Fær rúmlega þrjátíu og tvo milljarða til að eyða í leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2022 08:00 Thomas Tuchel hugsi yfir hvaða leikmenn hann ætti að fá til Chelsea í sumar. Catherine Ivill/Getty Images Nýir eigendur Chelsea eru tilbúnir að setja rúmlega 200 milljónir punda, eða 32 og hálfan milljarð íslenskra króna, í nýja leikmenn. Í gær, miðvikudag, var tilkynnt að enska úrvalsdeildin og bresk yfirvöld hefði samþykkt kauptilboð fjárfestahópsins sem Todd Boehly fer fyrir. Alls greiðir hópurinn 4,25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarða íslenskra króna fyrir félagið. Þó það sé deginum ljósara að nýir eigendur muni ekki dæla jafn miklu fjármagni í félagið og Roman Abramovich hefur gert á sínum tíma sem eigandi þá fær Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, dágóða summu til að eyða í leikmenn. Sú summa mun koma að góðum notum enda fjöldi leikmanna að renna út á samning og ljóst að Tuchel þarf að fjárfesta í nýjum leikmönnum til að liðið verði samkeppnishæft á næstu leiktíð. Þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger hefur staðfest að hann muni yfirgefa félagið í sumar. Talið er líklegast að hann sé að ganga í raðir Spánarmeistara Real Madríd. Samningar þeirra Andreas Christensen og César Azpilicueta renna einnig út í sumar en báðir eru orðaðir við Barcelona. Börsungar eru einnig taldir hafa áhuga á vinstri vængbakverðinum Marcos Alonso en samningur hans rennur út sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af miðjumanninum Jorginho sem er orðaður við Juventus. Þá er ekki víst hvort framherjarnir Romelu Lukaku og Timo Werner eigi framtíðina fyrir sér á Brúnni. Thomas Tuchel will be given as much as £200m to spend on players this summer by Chelsea's new owners — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 25, 2022 Það er því deginum ljósara að miklar breytingar munu verða á leikmannahóp Chelsea í sumar. Reikna má með að önnur félög séu í sömu hugleiðingum en Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur, mun víst fá rúmar 150 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn og þá má ætla að Erik ten Hag fái svigrúm og fjármagn til að bæta leikmannahóp Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Í gær, miðvikudag, var tilkynnt að enska úrvalsdeildin og bresk yfirvöld hefði samþykkt kauptilboð fjárfestahópsins sem Todd Boehly fer fyrir. Alls greiðir hópurinn 4,25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarða íslenskra króna fyrir félagið. Þó það sé deginum ljósara að nýir eigendur muni ekki dæla jafn miklu fjármagni í félagið og Roman Abramovich hefur gert á sínum tíma sem eigandi þá fær Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, dágóða summu til að eyða í leikmenn. Sú summa mun koma að góðum notum enda fjöldi leikmanna að renna út á samning og ljóst að Tuchel þarf að fjárfesta í nýjum leikmönnum til að liðið verði samkeppnishæft á næstu leiktíð. Þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger hefur staðfest að hann muni yfirgefa félagið í sumar. Talið er líklegast að hann sé að ganga í raðir Spánarmeistara Real Madríd. Samningar þeirra Andreas Christensen og César Azpilicueta renna einnig út í sumar en báðir eru orðaðir við Barcelona. Börsungar eru einnig taldir hafa áhuga á vinstri vængbakverðinum Marcos Alonso en samningur hans rennur út sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af miðjumanninum Jorginho sem er orðaður við Juventus. Þá er ekki víst hvort framherjarnir Romelu Lukaku og Timo Werner eigi framtíðina fyrir sér á Brúnni. Thomas Tuchel will be given as much as £200m to spend on players this summer by Chelsea's new owners — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 25, 2022 Það er því deginum ljósara að miklar breytingar munu verða á leikmannahóp Chelsea í sumar. Reikna má með að önnur félög séu í sömu hugleiðingum en Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur, mun víst fá rúmar 150 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn og þá má ætla að Erik ten Hag fái svigrúm og fjármagn til að bæta leikmannahóp Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira