Neitaði að svara því hvort Óli Jó yrði áfram þjálfari FH Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2022 11:31 Ólafur Jóhannesson tók við FH í fjórða sinn á ferlinum í fyrrasumar. vísir/Hulda Margrét „Óli Jó er okkar maður og ekki mikið meira um það að segja,“ segir Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, um stöðu þjálfarans Ólafs Jóhannessonar nú þegar FH situr í 9. sæti Bestu deildar karla í fótbolta. Eftir að hafa aðeins náð 6. sæti á síðustu leiktíð, sem er versta niðurstaða FH í tæpa tvo áratugi, hefur liðið einnig byrjað yfirstandandi leiktíð illa og er aðeins með sjö stig, fjórum stigum frá botnsæti Bestu deildarinnar. Eftir 3-2 tapið gegn KR í Kaplakrika í gær er nú komið hlé hjá FH, vegna landsleikja, þar til að liðið mætir Leikni 16. júní. Verður Ólafur enn þjálfari FH að landsleikjahléinu loknu? „Þú veist að ég mun aldrei svara svona spurningu. Við erum bara með okkar plan áfram í gangi og Óli er okkar þjálfari. Það liggja engar ákvarðanir fyrir um annað og það er ekkert sem bendir til annars,“ segir Valdimar. „Ef við sjáum svo einhverja ástæðu til að breyta einhverju þá er það bara þannig“ Ólafur var ráðinn til FH í fjórða sinn á ferlinum síðasta sumar, 21. júní. Hann tók þá við af Loga Ólafssyni. Valdimar segir ekki hægt að kenna Ólafi einum um stöðu FH-inga: „Auðvitað verða allir sem að þessu koma að líta í eigin barm, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða við sem stjórnum félaginu. Við berum öll ábyrgð á þessu og verðum að reyna að vinna samkvæmt því. Á meðan að staðan er eins og hún er þá reynum við að berjast í því. Ef við sjáum svo einhverja ástæðu til að breyta einhverju þá er það bara þannig á einhverjum punkti en við erum búin að reyna að berja í þessa bresti upp á síðkastið og það er verkefnið akkúrat núna. Ég held að það sé alltaf allt til skoðunar en þetta er ekki mál sem að við getum algjörlega skrifað á einn stað. Þetta er hópurinn, áherslurnar og annað þess háttar sem við þurfum að sjá hvort við berjum ekki bara saman og látum smella,“ segir Valdimar. Lagt mikla áherslu á að yngja upp hópinn En telur hann félagið hafa lagt nógu mikinn metnað í það að gera betur en á síðustu leiktíð, til að mynda varðandi leikmannamál? „Við höfum alla vega reynt að vanda okkur mjög vel við það sem við höfum gert. Við höfum ekki keypt bara til þess að kaupa. Það geta örugglega margir haft skoðun á því að það mætti gera meira eða betur en við þurfum auðvitað að taka mið af þeirri stöðu sem félagið er í á hverjum tíma,“ sagði Valdimar. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að yngja upp og breyta aðeins áherslum. Við höfum verið að fá inn yngri menn og erum með mjög efnilega leikmenn innan okkar raða sem eru uppaldir FH-ingar, sem er verið að vinna í að gera betri og sterkari. Þetta er oft vegferð sem að tekur smávinnu og orku en við höfum trú á að við komumst aftur á þann stað sem við viljum vera á. Það gerum við FH-ingar.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Eftir að hafa aðeins náð 6. sæti á síðustu leiktíð, sem er versta niðurstaða FH í tæpa tvo áratugi, hefur liðið einnig byrjað yfirstandandi leiktíð illa og er aðeins með sjö stig, fjórum stigum frá botnsæti Bestu deildarinnar. Eftir 3-2 tapið gegn KR í Kaplakrika í gær er nú komið hlé hjá FH, vegna landsleikja, þar til að liðið mætir Leikni 16. júní. Verður Ólafur enn þjálfari FH að landsleikjahléinu loknu? „Þú veist að ég mun aldrei svara svona spurningu. Við erum bara með okkar plan áfram í gangi og Óli er okkar þjálfari. Það liggja engar ákvarðanir fyrir um annað og það er ekkert sem bendir til annars,“ segir Valdimar. „Ef við sjáum svo einhverja ástæðu til að breyta einhverju þá er það bara þannig“ Ólafur var ráðinn til FH í fjórða sinn á ferlinum síðasta sumar, 21. júní. Hann tók þá við af Loga Ólafssyni. Valdimar segir ekki hægt að kenna Ólafi einum um stöðu FH-inga: „Auðvitað verða allir sem að þessu koma að líta í eigin barm, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða við sem stjórnum félaginu. Við berum öll ábyrgð á þessu og verðum að reyna að vinna samkvæmt því. Á meðan að staðan er eins og hún er þá reynum við að berjast í því. Ef við sjáum svo einhverja ástæðu til að breyta einhverju þá er það bara þannig á einhverjum punkti en við erum búin að reyna að berja í þessa bresti upp á síðkastið og það er verkefnið akkúrat núna. Ég held að það sé alltaf allt til skoðunar en þetta er ekki mál sem að við getum algjörlega skrifað á einn stað. Þetta er hópurinn, áherslurnar og annað þess háttar sem við þurfum að sjá hvort við berjum ekki bara saman og látum smella,“ segir Valdimar. Lagt mikla áherslu á að yngja upp hópinn En telur hann félagið hafa lagt nógu mikinn metnað í það að gera betur en á síðustu leiktíð, til að mynda varðandi leikmannamál? „Við höfum alla vega reynt að vanda okkur mjög vel við það sem við höfum gert. Við höfum ekki keypt bara til þess að kaupa. Það geta örugglega margir haft skoðun á því að það mætti gera meira eða betur en við þurfum auðvitað að taka mið af þeirri stöðu sem félagið er í á hverjum tíma,“ sagði Valdimar. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að yngja upp og breyta aðeins áherslum. Við höfum verið að fá inn yngri menn og erum með mjög efnilega leikmenn innan okkar raða sem eru uppaldir FH-ingar, sem er verið að vinna í að gera betri og sterkari. Þetta er oft vegferð sem að tekur smávinnu og orku en við höfum trú á að við komumst aftur á þann stað sem við viljum vera á. Það gerum við FH-ingar.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira