Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2022 14:42 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, vill ekki gefa upp hvort flokkurinn geri kröfu um borgarstjórastólinn. Vísir/Vilhelm Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, segir margt benda til að almenn ánægja sé með verk Pírata á síðasta kjörtímabili meðal kjósenda þar sem flokkurinn hafi verið sá eini í núverandi meirihlutasamstarfi sem bætti við sig fylgi milli kosninga. Það fari ekki á milli mála hvaða línur Píratar leggi í viðræðunum. „Við höfum stundum verið kölluð harðlínugræn þannig við viljum halda fast í loftslagsáherslurnar, Borgarlínu og vistvænar samgöngur og teljum ekki eðlilegt að víkja frá þeim áhersluatriðum,“ sagði Dóra Björt að loknum blaðamannafundi í Grósku í dag þar sem flokkarnir greindu frá upphafi meirihlutaviðræðna. „Við erum auðvitað líka flokkur lýðræðis og gagnsæis og það skiptir okkur miklu máli hvernig hlutirnir eru gerðir, fagleg vinnubrögð og upplýst ákvarðanataka. Þetta eru þættir sem við víkjum ekki frá enda tól og tæki í baráttunni gegn spillingu sem okkur er svo hugleikin,“ bætti hún við. Vill hafa Viðreisn með Takist Samfylkingu, Framsókn, Pírötum og Viðreisn að mynda meirihluta í borginni verða flokkarnir samtals með þrettán borgarfulltrúa af 23. Sumir hafa velt vöngum yfir því hvers vegna stærri flokkarnir hafi ákveðið að taka Viðreisn með í viðræðurnar í ljósi þess að þeir geti myndað meirihluta án Þórdísar Lóu Þórhallsdótturr, eina borgarfulltrúa Viðreisnar. Dóra Björt telur að það styrki meirihlutann að hafa breiðari skírskotun. „Mér finnst það lýðræðislegt að við séum aukinn meirihluti. Við höfum fleiri atkvæði á bakvið okkur sem þessi heild, við höfum fleiri raddir borgarbúa sem komast þá að borðinu. Við það að slípa ákvarðanatöku og sníða af annmarka og þannig að getum við átt upplýst og lýðræðislegt samtal fleirum til heilla.“ Hver á að verða næsti borgarstjóri? „Ég. Nei, það kemur allt í ljós,“ segir Dóra Björt létt í bragði. Ótímabært sé að ræða hvort Píratar geri kröfu um borgarstjórastólinn eða stjórn ákveðinna ráða og nefnda. „Við þurfum fyrst að ræða málefnin og komast að lendingu þar. Það er stóra myndin og það sem skiptir mestu máli. Svo er alltaf spurning hvernig eigi að fylgja því eftir og hvernig verkaskiptingin á að vera og utanumhaldið. Það skiptir líka máli en það er eitthvað sem kemur eftir á og mótast kannski svolítið í hugum okkar þegar við erum að skoða málefnin og vinna með þau.“ Reykjavík Píratar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna. 24. maí 2022 14:40 Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, segir margt benda til að almenn ánægja sé með verk Pírata á síðasta kjörtímabili meðal kjósenda þar sem flokkurinn hafi verið sá eini í núverandi meirihlutasamstarfi sem bætti við sig fylgi milli kosninga. Það fari ekki á milli mála hvaða línur Píratar leggi í viðræðunum. „Við höfum stundum verið kölluð harðlínugræn þannig við viljum halda fast í loftslagsáherslurnar, Borgarlínu og vistvænar samgöngur og teljum ekki eðlilegt að víkja frá þeim áhersluatriðum,“ sagði Dóra Björt að loknum blaðamannafundi í Grósku í dag þar sem flokkarnir greindu frá upphafi meirihlutaviðræðna. „Við erum auðvitað líka flokkur lýðræðis og gagnsæis og það skiptir okkur miklu máli hvernig hlutirnir eru gerðir, fagleg vinnubrögð og upplýst ákvarðanataka. Þetta eru þættir sem við víkjum ekki frá enda tól og tæki í baráttunni gegn spillingu sem okkur er svo hugleikin,“ bætti hún við. Vill hafa Viðreisn með Takist Samfylkingu, Framsókn, Pírötum og Viðreisn að mynda meirihluta í borginni verða flokkarnir samtals með þrettán borgarfulltrúa af 23. Sumir hafa velt vöngum yfir því hvers vegna stærri flokkarnir hafi ákveðið að taka Viðreisn með í viðræðurnar í ljósi þess að þeir geti myndað meirihluta án Þórdísar Lóu Þórhallsdótturr, eina borgarfulltrúa Viðreisnar. Dóra Björt telur að það styrki meirihlutann að hafa breiðari skírskotun. „Mér finnst það lýðræðislegt að við séum aukinn meirihluti. Við höfum fleiri atkvæði á bakvið okkur sem þessi heild, við höfum fleiri raddir borgarbúa sem komast þá að borðinu. Við það að slípa ákvarðanatöku og sníða af annmarka og þannig að getum við átt upplýst og lýðræðislegt samtal fleirum til heilla.“ Hver á að verða næsti borgarstjóri? „Ég. Nei, það kemur allt í ljós,“ segir Dóra Björt létt í bragði. Ótímabært sé að ræða hvort Píratar geri kröfu um borgarstjórastólinn eða stjórn ákveðinna ráða og nefnda. „Við þurfum fyrst að ræða málefnin og komast að lendingu þar. Það er stóra myndin og það sem skiptir mestu máli. Svo er alltaf spurning hvernig eigi að fylgja því eftir og hvernig verkaskiptingin á að vera og utanumhaldið. Það skiptir líka máli en það er eitthvað sem kemur eftir á og mótast kannski svolítið í hugum okkar þegar við erum að skoða málefnin og vinna með þau.“
Reykjavík Píratar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna. 24. maí 2022 14:40 Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna. 24. maí 2022 14:40
Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31
Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06