Ancelotti segir það hafa verið auðveldara að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 10:30 „Ooog berjast,“ kallar Carlo Ancelotti eflaust hér inn á völlinn. John Berry/Getty Images Carlo Ancelotti, þjálfari Evrópumeistara Real Madríd, segir það hafa verið auðveldara fyrir sig að undirbúa lið sitt fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Liverpool heldur en önnur lið. Ancelotti stýrði Real til sigurs gegn Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar um liðna helgi. Ancelotti sjálfur var að vinna Meistaradeild Evrópu í fjórða sinn en Real Madríd sem félag var að vinna Meistaradeildina (og forvera hennar) í fjórtánda sinn. Real vann leikinn 1-0 þökk sé marki Vinícius Júnior í síðari hálfleik og þó Thibaut Courtois, markvörður Evrópumeistaranna, hafi verið maður leiksins má segja að leikkerfi Real í leiknum hafi gengið frábærlega upp. Ancelotti hefur eflaust reitt stuðningsfólk Liverpool til reiði með ummælum sínum um að undirbúningur Real hafi verið auðveldari en oft áður. „Ég held það hafi hjálpað að það var auðveldara að greina Liverpool en aðra mótherja þar sem liðið er með skýra stefnu hvernig það vill spila. Við gátum því farið yfir hvernig við vildum spila á móti. Við vissum hvaða leið við þyrftum að fara, ekki gefa þeim pláss bakvið vörnina til að hlaupa inn í.“ Real Madrid manager Carlo Ancelotti has claimed his preparations for Saturday s #UCLFinal were helped by Liverpool being more decipherable than their previous opponents. #RMCF | #LFC pic.twitter.com/vnKyvHhBKp— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 30, 2022 Þó Liverpool hafi komist í einstaka fín færi þökk sé gæðum leikmanna á borð við Sadio Mané og Mohamed Salah þá gerði Real vel í að loka svæðum. Karim Benzema fórnaði þeim möguleika á að reynast hetjan með því að draga sig mikið niður og hjálpa til bæði á miðjunni sem og út á væng. Benzema bjó til ójafnvægi sem leikmenn Liverpool þurftu að glíma við er Real reyndi að spila boltanum upp völlinn. Þannig reyndu þeir að toga leikmenn Liverpool úr stöðu og fara með þá í svæði sem þeir vilja ekki fara í. Það gekk eftir í markinu sem Vinícius skorar en Federico Valverde bar boltann þá upp hægra megin á meðan hinn brasilíski Vinícius fór á blindu hliðina á Trent Alexander-Arnold og renndi boltanum í autt markið. Vinícius Júnior writes his name into history #UCLfinal pic.twitter.com/0hGh9JFeUO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 28, 2022 Á meðan Liverpool hefur skýran og einkennandi leikstíl þá gerir Real einfaldlega það sem er best hverju sinni. Það hefur skilað þeim ágætis árangri til þessa. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira
Ancelotti stýrði Real til sigurs gegn Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar um liðna helgi. Ancelotti sjálfur var að vinna Meistaradeild Evrópu í fjórða sinn en Real Madríd sem félag var að vinna Meistaradeildina (og forvera hennar) í fjórtánda sinn. Real vann leikinn 1-0 þökk sé marki Vinícius Júnior í síðari hálfleik og þó Thibaut Courtois, markvörður Evrópumeistaranna, hafi verið maður leiksins má segja að leikkerfi Real í leiknum hafi gengið frábærlega upp. Ancelotti hefur eflaust reitt stuðningsfólk Liverpool til reiði með ummælum sínum um að undirbúningur Real hafi verið auðveldari en oft áður. „Ég held það hafi hjálpað að það var auðveldara að greina Liverpool en aðra mótherja þar sem liðið er með skýra stefnu hvernig það vill spila. Við gátum því farið yfir hvernig við vildum spila á móti. Við vissum hvaða leið við þyrftum að fara, ekki gefa þeim pláss bakvið vörnina til að hlaupa inn í.“ Real Madrid manager Carlo Ancelotti has claimed his preparations for Saturday s #UCLFinal were helped by Liverpool being more decipherable than their previous opponents. #RMCF | #LFC pic.twitter.com/vnKyvHhBKp— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 30, 2022 Þó Liverpool hafi komist í einstaka fín færi þökk sé gæðum leikmanna á borð við Sadio Mané og Mohamed Salah þá gerði Real vel í að loka svæðum. Karim Benzema fórnaði þeim möguleika á að reynast hetjan með því að draga sig mikið niður og hjálpa til bæði á miðjunni sem og út á væng. Benzema bjó til ójafnvægi sem leikmenn Liverpool þurftu að glíma við er Real reyndi að spila boltanum upp völlinn. Þannig reyndu þeir að toga leikmenn Liverpool úr stöðu og fara með þá í svæði sem þeir vilja ekki fara í. Það gekk eftir í markinu sem Vinícius skorar en Federico Valverde bar boltann þá upp hægra megin á meðan hinn brasilíski Vinícius fór á blindu hliðina á Trent Alexander-Arnold og renndi boltanum í autt markið. Vinícius Júnior writes his name into history #UCLfinal pic.twitter.com/0hGh9JFeUO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 28, 2022 Á meðan Liverpool hefur skýran og einkennandi leikstíl þá gerir Real einfaldlega það sem er best hverju sinni. Það hefur skilað þeim ágætis árangri til þessa. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira