Vaktin: Rússar að endurtaka fyrri mistök Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 31. maí 2022 06:39 Úkrainskir hermenn nærri víglínunni í Luhansk. Mannfall meðal þeirra er talið mikið. Getty/Rick Mave Hersveitir Rússa stjórna orðið um sjötíu prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Harðir bardagar geysa í borginni og ríkisstjóri Luhansk segir að sigur Rússa þar gæti reynst þeim mikilvægur táknrænn sigur, þó að hernám Severodonetsk þjóni ekki miklum taktískum tilgangi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Rússa eru að gera sömu mistök í austurhluta Úkraínu og þeir gerðu í sókninni að Kænugarði í upphafi innrásarinnar. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja Rússa hafa misst um fimmtung af getu sinni og um þúsund skriðdreka. Druzhba-olíuleiðslan verður undanþegin banninu og Ungverjaland mun áfram kaupa olíu frá Rússlandi, þar sem þarlend stjórnvöld segja bann myndu rústa efnahag landsins. Stærsti banki Rússlands, Sberbank, verður útilokaður frá Swift greiðslukerfinu og þá verður þremur rússneskum ríkismiðlum bannað að senda út innan ESB-ríkjanna. Leiðtogaráð Evrópu hefur lýst sig reiðubúið til að veita Úkraínumönnum 9 milljarða evra til að endurbyggja landið í kjölfar stríðsins. Þá mun ráðið, í samstarfi við G7-ríkin, halda áfram að sjá til þess að landið hafi aðgang að lausafé til að mæta fjárhagslegum skuldbindingum. Ákæra hefur verið gefin út í fyrsta nauðgunarmálinu tengdu stríðinu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa ekki aðeins koma í veg fyrir að hægt sé að flytja korn frá landinu heldur hafi þeir stolið að minnsta kosti hálfri milljón tonna af korni. Rússar eru einnig sakaðir um að hafa stolið gríðarlegu magni af stáli frá Maríupól. Rússneskar hersveitir eru komnar inn í borgina Severodonetsk og ástandið í Donbas er sagt afar erfitt. Stöðugar stórskotaárásir eiga sér nú stað víða á svæðinu. Rússar hyggjast hætta að selja gas til Hollands, eftir að hollenska fyrirtækið GasTerra neitaði að greiða fyrir gasið í rúblum. Aðeins um 15 prósent af gasinnflutningi Hollendinga kemur frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Rússa eru að gera sömu mistök í austurhluta Úkraínu og þeir gerðu í sókninni að Kænugarði í upphafi innrásarinnar. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja Rússa hafa misst um fimmtung af getu sinni og um þúsund skriðdreka. Druzhba-olíuleiðslan verður undanþegin banninu og Ungverjaland mun áfram kaupa olíu frá Rússlandi, þar sem þarlend stjórnvöld segja bann myndu rústa efnahag landsins. Stærsti banki Rússlands, Sberbank, verður útilokaður frá Swift greiðslukerfinu og þá verður þremur rússneskum ríkismiðlum bannað að senda út innan ESB-ríkjanna. Leiðtogaráð Evrópu hefur lýst sig reiðubúið til að veita Úkraínumönnum 9 milljarða evra til að endurbyggja landið í kjölfar stríðsins. Þá mun ráðið, í samstarfi við G7-ríkin, halda áfram að sjá til þess að landið hafi aðgang að lausafé til að mæta fjárhagslegum skuldbindingum. Ákæra hefur verið gefin út í fyrsta nauðgunarmálinu tengdu stríðinu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa ekki aðeins koma í veg fyrir að hægt sé að flytja korn frá landinu heldur hafi þeir stolið að minnsta kosti hálfri milljón tonna af korni. Rússar eru einnig sakaðir um að hafa stolið gríðarlegu magni af stáli frá Maríupól. Rússneskar hersveitir eru komnar inn í borgina Severodonetsk og ástandið í Donbas er sagt afar erfitt. Stöðugar stórskotaárásir eiga sér nú stað víða á svæðinu. Rússar hyggjast hætta að selja gas til Hollands, eftir að hollenska fyrirtækið GasTerra neitaði að greiða fyrir gasið í rúblum. Aðeins um 15 prósent af gasinnflutningi Hollendinga kemur frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira