Ancelotti segir það hafa verið auðveldara að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 10:30 „Ooog berjast,“ kallar Carlo Ancelotti eflaust hér inn á völlinn. John Berry/Getty Images Carlo Ancelotti, þjálfari Evrópumeistara Real Madríd, segir það hafa verið auðveldara fyrir sig að undirbúa lið sitt fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Liverpool heldur en önnur lið. Ancelotti stýrði Real til sigurs gegn Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar um liðna helgi. Ancelotti sjálfur var að vinna Meistaradeild Evrópu í fjórða sinn en Real Madríd sem félag var að vinna Meistaradeildina (og forvera hennar) í fjórtánda sinn. Real vann leikinn 1-0 þökk sé marki Vinícius Júnior í síðari hálfleik og þó Thibaut Courtois, markvörður Evrópumeistaranna, hafi verið maður leiksins má segja að leikkerfi Real í leiknum hafi gengið frábærlega upp. Ancelotti hefur eflaust reitt stuðningsfólk Liverpool til reiði með ummælum sínum um að undirbúningur Real hafi verið auðveldari en oft áður. „Ég held það hafi hjálpað að það var auðveldara að greina Liverpool en aðra mótherja þar sem liðið er með skýra stefnu hvernig það vill spila. Við gátum því farið yfir hvernig við vildum spila á móti. Við vissum hvaða leið við þyrftum að fara, ekki gefa þeim pláss bakvið vörnina til að hlaupa inn í.“ Real Madrid manager Carlo Ancelotti has claimed his preparations for Saturday s #UCLFinal were helped by Liverpool being more decipherable than their previous opponents. #RMCF | #LFC pic.twitter.com/vnKyvHhBKp— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 30, 2022 Þó Liverpool hafi komist í einstaka fín færi þökk sé gæðum leikmanna á borð við Sadio Mané og Mohamed Salah þá gerði Real vel í að loka svæðum. Karim Benzema fórnaði þeim möguleika á að reynast hetjan með því að draga sig mikið niður og hjálpa til bæði á miðjunni sem og út á væng. Benzema bjó til ójafnvægi sem leikmenn Liverpool þurftu að glíma við er Real reyndi að spila boltanum upp völlinn. Þannig reyndu þeir að toga leikmenn Liverpool úr stöðu og fara með þá í svæði sem þeir vilja ekki fara í. Það gekk eftir í markinu sem Vinícius skorar en Federico Valverde bar boltann þá upp hægra megin á meðan hinn brasilíski Vinícius fór á blindu hliðina á Trent Alexander-Arnold og renndi boltanum í autt markið. Vinícius Júnior writes his name into history #UCLfinal pic.twitter.com/0hGh9JFeUO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 28, 2022 Á meðan Liverpool hefur skýran og einkennandi leikstíl þá gerir Real einfaldlega það sem er best hverju sinni. Það hefur skilað þeim ágætis árangri til þessa. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Sjá meira
Ancelotti stýrði Real til sigurs gegn Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar um liðna helgi. Ancelotti sjálfur var að vinna Meistaradeild Evrópu í fjórða sinn en Real Madríd sem félag var að vinna Meistaradeildina (og forvera hennar) í fjórtánda sinn. Real vann leikinn 1-0 þökk sé marki Vinícius Júnior í síðari hálfleik og þó Thibaut Courtois, markvörður Evrópumeistaranna, hafi verið maður leiksins má segja að leikkerfi Real í leiknum hafi gengið frábærlega upp. Ancelotti hefur eflaust reitt stuðningsfólk Liverpool til reiði með ummælum sínum um að undirbúningur Real hafi verið auðveldari en oft áður. „Ég held það hafi hjálpað að það var auðveldara að greina Liverpool en aðra mótherja þar sem liðið er með skýra stefnu hvernig það vill spila. Við gátum því farið yfir hvernig við vildum spila á móti. Við vissum hvaða leið við þyrftum að fara, ekki gefa þeim pláss bakvið vörnina til að hlaupa inn í.“ Real Madrid manager Carlo Ancelotti has claimed his preparations for Saturday s #UCLFinal were helped by Liverpool being more decipherable than their previous opponents. #RMCF | #LFC pic.twitter.com/vnKyvHhBKp— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 30, 2022 Þó Liverpool hafi komist í einstaka fín færi þökk sé gæðum leikmanna á borð við Sadio Mané og Mohamed Salah þá gerði Real vel í að loka svæðum. Karim Benzema fórnaði þeim möguleika á að reynast hetjan með því að draga sig mikið niður og hjálpa til bæði á miðjunni sem og út á væng. Benzema bjó til ójafnvægi sem leikmenn Liverpool þurftu að glíma við er Real reyndi að spila boltanum upp völlinn. Þannig reyndu þeir að toga leikmenn Liverpool úr stöðu og fara með þá í svæði sem þeir vilja ekki fara í. Það gekk eftir í markinu sem Vinícius skorar en Federico Valverde bar boltann þá upp hægra megin á meðan hinn brasilíski Vinícius fór á blindu hliðina á Trent Alexander-Arnold og renndi boltanum í autt markið. Vinícius Júnior writes his name into history #UCLfinal pic.twitter.com/0hGh9JFeUO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 28, 2022 Á meðan Liverpool hefur skýran og einkennandi leikstíl þá gerir Real einfaldlega það sem er best hverju sinni. Það hefur skilað þeim ágætis árangri til þessa. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Sjá meira