Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem slíkt gerist í borginni en á föstudaginn fannst maður skotinn til bana í bíl í sama hverfi, Varberga.
SVT segir frá því að lögregla í borginni kanni nú hvort málin tvö tengist en enginn hefur verið handtekinn enn sem komið er.
Mennirnir sem létust í gær voru báðir á lífi þegar þeir fundust en létust skömmu síðar.
Morðin voru framin á leikskólalóð í Örebro og verða skólarnir á svæðinu lokaðir í dag sökum rannsóknar málsins.
Mennirnir sem létust í gærkvöldi voru báðir á þrítugsaldri og búsettir í Örebro.