Var tuttugu mínútum frá því að spila hundraðasta landsleikinn í nýjum skóm Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2022 09:00 Dagný Brynjarsdóttir er ein tólf fótboltakvenna sem hafa leikið hundrað landsleiki fyrir Ísland. vísir/bjarni Dagný Brynjarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland rúllaði yfir Hvíta-Rússland, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún bjóst ekki endilega við að ná þessum áfanga og litlu munaði að hún þyrfti að spila tímamótaleikinn í nýjum takkaskóm. „Ég var búin að bíða lengi eftir þessum leik. Við höfum spilað færri leiki vegna covid eftir að ég kom til baka eftir að ég átti son minn. Ég hélt ég myndi aldrei ná að spila hundraðasta leikinn. En svo kom loksins að honum og þá vantaði ferðatöskuna mína,“ sagði Dagný í samtali við Vísi á hóteli landsliðsins í Prag í gær. „Ég var ekki með takkaskó, legghlífar eða neitt. Þannig ég þurfti að fara í búð og kaupa allt. Ég var að fara að spila hundraðasta landsleikinn ekki í neinu frá sjálfri mér. En síðan kom taskan tuttugu mínútum fyrir brottför í leik með allt dótið. Þannig ég skipti um allt. Ég var tilbúin í leikinn og var að fara út af herberginu þegar taskan kom. Ég var ekki búin að sjá fyrir mér að spila hundraðasta landsleikinn í öllu nýju“ Gerði þetta enn sætara að skora Dagný spilaði því leikinn stóra í sínum skóm og með sínar legghlífar. Og tímamótaleikurinn hefði varla getað gengið betur hjá Dagnýju sem kom Íslandi á bragðið með sínu 34. landsliðsmarki. „Þetta er eitthvað sem ég er búin að bíða eftir síðan ég var átján ára. Þetta var ótrúlega gaman og sætt að ná loksins hundraðasta leiknum. Ég hefði vart getað beðið um betri leik. Auðvitað hefði verið gaman að hafa áhorfendur en það var flott að skora og vinna,“ sagði Dagný. „Auðvitað er ótrúlega gaman að skora og gerði þetta enn sætara. Mér er samt að mörgu leyti sama ef við vinnum. Þetta var mikilvægur leikur.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
„Ég var búin að bíða lengi eftir þessum leik. Við höfum spilað færri leiki vegna covid eftir að ég kom til baka eftir að ég átti son minn. Ég hélt ég myndi aldrei ná að spila hundraðasta leikinn. En svo kom loksins að honum og þá vantaði ferðatöskuna mína,“ sagði Dagný í samtali við Vísi á hóteli landsliðsins í Prag í gær. „Ég var ekki með takkaskó, legghlífar eða neitt. Þannig ég þurfti að fara í búð og kaupa allt. Ég var að fara að spila hundraðasta landsleikinn ekki í neinu frá sjálfri mér. En síðan kom taskan tuttugu mínútum fyrir brottför í leik með allt dótið. Þannig ég skipti um allt. Ég var tilbúin í leikinn og var að fara út af herberginu þegar taskan kom. Ég var ekki búin að sjá fyrir mér að spila hundraðasta landsleikinn í öllu nýju“ Gerði þetta enn sætara að skora Dagný spilaði því leikinn stóra í sínum skóm og með sínar legghlífar. Og tímamótaleikurinn hefði varla getað gengið betur hjá Dagnýju sem kom Íslandi á bragðið með sínu 34. landsliðsmarki. „Þetta er eitthvað sem ég er búin að bíða eftir síðan ég var átján ára. Þetta var ótrúlega gaman og sætt að ná loksins hundraðasta leiknum. Ég hefði vart getað beðið um betri leik. Auðvitað hefði verið gaman að hafa áhorfendur en það var flott að skora og vinna,“ sagði Dagný. „Auðvitað er ótrúlega gaman að skora og gerði þetta enn sætara. Mér er samt að mörgu leyti sama ef við vinnum. Þetta var mikilvægur leikur.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira