„Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2022 20:14 Jimmy Kimmel tók upp sérstakt innslag til að ræða skotárásina í Texas. Skjáskot Skotárásin í Robb-grunnskólanum í Texas í Bandaríkjunum í vikunni var ofarlega í huga helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna í þáttum þeirra eftir árásina mannskæðu. Jimmy Kimmel, sem stýrir Jimmy Kimmel Live!, og hefur verið mjög gagnrýnin á þá stjórnmálamenn sem koma í veg fyrir að skotvopnalöggjöf verði hert í Bandaríkjunum, tók upp sérstakt innslag vegna árásarinnar. Þar mátti sjá að hann átti erfitt með sig, er hann gagnrýndi sömu stjórnmálamenn aftur. „Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar,“ sagði Kimmel. Gagnrýndi hann þá stjórnmálamenn og klappstýrur þeirra sem segja að mikilvægt sé að gera skotárásir á borð við þá sem átti sér stað í Texas í vikunni ekki að pólitísku bitbeini. „Þeir gagnrýna forsetann okkar um leið og hann byrjar að ræða um að gera eitthvað til að stoppa þetta. Vegna þess að þeir vilja ekki ræða þetta. Vegna þess að þeir vita hvað þeir hafa gert. Þeir vita að það er óverjandi þannig að þeir vilja frekar sópa þessu undir teppið,“ sagði Kimmel. Stephen Colbert og James Corden, sem stýra The Late Show og The Late Late Show, tóku einnig upp sérstök innslög vegna skotárásarinnar. Corden, sem er breskur, sagðist ekki geta skilið tilganginn með þessum skotárásum. Skotvopnalöggjöf í Bretlandi var hert til muna eftir skotárás í skoskum skóla árið 1996, þar sem 21 týndi lífi. „Þegar ég skutla krökkunum mínum í skólann og kyssi þau bless dettur mér ekki í hug að þetta gæti verið síðasta kveðjan. Tilhugsunin um þetta símtal, að barnið þitt hafi verið fórnarlamb skotárás, það er handan skilningi okkar sem mannverum,“ sagði Corden. Bætti hann við að hann ætti erfitt með að skilja þá sem sætta sig við að skotárásir á borð við þá í Texas séu hliðarafurð rúmrar skotvopnalöggjafar Bandaríkjanna. Colbert talaði á svipuðum nótum og í tilfinnaþrungnu innslagi hvatti hann leiðtoga Bandaríkjanna til að gera eitthvað í málinu. Þá hvatti hann kjósendur til að kjósa þá sem segjast ætla að herða skotvopnalöggjöfina. „Bænir munu ekki binda enda á þetta, en þitt atkvæði gæti gert það. Næst þegar þú kýst skaltu spyrja þig þessarar spurningar. Hver af þeim sem er að bjóða sig fram hefur sagt opinberlega að hann muni gera allt sem hann geti til að vernda barnið þitt fyrir þessum glæpsamlega og brjálæðislega fjölda byssa í Bandaríkjunum? Jimmy Fallon, stjórnandi The Tonight Show, nýtti viðtal sitt við Jen Psaki, blaðafulltrúa Hvíta hússins, til að taka á málinu. Psaki var með tárin í augunum þegar hún talaði um skotárásina. „Ég held að eins og svo margir foreldrar um allt hafi ég verið að hugsa um hvort ég ætti að senda barnið mitt í leikskólann í dag og hvort það væri öruggt. Er hún örugg þar? Hvers konar öryggisgæsla er þar? Ætti að vera öryggisgæsla þar?“ Árásin í Uvalde er mannskæðasta skólaskotárás Bandaríkjanna frá því árið 2012 þegar 26 manns, þar af tuttugu börn, voru myrt í Sandy Hook skólanum í Connecticut. Þrátt fyrir mikinn vilja forsetans og margra bandamanna hans í Demókrataflokknum er talið ólíklegt að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Bíó og sjónvarp Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Sjá meira
Jimmy Kimmel, sem stýrir Jimmy Kimmel Live!, og hefur verið mjög gagnrýnin á þá stjórnmálamenn sem koma í veg fyrir að skotvopnalöggjöf verði hert í Bandaríkjunum, tók upp sérstakt innslag vegna árásarinnar. Þar mátti sjá að hann átti erfitt með sig, er hann gagnrýndi sömu stjórnmálamenn aftur. „Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar,“ sagði Kimmel. Gagnrýndi hann þá stjórnmálamenn og klappstýrur þeirra sem segja að mikilvægt sé að gera skotárásir á borð við þá sem átti sér stað í Texas í vikunni ekki að pólitísku bitbeini. „Þeir gagnrýna forsetann okkar um leið og hann byrjar að ræða um að gera eitthvað til að stoppa þetta. Vegna þess að þeir vilja ekki ræða þetta. Vegna þess að þeir vita hvað þeir hafa gert. Þeir vita að það er óverjandi þannig að þeir vilja frekar sópa þessu undir teppið,“ sagði Kimmel. Stephen Colbert og James Corden, sem stýra The Late Show og The Late Late Show, tóku einnig upp sérstök innslög vegna skotárásarinnar. Corden, sem er breskur, sagðist ekki geta skilið tilganginn með þessum skotárásum. Skotvopnalöggjöf í Bretlandi var hert til muna eftir skotárás í skoskum skóla árið 1996, þar sem 21 týndi lífi. „Þegar ég skutla krökkunum mínum í skólann og kyssi þau bless dettur mér ekki í hug að þetta gæti verið síðasta kveðjan. Tilhugsunin um þetta símtal, að barnið þitt hafi verið fórnarlamb skotárás, það er handan skilningi okkar sem mannverum,“ sagði Corden. Bætti hann við að hann ætti erfitt með að skilja þá sem sætta sig við að skotárásir á borð við þá í Texas séu hliðarafurð rúmrar skotvopnalöggjafar Bandaríkjanna. Colbert talaði á svipuðum nótum og í tilfinnaþrungnu innslagi hvatti hann leiðtoga Bandaríkjanna til að gera eitthvað í málinu. Þá hvatti hann kjósendur til að kjósa þá sem segjast ætla að herða skotvopnalöggjöfina. „Bænir munu ekki binda enda á þetta, en þitt atkvæði gæti gert það. Næst þegar þú kýst skaltu spyrja þig þessarar spurningar. Hver af þeim sem er að bjóða sig fram hefur sagt opinberlega að hann muni gera allt sem hann geti til að vernda barnið þitt fyrir þessum glæpsamlega og brjálæðislega fjölda byssa í Bandaríkjunum? Jimmy Fallon, stjórnandi The Tonight Show, nýtti viðtal sitt við Jen Psaki, blaðafulltrúa Hvíta hússins, til að taka á málinu. Psaki var með tárin í augunum þegar hún talaði um skotárásina. „Ég held að eins og svo margir foreldrar um allt hafi ég verið að hugsa um hvort ég ætti að senda barnið mitt í leikskólann í dag og hvort það væri öruggt. Er hún örugg þar? Hvers konar öryggisgæsla er þar? Ætti að vera öryggisgæsla þar?“ Árásin í Uvalde er mannskæðasta skólaskotárás Bandaríkjanna frá því árið 2012 þegar 26 manns, þar af tuttugu börn, voru myrt í Sandy Hook skólanum í Connecticut. Þrátt fyrir mikinn vilja forsetans og margra bandamanna hans í Demókrataflokknum er talið ólíklegt að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Bíó og sjónvarp Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Sjá meira