nauðgunarmálinu tengdu stríðinu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa ekki aðeins koma í veg fyrir að hægt sé að flytja korn frá landinu heldur hafi þeir stolið að minnsta kosti hálfri milljón tonna af korni. Rússar eru einnig sakaðir um að hafa stolið gríðarlegu magni af stáli frá Maríupól. Rússneskar hersveitir eru komnar inn í borgina Severodonetsk og ástandið í Donbas er sagt afar erfitt. Stöðugar stórskotaárásir eiga sér nú stað víða á svæðinu. Rússar hyggjast hætta að selja gas til Hollands, eftir að hollenska fyrirtækið GasTerra neitaði að greiða fyrir gasið í rúblum. Aðeins um 15 prósent af gasinnflutningi Hollendinga kemur frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira