„Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2022 20:14 Jimmy Kimmel tók upp sérstakt innslag til að ræða skotárásina í Texas. Skjáskot Skotárásin í Robb-grunnskólanum í Texas í Bandaríkjunum í vikunni var ofarlega í huga helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna í þáttum þeirra eftir árásina mannskæðu. Jimmy Kimmel, sem stýrir Jimmy Kimmel Live!, og hefur verið mjög gagnrýnin á þá stjórnmálamenn sem koma í veg fyrir að skotvopnalöggjöf verði hert í Bandaríkjunum, tók upp sérstakt innslag vegna árásarinnar. Þar mátti sjá að hann átti erfitt með sig, er hann gagnrýndi sömu stjórnmálamenn aftur. „Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar,“ sagði Kimmel. Gagnrýndi hann þá stjórnmálamenn og klappstýrur þeirra sem segja að mikilvægt sé að gera skotárásir á borð við þá sem átti sér stað í Texas í vikunni ekki að pólitísku bitbeini. „Þeir gagnrýna forsetann okkar um leið og hann byrjar að ræða um að gera eitthvað til að stoppa þetta. Vegna þess að þeir vilja ekki ræða þetta. Vegna þess að þeir vita hvað þeir hafa gert. Þeir vita að það er óverjandi þannig að þeir vilja frekar sópa þessu undir teppið,“ sagði Kimmel. Stephen Colbert og James Corden, sem stýra The Late Show og The Late Late Show, tóku einnig upp sérstök innslög vegna skotárásarinnar. Corden, sem er breskur, sagðist ekki geta skilið tilganginn með þessum skotárásum. Skotvopnalöggjöf í Bretlandi var hert til muna eftir skotárás í skoskum skóla árið 1996, þar sem 21 týndi lífi. „Þegar ég skutla krökkunum mínum í skólann og kyssi þau bless dettur mér ekki í hug að þetta gæti verið síðasta kveðjan. Tilhugsunin um þetta símtal, að barnið þitt hafi verið fórnarlamb skotárás, það er handan skilningi okkar sem mannverum,“ sagði Corden. Bætti hann við að hann ætti erfitt með að skilja þá sem sætta sig við að skotárásir á borð við þá í Texas séu hliðarafurð rúmrar skotvopnalöggjafar Bandaríkjanna. Colbert talaði á svipuðum nótum og í tilfinnaþrungnu innslagi hvatti hann leiðtoga Bandaríkjanna til að gera eitthvað í málinu. Þá hvatti hann kjósendur til að kjósa þá sem segjast ætla að herða skotvopnalöggjöfina. „Bænir munu ekki binda enda á þetta, en þitt atkvæði gæti gert það. Næst þegar þú kýst skaltu spyrja þig þessarar spurningar. Hver af þeim sem er að bjóða sig fram hefur sagt opinberlega að hann muni gera allt sem hann geti til að vernda barnið þitt fyrir þessum glæpsamlega og brjálæðislega fjölda byssa í Bandaríkjunum? Jimmy Fallon, stjórnandi The Tonight Show, nýtti viðtal sitt við Jen Psaki, blaðafulltrúa Hvíta hússins, til að taka á málinu. Psaki var með tárin í augunum þegar hún talaði um skotárásina. „Ég held að eins og svo margir foreldrar um allt hafi ég verið að hugsa um hvort ég ætti að senda barnið mitt í leikskólann í dag og hvort það væri öruggt. Er hún örugg þar? Hvers konar öryggisgæsla er þar? Ætti að vera öryggisgæsla þar?“ Árásin í Uvalde er mannskæðasta skólaskotárás Bandaríkjanna frá því árið 2012 þegar 26 manns, þar af tuttugu börn, voru myrt í Sandy Hook skólanum í Connecticut. Þrátt fyrir mikinn vilja forsetans og margra bandamanna hans í Demókrataflokknum er talið ólíklegt að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Bíó og sjónvarp Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Jimmy Kimmel, sem stýrir Jimmy Kimmel Live!, og hefur verið mjög gagnrýnin á þá stjórnmálamenn sem koma í veg fyrir að skotvopnalöggjöf verði hert í Bandaríkjunum, tók upp sérstakt innslag vegna árásarinnar. Þar mátti sjá að hann átti erfitt með sig, er hann gagnrýndi sömu stjórnmálamenn aftur. „Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar,“ sagði Kimmel. Gagnrýndi hann þá stjórnmálamenn og klappstýrur þeirra sem segja að mikilvægt sé að gera skotárásir á borð við þá sem átti sér stað í Texas í vikunni ekki að pólitísku bitbeini. „Þeir gagnrýna forsetann okkar um leið og hann byrjar að ræða um að gera eitthvað til að stoppa þetta. Vegna þess að þeir vilja ekki ræða þetta. Vegna þess að þeir vita hvað þeir hafa gert. Þeir vita að það er óverjandi þannig að þeir vilja frekar sópa þessu undir teppið,“ sagði Kimmel. Stephen Colbert og James Corden, sem stýra The Late Show og The Late Late Show, tóku einnig upp sérstök innslög vegna skotárásarinnar. Corden, sem er breskur, sagðist ekki geta skilið tilganginn með þessum skotárásum. Skotvopnalöggjöf í Bretlandi var hert til muna eftir skotárás í skoskum skóla árið 1996, þar sem 21 týndi lífi. „Þegar ég skutla krökkunum mínum í skólann og kyssi þau bless dettur mér ekki í hug að þetta gæti verið síðasta kveðjan. Tilhugsunin um þetta símtal, að barnið þitt hafi verið fórnarlamb skotárás, það er handan skilningi okkar sem mannverum,“ sagði Corden. Bætti hann við að hann ætti erfitt með að skilja þá sem sætta sig við að skotárásir á borð við þá í Texas séu hliðarafurð rúmrar skotvopnalöggjafar Bandaríkjanna. Colbert talaði á svipuðum nótum og í tilfinnaþrungnu innslagi hvatti hann leiðtoga Bandaríkjanna til að gera eitthvað í málinu. Þá hvatti hann kjósendur til að kjósa þá sem segjast ætla að herða skotvopnalöggjöfina. „Bænir munu ekki binda enda á þetta, en þitt atkvæði gæti gert það. Næst þegar þú kýst skaltu spyrja þig þessarar spurningar. Hver af þeim sem er að bjóða sig fram hefur sagt opinberlega að hann muni gera allt sem hann geti til að vernda barnið þitt fyrir þessum glæpsamlega og brjálæðislega fjölda byssa í Bandaríkjunum? Jimmy Fallon, stjórnandi The Tonight Show, nýtti viðtal sitt við Jen Psaki, blaðafulltrúa Hvíta hússins, til að taka á málinu. Psaki var með tárin í augunum þegar hún talaði um skotárásina. „Ég held að eins og svo margir foreldrar um allt hafi ég verið að hugsa um hvort ég ætti að senda barnið mitt í leikskólann í dag og hvort það væri öruggt. Er hún örugg þar? Hvers konar öryggisgæsla er þar? Ætti að vera öryggisgæsla þar?“ Árásin í Uvalde er mannskæðasta skólaskotárás Bandaríkjanna frá því árið 2012 þegar 26 manns, þar af tuttugu börn, voru myrt í Sandy Hook skólanum í Connecticut. Þrátt fyrir mikinn vilja forsetans og margra bandamanna hans í Demókrataflokknum er talið ólíklegt að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Bíó og sjónvarp Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira