Neitaði að svara því hvort Óli Jó yrði áfram þjálfari FH Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2022 11:31 Ólafur Jóhannesson tók við FH í fjórða sinn á ferlinum í fyrrasumar. vísir/Hulda Margrét „Óli Jó er okkar maður og ekki mikið meira um það að segja,“ segir Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, um stöðu þjálfarans Ólafs Jóhannessonar nú þegar FH situr í 9. sæti Bestu deildar karla í fótbolta. Eftir að hafa aðeins náð 6. sæti á síðustu leiktíð, sem er versta niðurstaða FH í tæpa tvo áratugi, hefur liðið einnig byrjað yfirstandandi leiktíð illa og er aðeins með sjö stig, fjórum stigum frá botnsæti Bestu deildarinnar. Eftir 3-2 tapið gegn KR í Kaplakrika í gær er nú komið hlé hjá FH, vegna landsleikja, þar til að liðið mætir Leikni 16. júní. Verður Ólafur enn þjálfari FH að landsleikjahléinu loknu? „Þú veist að ég mun aldrei svara svona spurningu. Við erum bara með okkar plan áfram í gangi og Óli er okkar þjálfari. Það liggja engar ákvarðanir fyrir um annað og það er ekkert sem bendir til annars,“ segir Valdimar. „Ef við sjáum svo einhverja ástæðu til að breyta einhverju þá er það bara þannig“ Ólafur var ráðinn til FH í fjórða sinn á ferlinum síðasta sumar, 21. júní. Hann tók þá við af Loga Ólafssyni. Valdimar segir ekki hægt að kenna Ólafi einum um stöðu FH-inga: „Auðvitað verða allir sem að þessu koma að líta í eigin barm, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða við sem stjórnum félaginu. Við berum öll ábyrgð á þessu og verðum að reyna að vinna samkvæmt því. Á meðan að staðan er eins og hún er þá reynum við að berjast í því. Ef við sjáum svo einhverja ástæðu til að breyta einhverju þá er það bara þannig á einhverjum punkti en við erum búin að reyna að berja í þessa bresti upp á síðkastið og það er verkefnið akkúrat núna. Ég held að það sé alltaf allt til skoðunar en þetta er ekki mál sem að við getum algjörlega skrifað á einn stað. Þetta er hópurinn, áherslurnar og annað þess háttar sem við þurfum að sjá hvort við berjum ekki bara saman og látum smella,“ segir Valdimar. Lagt mikla áherslu á að yngja upp hópinn En telur hann félagið hafa lagt nógu mikinn metnað í það að gera betur en á síðustu leiktíð, til að mynda varðandi leikmannamál? „Við höfum alla vega reynt að vanda okkur mjög vel við það sem við höfum gert. Við höfum ekki keypt bara til þess að kaupa. Það geta örugglega margir haft skoðun á því að það mætti gera meira eða betur en við þurfum auðvitað að taka mið af þeirri stöðu sem félagið er í á hverjum tíma,“ sagði Valdimar. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að yngja upp og breyta aðeins áherslum. Við höfum verið að fá inn yngri menn og erum með mjög efnilega leikmenn innan okkar raða sem eru uppaldir FH-ingar, sem er verið að vinna í að gera betri og sterkari. Þetta er oft vegferð sem að tekur smávinnu og orku en við höfum trú á að við komumst aftur á þann stað sem við viljum vera á. Það gerum við FH-ingar.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Eftir að hafa aðeins náð 6. sæti á síðustu leiktíð, sem er versta niðurstaða FH í tæpa tvo áratugi, hefur liðið einnig byrjað yfirstandandi leiktíð illa og er aðeins með sjö stig, fjórum stigum frá botnsæti Bestu deildarinnar. Eftir 3-2 tapið gegn KR í Kaplakrika í gær er nú komið hlé hjá FH, vegna landsleikja, þar til að liðið mætir Leikni 16. júní. Verður Ólafur enn þjálfari FH að landsleikjahléinu loknu? „Þú veist að ég mun aldrei svara svona spurningu. Við erum bara með okkar plan áfram í gangi og Óli er okkar þjálfari. Það liggja engar ákvarðanir fyrir um annað og það er ekkert sem bendir til annars,“ segir Valdimar. „Ef við sjáum svo einhverja ástæðu til að breyta einhverju þá er það bara þannig“ Ólafur var ráðinn til FH í fjórða sinn á ferlinum síðasta sumar, 21. júní. Hann tók þá við af Loga Ólafssyni. Valdimar segir ekki hægt að kenna Ólafi einum um stöðu FH-inga: „Auðvitað verða allir sem að þessu koma að líta í eigin barm, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða við sem stjórnum félaginu. Við berum öll ábyrgð á þessu og verðum að reyna að vinna samkvæmt því. Á meðan að staðan er eins og hún er þá reynum við að berjast í því. Ef við sjáum svo einhverja ástæðu til að breyta einhverju þá er það bara þannig á einhverjum punkti en við erum búin að reyna að berja í þessa bresti upp á síðkastið og það er verkefnið akkúrat núna. Ég held að það sé alltaf allt til skoðunar en þetta er ekki mál sem að við getum algjörlega skrifað á einn stað. Þetta er hópurinn, áherslurnar og annað þess háttar sem við þurfum að sjá hvort við berjum ekki bara saman og látum smella,“ segir Valdimar. Lagt mikla áherslu á að yngja upp hópinn En telur hann félagið hafa lagt nógu mikinn metnað í það að gera betur en á síðustu leiktíð, til að mynda varðandi leikmannamál? „Við höfum alla vega reynt að vanda okkur mjög vel við það sem við höfum gert. Við höfum ekki keypt bara til þess að kaupa. Það geta örugglega margir haft skoðun á því að það mætti gera meira eða betur en við þurfum auðvitað að taka mið af þeirri stöðu sem félagið er í á hverjum tíma,“ sagði Valdimar. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að yngja upp og breyta aðeins áherslum. Við höfum verið að fá inn yngri menn og erum með mjög efnilega leikmenn innan okkar raða sem eru uppaldir FH-ingar, sem er verið að vinna í að gera betri og sterkari. Þetta er oft vegferð sem að tekur smávinnu og orku en við höfum trú á að við komumst aftur á þann stað sem við viljum vera á. Það gerum við FH-ingar.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann