„Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2022 20:14 Jimmy Kimmel tók upp sérstakt innslag til að ræða skotárásina í Texas. Skjáskot Skotárásin í Robb-grunnskólanum í Texas í Bandaríkjunum í vikunni var ofarlega í huga helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna í þáttum þeirra eftir árásina mannskæðu. Jimmy Kimmel, sem stýrir Jimmy Kimmel Live!, og hefur verið mjög gagnrýnin á þá stjórnmálamenn sem koma í veg fyrir að skotvopnalöggjöf verði hert í Bandaríkjunum, tók upp sérstakt innslag vegna árásarinnar. Þar mátti sjá að hann átti erfitt með sig, er hann gagnrýndi sömu stjórnmálamenn aftur. „Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar,“ sagði Kimmel. Gagnrýndi hann þá stjórnmálamenn og klappstýrur þeirra sem segja að mikilvægt sé að gera skotárásir á borð við þá sem átti sér stað í Texas í vikunni ekki að pólitísku bitbeini. „Þeir gagnrýna forsetann okkar um leið og hann byrjar að ræða um að gera eitthvað til að stoppa þetta. Vegna þess að þeir vilja ekki ræða þetta. Vegna þess að þeir vita hvað þeir hafa gert. Þeir vita að það er óverjandi þannig að þeir vilja frekar sópa þessu undir teppið,“ sagði Kimmel. Stephen Colbert og James Corden, sem stýra The Late Show og The Late Late Show, tóku einnig upp sérstök innslög vegna skotárásarinnar. Corden, sem er breskur, sagðist ekki geta skilið tilganginn með þessum skotárásum. Skotvopnalöggjöf í Bretlandi var hert til muna eftir skotárás í skoskum skóla árið 1996, þar sem 21 týndi lífi. „Þegar ég skutla krökkunum mínum í skólann og kyssi þau bless dettur mér ekki í hug að þetta gæti verið síðasta kveðjan. Tilhugsunin um þetta símtal, að barnið þitt hafi verið fórnarlamb skotárás, það er handan skilningi okkar sem mannverum,“ sagði Corden. Bætti hann við að hann ætti erfitt með að skilja þá sem sætta sig við að skotárásir á borð við þá í Texas séu hliðarafurð rúmrar skotvopnalöggjafar Bandaríkjanna. Colbert talaði á svipuðum nótum og í tilfinnaþrungnu innslagi hvatti hann leiðtoga Bandaríkjanna til að gera eitthvað í málinu. Þá hvatti hann kjósendur til að kjósa þá sem segjast ætla að herða skotvopnalöggjöfina. „Bænir munu ekki binda enda á þetta, en þitt atkvæði gæti gert það. Næst þegar þú kýst skaltu spyrja þig þessarar spurningar. Hver af þeim sem er að bjóða sig fram hefur sagt opinberlega að hann muni gera allt sem hann geti til að vernda barnið þitt fyrir þessum glæpsamlega og brjálæðislega fjölda byssa í Bandaríkjunum? Jimmy Fallon, stjórnandi The Tonight Show, nýtti viðtal sitt við Jen Psaki, blaðafulltrúa Hvíta hússins, til að taka á málinu. Psaki var með tárin í augunum þegar hún talaði um skotárásina. „Ég held að eins og svo margir foreldrar um allt hafi ég verið að hugsa um hvort ég ætti að senda barnið mitt í leikskólann í dag og hvort það væri öruggt. Er hún örugg þar? Hvers konar öryggisgæsla er þar? Ætti að vera öryggisgæsla þar?“ Árásin í Uvalde er mannskæðasta skólaskotárás Bandaríkjanna frá því árið 2012 þegar 26 manns, þar af tuttugu börn, voru myrt í Sandy Hook skólanum í Connecticut. Þrátt fyrir mikinn vilja forsetans og margra bandamanna hans í Demókrataflokknum er talið ólíklegt að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Bíó og sjónvarp Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Jimmy Kimmel, sem stýrir Jimmy Kimmel Live!, og hefur verið mjög gagnrýnin á þá stjórnmálamenn sem koma í veg fyrir að skotvopnalöggjöf verði hert í Bandaríkjunum, tók upp sérstakt innslag vegna árásarinnar. Þar mátti sjá að hann átti erfitt með sig, er hann gagnrýndi sömu stjórnmálamenn aftur. „Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar,“ sagði Kimmel. Gagnrýndi hann þá stjórnmálamenn og klappstýrur þeirra sem segja að mikilvægt sé að gera skotárásir á borð við þá sem átti sér stað í Texas í vikunni ekki að pólitísku bitbeini. „Þeir gagnrýna forsetann okkar um leið og hann byrjar að ræða um að gera eitthvað til að stoppa þetta. Vegna þess að þeir vilja ekki ræða þetta. Vegna þess að þeir vita hvað þeir hafa gert. Þeir vita að það er óverjandi þannig að þeir vilja frekar sópa þessu undir teppið,“ sagði Kimmel. Stephen Colbert og James Corden, sem stýra The Late Show og The Late Late Show, tóku einnig upp sérstök innslög vegna skotárásarinnar. Corden, sem er breskur, sagðist ekki geta skilið tilganginn með þessum skotárásum. Skotvopnalöggjöf í Bretlandi var hert til muna eftir skotárás í skoskum skóla árið 1996, þar sem 21 týndi lífi. „Þegar ég skutla krökkunum mínum í skólann og kyssi þau bless dettur mér ekki í hug að þetta gæti verið síðasta kveðjan. Tilhugsunin um þetta símtal, að barnið þitt hafi verið fórnarlamb skotárás, það er handan skilningi okkar sem mannverum,“ sagði Corden. Bætti hann við að hann ætti erfitt með að skilja þá sem sætta sig við að skotárásir á borð við þá í Texas séu hliðarafurð rúmrar skotvopnalöggjafar Bandaríkjanna. Colbert talaði á svipuðum nótum og í tilfinnaþrungnu innslagi hvatti hann leiðtoga Bandaríkjanna til að gera eitthvað í málinu. Þá hvatti hann kjósendur til að kjósa þá sem segjast ætla að herða skotvopnalöggjöfina. „Bænir munu ekki binda enda á þetta, en þitt atkvæði gæti gert það. Næst þegar þú kýst skaltu spyrja þig þessarar spurningar. Hver af þeim sem er að bjóða sig fram hefur sagt opinberlega að hann muni gera allt sem hann geti til að vernda barnið þitt fyrir þessum glæpsamlega og brjálæðislega fjölda byssa í Bandaríkjunum? Jimmy Fallon, stjórnandi The Tonight Show, nýtti viðtal sitt við Jen Psaki, blaðafulltrúa Hvíta hússins, til að taka á málinu. Psaki var með tárin í augunum þegar hún talaði um skotárásina. „Ég held að eins og svo margir foreldrar um allt hafi ég verið að hugsa um hvort ég ætti að senda barnið mitt í leikskólann í dag og hvort það væri öruggt. Er hún örugg þar? Hvers konar öryggisgæsla er þar? Ætti að vera öryggisgæsla þar?“ Árásin í Uvalde er mannskæðasta skólaskotárás Bandaríkjanna frá því árið 2012 þegar 26 manns, þar af tuttugu börn, voru myrt í Sandy Hook skólanum í Connecticut. Þrátt fyrir mikinn vilja forsetans og margra bandamanna hans í Demókrataflokknum er talið ólíklegt að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Bíó og sjónvarp Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira