Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Ísland áfram í 8 liða úrslitin á EM Óskar Ófeigur Jónsson í Växjö skrifar 17. júlí 2013 10:58 Rakel Hönnudóttir í baráttunni í Växjö. Nordicphotos/AFP Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta skrifaði nýjan kafla í íslenska knattspyrnusögu í Vaxjö í dag með því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í Svíþjóð en það gerðu stelpurnar með því að vinna 1-0 sigur á Hollandi í lokaumferð B-riðilsins. Það var Dagný Brynjarsdótttir sem skoraði sigurmark íslenska liðsins á 29. mínútu leiksins með frábærum skalla og það var einkum frábær fyrri hálfleikur sem sló hollenska liðið út af laginu. Dagný var kosin besti leikmaður leiksins af UEFA. Íslenska liðið endaði þar með í þriðja sæti riðilsins á eftir Noregi og Þýskalandi en er komið áfram því liðið verður alltaf með fleiri stig en Danir sem urðu í 3. sæti í A-riðli. Íslenska liðið mætir annaðhvort Svíþjóð eða Frakklandi í átta liða úrslitunum en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hvort liðið verður mótherji íslensku stelpnanna í átta liða úrslitunum. Þetta var fyrsti sigur íslenska kvennalandsliðsins á stórmóti og með þessum sigri hafa stelpurnar tekið gríðarlega stórt skref fyrir litla Ísland. Samheldni, vinnusemi og mikið sjálfstraust frá fyrstu mínútu lagði grunninn að einstöku afreki. Íslenska liðið spilaði frábæran fyrri hálfleik. Vörnin hélt vel, Guðbjörg Gunnarsdóttir var mjög vakandi í markinu og íslenska liðinu tókst að búa ítrekað til góðar sóknir sem sköpuðu hættu. Það var nefnilega ekki eins og glæsilegt mark Dagnýjar Brynjarsdóttur á 29. mínútu hafi komið upp úr þurru. Íslenska liðið var lengstum með öll völd á vellinum í hálfleiknum, ávallt yfirvegaðar á boltanum og reyndu umfram allt að spila boltanum upp völlinn. Katrín Jónsdóttir átti Hörkuskalli eftir horn á 9. mínútu en hægri bakvörður Hollendinga bjargaði á línu. Hólmfríður Magnúsdóttir átti skot í stöngina á 15. mínútu eftir frábært hlaup upp vinstri vænginn. Hollenska liðið skapaði hættu í nokkur skipti en Guðbjörg Gunnarsdóttir greip oft vel inn í og varði síðan þrumuskot Lieke Martens af 25 metra færi í slána. Markið hennar Dagnýjar Brynjarsdóttur var síðan algjört augnakonfekt. Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæra fyrirgjöf frá vinstri inn í frábært hlaup Dagnýjar sem skallaði boltann glæsilega í markið. Seinni hálfleikurinn gekk ekki eins vel og hollenska liðið var mikið með boltann þar sem íslensku stelpunum gekk mjög illa að halda boltanum, ólíkt því sem var í fyrri hálfleiknum. Guðbjörg var áfram vakandi í markinu og hollenska liðið skapaði sér sem betur fer ekki góð færi. Það voru helst langskot sem ógnuðu eitthvapð íslenska markinu. Íslenska liðið hélt út, tókst að létta af pressuna þegar á leið hálfleikinn og fögnuðu síðan eins og brjálaðar þegar lokaflautið gall. Stórkostlegu dagur fyrir Ísland og íslenska kvennaknattspyrnu. Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta skrifaði nýjan kafla í íslenska knattspyrnusögu í Vaxjö í dag með því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í Svíþjóð en það gerðu stelpurnar með því að vinna 1-0 sigur á Hollandi í lokaumferð B-riðilsins. Það var Dagný Brynjarsdótttir sem skoraði sigurmark íslenska liðsins á 29. mínútu leiksins með frábærum skalla og það var einkum frábær fyrri hálfleikur sem sló hollenska liðið út af laginu. Dagný var kosin besti leikmaður leiksins af UEFA. Íslenska liðið endaði þar með í þriðja sæti riðilsins á eftir Noregi og Þýskalandi en er komið áfram því liðið verður alltaf með fleiri stig en Danir sem urðu í 3. sæti í A-riðli. Íslenska liðið mætir annaðhvort Svíþjóð eða Frakklandi í átta liða úrslitunum en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hvort liðið verður mótherji íslensku stelpnanna í átta liða úrslitunum. Þetta var fyrsti sigur íslenska kvennalandsliðsins á stórmóti og með þessum sigri hafa stelpurnar tekið gríðarlega stórt skref fyrir litla Ísland. Samheldni, vinnusemi og mikið sjálfstraust frá fyrstu mínútu lagði grunninn að einstöku afreki. Íslenska liðið spilaði frábæran fyrri hálfleik. Vörnin hélt vel, Guðbjörg Gunnarsdóttir var mjög vakandi í markinu og íslenska liðinu tókst að búa ítrekað til góðar sóknir sem sköpuðu hættu. Það var nefnilega ekki eins og glæsilegt mark Dagnýjar Brynjarsdóttur á 29. mínútu hafi komið upp úr þurru. Íslenska liðið var lengstum með öll völd á vellinum í hálfleiknum, ávallt yfirvegaðar á boltanum og reyndu umfram allt að spila boltanum upp völlinn. Katrín Jónsdóttir átti Hörkuskalli eftir horn á 9. mínútu en hægri bakvörður Hollendinga bjargaði á línu. Hólmfríður Magnúsdóttir átti skot í stöngina á 15. mínútu eftir frábært hlaup upp vinstri vænginn. Hollenska liðið skapaði hættu í nokkur skipti en Guðbjörg Gunnarsdóttir greip oft vel inn í og varði síðan þrumuskot Lieke Martens af 25 metra færi í slána. Markið hennar Dagnýjar Brynjarsdóttur var síðan algjört augnakonfekt. Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæra fyrirgjöf frá vinstri inn í frábært hlaup Dagnýjar sem skallaði boltann glæsilega í markið. Seinni hálfleikurinn gekk ekki eins vel og hollenska liðið var mikið með boltann þar sem íslensku stelpunum gekk mjög illa að halda boltanum, ólíkt því sem var í fyrri hálfleiknum. Guðbjörg var áfram vakandi í markinu og hollenska liðið skapaði sér sem betur fer ekki góð færi. Það voru helst langskot sem ógnuðu eitthvapð íslenska markinu. Íslenska liðið hélt út, tókst að létta af pressuna þegar á leið hálfleikinn og fögnuðu síðan eins og brjálaðar þegar lokaflautið gall. Stórkostlegu dagur fyrir Ísland og íslenska kvennaknattspyrnu.
Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira