Uppáhalds landsleikir Dagnýjar: „Allt gekk einhvern veginn upp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2022 09:01 Dagný Brynjarsdóttir tæklar Önnu Blaesse í leik Þýskalands og Íslands í undankeppni HM haustið 2017. Hún segist sennilega aldrei hafa spilað betri landsleik en þá. getty/Matthias Hangst Dagný Brynjarsdóttir segir að tveir landsleikir standi upp úr af þeim 101 sem hún hefur spilað. Hún skoraði í þeim báðum. Dagný komst í hundrað landsleikja klúbbinn í apríl þegar hún lék og skoraði í 0-5 sigri Íslands á Hvíta-Rússlandi í Belgrad í undankeppni HM 2023. Hún lék svo landsleik númer 101 þegar Ísland vann afar mikilvægan sigur á Tékklandi, 0-1, í undankeppni HM nokkrum dögum síðar. Blaðamaður Vísis ræddi við Dagnýju milli leikjanna gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi og bað hana um að nefna eftirminnilegustu leikina á tólf ára ferli í landsliðinu. Rangæyingurinn segir að tveir landsleikir standi upp úr, gegn Hollandi í lokaumferð riðlakeppninnar á EM 2013 og gegn Þýskalandi í undankeppni HM 2017. Dagný skoraði eina mark leiksins gegn Hollendingum en með sigrinum komust Íslendingar í átta liða úrslit EM. Hún skoraði svo tvö mörk í 2-3 sigri á Þýskalandi á útivelli. Það var fyrsti, og enn eini, sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands í A-landsleik karla og kvenna. „Ég held ég geti ekki valið einn stóran leik, þeir eru tveir. Það er leikurinn gegn Hollandi á EM 2013 en það er ekki hægt að horfa framhjá því þegar við unnum Þjóðverja 2-3 á útivelli í undankeppni HM,“ sagði Dagný. „Sá leikur var ótrúlega vel settur upp af þjálfurunum og vel framkvæmdur af okkur leikmönnunum. Allt gekk einhvern veginn upp í þeim leik. Þetta eru þeir tveir leikir sem standa mest upp úr.“ Klippa: Dagný um eftirminnilegustu landsleikina Sem fyrr sagði komu tvö af 34 landsliðsmörkum Dagnýjar í sigrinum frækna á Þýskalandi fyrir tæpum fimm árum. „Ég skoraði tvö og var með stoðsendingu. Þetta var örugglega einn af mínum betri landsleikjum,“ sagði Dagný sem er á leið á sitt þriðja Evrópumót með íslenska landsliðinu. Hún lagði upp eina mark Íslands á síðasta EM. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Dagný framlengdi við West Ham: „Fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur“ Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir verður áfram í London næstu árin en hún hefur gengið frá nýjum samningi við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. 20. maí 2022 13:30 Dagný hélt að umbinn væri að grínast þegar hann sagði henni af áhuga West Ham Dagný Brynjarsdóttir fann að hún var ekki tilbúin að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn þegar hún lék með Selfossi sumarið 2020. Hún hélt að umboðsmaðurinn sinn væri að grínast þegar hann sagði henni frá áhuga West Ham. 28. apríl 2022 09:00 Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak aftur með frábæra innkomu Messi slapp við refsingu fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Fyrsti leikur undir nýrri stjórn Í beinni: FH - Fram | Tækifæri til að blanda sér í toppbaráttuna „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Sjá meira
Dagný komst í hundrað landsleikja klúbbinn í apríl þegar hún lék og skoraði í 0-5 sigri Íslands á Hvíta-Rússlandi í Belgrad í undankeppni HM 2023. Hún lék svo landsleik númer 101 þegar Ísland vann afar mikilvægan sigur á Tékklandi, 0-1, í undankeppni HM nokkrum dögum síðar. Blaðamaður Vísis ræddi við Dagnýju milli leikjanna gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi og bað hana um að nefna eftirminnilegustu leikina á tólf ára ferli í landsliðinu. Rangæyingurinn segir að tveir landsleikir standi upp úr, gegn Hollandi í lokaumferð riðlakeppninnar á EM 2013 og gegn Þýskalandi í undankeppni HM 2017. Dagný skoraði eina mark leiksins gegn Hollendingum en með sigrinum komust Íslendingar í átta liða úrslit EM. Hún skoraði svo tvö mörk í 2-3 sigri á Þýskalandi á útivelli. Það var fyrsti, og enn eini, sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands í A-landsleik karla og kvenna. „Ég held ég geti ekki valið einn stóran leik, þeir eru tveir. Það er leikurinn gegn Hollandi á EM 2013 en það er ekki hægt að horfa framhjá því þegar við unnum Þjóðverja 2-3 á útivelli í undankeppni HM,“ sagði Dagný. „Sá leikur var ótrúlega vel settur upp af þjálfurunum og vel framkvæmdur af okkur leikmönnunum. Allt gekk einhvern veginn upp í þeim leik. Þetta eru þeir tveir leikir sem standa mest upp úr.“ Klippa: Dagný um eftirminnilegustu landsleikina Sem fyrr sagði komu tvö af 34 landsliðsmörkum Dagnýjar í sigrinum frækna á Þýskalandi fyrir tæpum fimm árum. „Ég skoraði tvö og var með stoðsendingu. Þetta var örugglega einn af mínum betri landsleikjum,“ sagði Dagný sem er á leið á sitt þriðja Evrópumót með íslenska landsliðinu. Hún lagði upp eina mark Íslands á síðasta EM.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Dagný framlengdi við West Ham: „Fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur“ Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir verður áfram í London næstu árin en hún hefur gengið frá nýjum samningi við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. 20. maí 2022 13:30 Dagný hélt að umbinn væri að grínast þegar hann sagði henni af áhuga West Ham Dagný Brynjarsdóttir fann að hún var ekki tilbúin að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn þegar hún lék með Selfossi sumarið 2020. Hún hélt að umboðsmaðurinn sinn væri að grínast þegar hann sagði henni frá áhuga West Ham. 28. apríl 2022 09:00 Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak aftur með frábæra innkomu Messi slapp við refsingu fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Fyrsti leikur undir nýrri stjórn Í beinni: FH - Fram | Tækifæri til að blanda sér í toppbaráttuna „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Sjá meira
Dagný framlengdi við West Ham: „Fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur“ Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir verður áfram í London næstu árin en hún hefur gengið frá nýjum samningi við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. 20. maí 2022 13:30
Dagný hélt að umbinn væri að grínast þegar hann sagði henni af áhuga West Ham Dagný Brynjarsdóttir fann að hún var ekki tilbúin að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn þegar hún lék með Selfossi sumarið 2020. Hún hélt að umboðsmaðurinn sinn væri að grínast þegar hann sagði henni frá áhuga West Ham. 28. apríl 2022 09:00
Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31