Enski boltinn

Nottingham Forest tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni eftir 23 ára fjarveru

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn Nottingham Forest fögnuðu sætinu vel og innilega.
Leikmenn Nottingham Forest fögnuðu sætinu vel og innilega. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images

Nottingham Forest mun leika í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili eftir 1-0 sigur gegn Huddersfield í úrslitaleik umspilsins á Wembley í dag. Liðið snýr því aftur í deild þeirra bestu í fyrsta skipti síðan árið 1999.

Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Levi Colwill tveimur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir fyrirgjöf frá James Garner.

Þrátt fyrir þunga sókn Huddersfield seinni hluta síðari hálfleiks tókst þeim ekki að finna jöfnunarmarkið og niðurstaðan því 1-0 sigur Nottingham Forest.

Þetta fornfræga lið mun því leika í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á næsta tímabili í fyrsta skipti á þessari öld, en liðið féll seinast úr deild þeirra bestu í maí árið 1999.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.