Enski boltinn

Kane laumaðist í skilaboðin hjá Brady

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harry Kane og Tom Brady er vel til vina.
Harry Kane og Tom Brady er vel til vina. instagram-síða harrys kane

Harry Kane sagði skemmtilega sögu af því hvernig vinátta þeirra Toms Brady hófst þegar hann var gestur í spjallþætti Jimmys Fallon.

Kane fylgist grannt með NFL-deildinni og er mikill aðdáandi Bradys. Hann sagði að leið hans á toppinn hafi hvatt hann til dáða.

„Eitt af því sem blés mér baráttuvilja í brjóst þegar ég var yngri var heimildamynd um Tom Brady. Ég var á láni en komst ekki í liðið. Ég var átján ára og hugsaði að fyrst ég kæmist ekki í þetta lið hvernig ég ætti þá möguleika að komast í liðið hjá Tottenham,“ sagði Kane.

„Ég rakst á heimildamynd á YouTube sem heitir The Brady Six og fjallar um það að hvernig hann fór úr því að vera valinn í sjöttu umferð nýliðavalsins í það að vera einn besti íþróttamaður allra tíma. Það fyllti mig eldmóði og trú að ég gæti átt farsælan feril.“

Fallon spurði Kane því næst hvernig þeir Brady urðu vinir.

„Ég komumst bara í samband. Ég fylgdi honum á Instagram og hann skrifaði athugasemd við eina mynd hjá mér. Svo sendi ég honum skilaboð,“ sagði Kane.

„Hann er frábær náungi og við byrjuðum að spjalla. Ég er NFL-aðdáandi og óskaði honum góðs gengis á tímabilinu.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.