Stefnir í að Man Utd mæti með nýja miðju til leiks á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2022 10:31 Þessir þrír eru allir orðaðir við Manchester United. EPA-EFE Það virðist sem nýráðinn þjálfari Manchester United hafi ekki mikla trú á núverandi miðju liðsins ef marka má þá leikmenn sem liðið er orðað við þessa dagana. Talið er að Erik ten Hag sé á höttunum á eftir hvorki meira né minna en þremur miðjumönnum um þessar mundir. Það er löngu vitað að það verða miklar breytingar á leikmannahópi Man Utd í sumar og það virðist sem Ten Hag ætli sér að laga vandamálin á miðsvæði liðsins. Liðinu sárlega vantar djúpan miðjumann og þá þarf að fylla skarðið sem Paul Pogba skilur eftir sig, inn á vellinum þar að segja. Ten Hag vill fá samlanda sinn Frenkie de Jong frá Barcelona en þeir unnu saman hjá Ajax. Það er hins spurning hvort Man Utd þurfi annan hollenskan miðjumann en Donny van de Beek hefur ekki sjö dagana sæla á Old Trafford. Þá vildi Frenkie lítið hafa með Manchester-borg er hann lék með Ajax, hann er einfaldlega ekki hrifinn af veðrinu. Hinir tveir leikmennirnir eru töluvert þekktari stærðir innan enskrar knattspyrnu en orkuboltinn N´Golo Kanté á aðeins ár eftir af samningi sínum við Chelsea og vill Ten Hag athuga hvort Chelsea gæti freistast til að selja franska miðvallarleikmanninn fyrir rétt verð. Eina sem gæti aftrað mögulegu kauptilboði er meiðslasaga hins 31 árs gamla Kanté en hann lék aðeins 26 deildarleiki á nýafstaðinni leiktíð. Alls tók hann þó þátt í 42 leikjum í öllum keppnum. N Golo Kanté's contract expires next year and Manchester United, desperate to strengthen their midfield, are keen to find out whether the France international could be sold this summer.By @JacobSteinberg https://t.co/dffsi5rHsk— Guardian sport (@guardian_sport) May 28, 2022 Þá horfir Man Utd hýru auga til Wolverhampton þar sem hinn 25 ára Rúben Neves leikur listir sínar með Úlfunum. Þekktur fyrir sín þrumuskot og þá er almenn vitneskja að Neves geti spilað fyrir stærra leið en Úlfana. Neves lék með Porto í Meistaradeild Evrópu áður en hann tók þá undarlegu ákvörðun að færa sig um set til Wolverhampton árið 2017 þegar Úlfarnir léku í ensku B-deildinni. Ljóst er að hann mun ekki leika með Man Utd í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en orðið á götum Englands segir að Barcelona hafi einnig áhuga á leikmanninum. Vilji Neves spila í Meistaradeild Evrópu mun hann færa sig um set til Katalóníu en ef honum líkar við veðurfarið á Englandi mun hann færa sig til Manchester-borgar. Ruben Neves Manchester United?Ruben Neves Barcelona?The papers say #MUFC are on the verge of making a final push to sign the Wolves player... but Barcelona are also interested.More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) May 28, 2022 Sama hvað er ljóst að Erik ten Hag ætlar að hrista upp í hlutunum hjá Man United og kæmi lítið á óvart ef liðið myndi mæta með nýja miðju til leiks næsta haust. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Það er löngu vitað að það verða miklar breytingar á leikmannahópi Man Utd í sumar og það virðist sem Ten Hag ætli sér að laga vandamálin á miðsvæði liðsins. Liðinu sárlega vantar djúpan miðjumann og þá þarf að fylla skarðið sem Paul Pogba skilur eftir sig, inn á vellinum þar að segja. Ten Hag vill fá samlanda sinn Frenkie de Jong frá Barcelona en þeir unnu saman hjá Ajax. Það er hins spurning hvort Man Utd þurfi annan hollenskan miðjumann en Donny van de Beek hefur ekki sjö dagana sæla á Old Trafford. Þá vildi Frenkie lítið hafa með Manchester-borg er hann lék með Ajax, hann er einfaldlega ekki hrifinn af veðrinu. Hinir tveir leikmennirnir eru töluvert þekktari stærðir innan enskrar knattspyrnu en orkuboltinn N´Golo Kanté á aðeins ár eftir af samningi sínum við Chelsea og vill Ten Hag athuga hvort Chelsea gæti freistast til að selja franska miðvallarleikmanninn fyrir rétt verð. Eina sem gæti aftrað mögulegu kauptilboði er meiðslasaga hins 31 árs gamla Kanté en hann lék aðeins 26 deildarleiki á nýafstaðinni leiktíð. Alls tók hann þó þátt í 42 leikjum í öllum keppnum. N Golo Kanté's contract expires next year and Manchester United, desperate to strengthen their midfield, are keen to find out whether the France international could be sold this summer.By @JacobSteinberg https://t.co/dffsi5rHsk— Guardian sport (@guardian_sport) May 28, 2022 Þá horfir Man Utd hýru auga til Wolverhampton þar sem hinn 25 ára Rúben Neves leikur listir sínar með Úlfunum. Þekktur fyrir sín þrumuskot og þá er almenn vitneskja að Neves geti spilað fyrir stærra leið en Úlfana. Neves lék með Porto í Meistaradeild Evrópu áður en hann tók þá undarlegu ákvörðun að færa sig um set til Wolverhampton árið 2017 þegar Úlfarnir léku í ensku B-deildinni. Ljóst er að hann mun ekki leika með Man Utd í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en orðið á götum Englands segir að Barcelona hafi einnig áhuga á leikmanninum. Vilji Neves spila í Meistaradeild Evrópu mun hann færa sig um set til Katalóníu en ef honum líkar við veðurfarið á Englandi mun hann færa sig til Manchester-borgar. Ruben Neves Manchester United?Ruben Neves Barcelona?The papers say #MUFC are on the verge of making a final push to sign the Wolves player... but Barcelona are also interested.More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) May 28, 2022 Sama hvað er ljóst að Erik ten Hag ætlar að hrista upp í hlutunum hjá Man United og kæmi lítið á óvart ef liðið myndi mæta með nýja miðju til leiks næsta haust.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira