Neitaði að svara því hvort Óli Jó yrði áfram þjálfari FH Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2022 11:31 Ólafur Jóhannesson tók við FH í fjórða sinn á ferlinum í fyrrasumar. vísir/Hulda Margrét „Óli Jó er okkar maður og ekki mikið meira um það að segja,“ segir Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, um stöðu þjálfarans Ólafs Jóhannessonar nú þegar FH situr í 9. sæti Bestu deildar karla í fótbolta. Eftir að hafa aðeins náð 6. sæti á síðustu leiktíð, sem er versta niðurstaða FH í tæpa tvo áratugi, hefur liðið einnig byrjað yfirstandandi leiktíð illa og er aðeins með sjö stig, fjórum stigum frá botnsæti Bestu deildarinnar. Eftir 3-2 tapið gegn KR í Kaplakrika í gær er nú komið hlé hjá FH, vegna landsleikja, þar til að liðið mætir Leikni 16. júní. Verður Ólafur enn þjálfari FH að landsleikjahléinu loknu? „Þú veist að ég mun aldrei svara svona spurningu. Við erum bara með okkar plan áfram í gangi og Óli er okkar þjálfari. Það liggja engar ákvarðanir fyrir um annað og það er ekkert sem bendir til annars,“ segir Valdimar. „Ef við sjáum svo einhverja ástæðu til að breyta einhverju þá er það bara þannig“ Ólafur var ráðinn til FH í fjórða sinn á ferlinum síðasta sumar, 21. júní. Hann tók þá við af Loga Ólafssyni. Valdimar segir ekki hægt að kenna Ólafi einum um stöðu FH-inga: „Auðvitað verða allir sem að þessu koma að líta í eigin barm, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða við sem stjórnum félaginu. Við berum öll ábyrgð á þessu og verðum að reyna að vinna samkvæmt því. Á meðan að staðan er eins og hún er þá reynum við að berjast í því. Ef við sjáum svo einhverja ástæðu til að breyta einhverju þá er það bara þannig á einhverjum punkti en við erum búin að reyna að berja í þessa bresti upp á síðkastið og það er verkefnið akkúrat núna. Ég held að það sé alltaf allt til skoðunar en þetta er ekki mál sem að við getum algjörlega skrifað á einn stað. Þetta er hópurinn, áherslurnar og annað þess háttar sem við þurfum að sjá hvort við berjum ekki bara saman og látum smella,“ segir Valdimar. Lagt mikla áherslu á að yngja upp hópinn En telur hann félagið hafa lagt nógu mikinn metnað í það að gera betur en á síðustu leiktíð, til að mynda varðandi leikmannamál? „Við höfum alla vega reynt að vanda okkur mjög vel við það sem við höfum gert. Við höfum ekki keypt bara til þess að kaupa. Það geta örugglega margir haft skoðun á því að það mætti gera meira eða betur en við þurfum auðvitað að taka mið af þeirri stöðu sem félagið er í á hverjum tíma,“ sagði Valdimar. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að yngja upp og breyta aðeins áherslum. Við höfum verið að fá inn yngri menn og erum með mjög efnilega leikmenn innan okkar raða sem eru uppaldir FH-ingar, sem er verið að vinna í að gera betri og sterkari. Þetta er oft vegferð sem að tekur smávinnu og orku en við höfum trú á að við komumst aftur á þann stað sem við viljum vera á. Það gerum við FH-ingar.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Eftir að hafa aðeins náð 6. sæti á síðustu leiktíð, sem er versta niðurstaða FH í tæpa tvo áratugi, hefur liðið einnig byrjað yfirstandandi leiktíð illa og er aðeins með sjö stig, fjórum stigum frá botnsæti Bestu deildarinnar. Eftir 3-2 tapið gegn KR í Kaplakrika í gær er nú komið hlé hjá FH, vegna landsleikja, þar til að liðið mætir Leikni 16. júní. Verður Ólafur enn þjálfari FH að landsleikjahléinu loknu? „Þú veist að ég mun aldrei svara svona spurningu. Við erum bara með okkar plan áfram í gangi og Óli er okkar þjálfari. Það liggja engar ákvarðanir fyrir um annað og það er ekkert sem bendir til annars,“ segir Valdimar. „Ef við sjáum svo einhverja ástæðu til að breyta einhverju þá er það bara þannig“ Ólafur var ráðinn til FH í fjórða sinn á ferlinum síðasta sumar, 21. júní. Hann tók þá við af Loga Ólafssyni. Valdimar segir ekki hægt að kenna Ólafi einum um stöðu FH-inga: „Auðvitað verða allir sem að þessu koma að líta í eigin barm, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða við sem stjórnum félaginu. Við berum öll ábyrgð á þessu og verðum að reyna að vinna samkvæmt því. Á meðan að staðan er eins og hún er þá reynum við að berjast í því. Ef við sjáum svo einhverja ástæðu til að breyta einhverju þá er það bara þannig á einhverjum punkti en við erum búin að reyna að berja í þessa bresti upp á síðkastið og það er verkefnið akkúrat núna. Ég held að það sé alltaf allt til skoðunar en þetta er ekki mál sem að við getum algjörlega skrifað á einn stað. Þetta er hópurinn, áherslurnar og annað þess háttar sem við þurfum að sjá hvort við berjum ekki bara saman og látum smella,“ segir Valdimar. Lagt mikla áherslu á að yngja upp hópinn En telur hann félagið hafa lagt nógu mikinn metnað í það að gera betur en á síðustu leiktíð, til að mynda varðandi leikmannamál? „Við höfum alla vega reynt að vanda okkur mjög vel við það sem við höfum gert. Við höfum ekki keypt bara til þess að kaupa. Það geta örugglega margir haft skoðun á því að það mætti gera meira eða betur en við þurfum auðvitað að taka mið af þeirri stöðu sem félagið er í á hverjum tíma,“ sagði Valdimar. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að yngja upp og breyta aðeins áherslum. Við höfum verið að fá inn yngri menn og erum með mjög efnilega leikmenn innan okkar raða sem eru uppaldir FH-ingar, sem er verið að vinna í að gera betri og sterkari. Þetta er oft vegferð sem að tekur smávinnu og orku en við höfum trú á að við komumst aftur á þann stað sem við viljum vera á. Það gerum við FH-ingar.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira