Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2022 14:31 Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni. Vísir/Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Píratar og Viðreisn boðuðu í dag til blaðamannafundar í Grósku til þess að tilkynna að þeir ætluðu að hefja formlegar meirihlutaviðræður í borginni. Tíu dagar eru liðnir frá sveitarstjórnarkosningur og þetta fyrstu formlegu viðræðurnar sem farið er í í borginni. „Það er samhljómur með þessum flokkum og við sjáum það í kosningabaráttunni að það var samhljómur í samgöngumálum, skipulagsmálum, velferðarmálum. Við höfum sagt að það þarf að byggja meira, það þarf að byggja hraðar og fölbreyttar, í öðrum hverfum og gera ný hverfi,“ segir Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni. „Við förum með það inn í þessar viðræður og ákall um breytingar víða. Ég heyri ekki annað en að þessir flokkar séu tilbúnir í það samstarf og samtal, annars væru þeir ekki hér í dag. Það er pólitísk ábyrgð okkar allra að mynda meirihluta“ segir Einar. Aðrir flokkar hafi ekki fundið flöt á samstarfi Hann segir ekki hægt að mynda meirihluta til hægri með Sjálfstæðisflokki. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur reynt mjög ítrekað að fá Viðreisn og VG til samtals og það hefur ekki lukkast hjá þeim. Þá er ekki eftir neinu að bíða heldur en að hefja þetta samtal og sjá hvert það leiðir.“ Hann segist ekki endilega hafa viljað fara í meirihlutaviðræður við aðra flokka en Samfylkingu, Pírata og Viðreisn, sem mynduðu bandalag að loknum kosningum um að haldast í hendur í viðræðum fyrst um sinn. „Ekkert endilega en það er samt sem áður mjög skýr krafa um breytingar og það hefði ekki verið óeðlilegt að þróa samtal með Sjálfstæðisflokki og öðrum flokkum, Flokki fólksins eða jafnvel Sósíalistum,“ segir Einar. „Ákallið um breytingar kallaði á það að þessir flokkar sem stjórnuðu borginni fyrir kosningar að aðrir flokkar myndu reyna að sjá hvort væri flötur á samstarfi. Það er hreinlega ekki valkostur í dag.“ „Það er nýr meirihluti því hinn meirihlutinn féll“ Einar kallaði í kosningabaráttunni eftir breytingum í borginni, sem flokkarnir sem hann ræðir nú meirihlutasamstarf við töljuðu ekkert sérstaklega fyrir, hafandi verið í meirihluta á liðnu kjörtímabili. Einar segist ekki vera að svíkja kjósendur með því að ganga Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn á hönd. „Það er nýtt upphaf. Það er nýr meirihluti, því hinn meirihlutinn féll. Þeir flokkar sme töluðu svona hafa ekki umboð til þess að halda áfram. Meirihlutinn féll og þá þarf að semja upp á nýtt. Ég legg bara áherslu á það og ég heyri það á þessum flokkum að þeir eru tilbúnir í breytingar og það er gott veganesti í þessar viðræður,“ segir Einar. Flokksmenn Framsóknar hafa kallað eftir því að Einar geri kröfu um borgarstjórastólinn í viðræðunum en hvorki hann né Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa gert það opinberlega. „Ég hef lýst því ítrekað yfir að mér finnst ekki skynsamlegt þegar menn eru að byrja að semja og eiga samtal um framtíð borgarinnar næstu fjögur ár að hefja það á einhverri kröfu og setja mönnum afarkosti,“ segir Einar. „Þau hér við borðið heyra þessa kröfu grasrótarinnar og gætu eflaust haldið fund sjálf og fengið sína flokksmenn til að segja það nákvæmlega sama. Við verðum að vera einbeitt í því að ná árangri og það er það sem skiptir máli.“ Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24. maí 2022 13:50 Vigdís telur næsta víst að Dagur verði borgarstjóri Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins, kveður nú borgarstjórn eftir fjögur viðburðarík ár. Reynslunni ríkari. Hún gaf ekki kost á sér í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vigdís telur víst að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri Reykvíkinga. 24. maí 2022 13:22 Dagur bað framkvæmdastjóra Grósku afsökunar Framsóknarflokkurinn í Reykjavík boðaði í morgun til blaðamannafundar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri til að tilkynna upphaf meirihlutaviðræðna flokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. 24. maí 2022 13:09 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Píratar og Viðreisn boðuðu í dag til blaðamannafundar í Grósku til þess að tilkynna að þeir ætluðu að hefja formlegar meirihlutaviðræður í borginni. Tíu dagar eru liðnir frá sveitarstjórnarkosningur og þetta fyrstu formlegu viðræðurnar sem farið er í í borginni. „Það er samhljómur með þessum flokkum og við sjáum það í kosningabaráttunni að það var samhljómur í samgöngumálum, skipulagsmálum, velferðarmálum. Við höfum sagt að það þarf að byggja meira, það þarf að byggja hraðar og fölbreyttar, í öðrum hverfum og gera ný hverfi,“ segir Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni. „Við förum með það inn í þessar viðræður og ákall um breytingar víða. Ég heyri ekki annað en að þessir flokkar séu tilbúnir í það samstarf og samtal, annars væru þeir ekki hér í dag. Það er pólitísk ábyrgð okkar allra að mynda meirihluta“ segir Einar. Aðrir flokkar hafi ekki fundið flöt á samstarfi Hann segir ekki hægt að mynda meirihluta til hægri með Sjálfstæðisflokki. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur reynt mjög ítrekað að fá Viðreisn og VG til samtals og það hefur ekki lukkast hjá þeim. Þá er ekki eftir neinu að bíða heldur en að hefja þetta samtal og sjá hvert það leiðir.“ Hann segist ekki endilega hafa viljað fara í meirihlutaviðræður við aðra flokka en Samfylkingu, Pírata og Viðreisn, sem mynduðu bandalag að loknum kosningum um að haldast í hendur í viðræðum fyrst um sinn. „Ekkert endilega en það er samt sem áður mjög skýr krafa um breytingar og það hefði ekki verið óeðlilegt að þróa samtal með Sjálfstæðisflokki og öðrum flokkum, Flokki fólksins eða jafnvel Sósíalistum,“ segir Einar. „Ákallið um breytingar kallaði á það að þessir flokkar sem stjórnuðu borginni fyrir kosningar að aðrir flokkar myndu reyna að sjá hvort væri flötur á samstarfi. Það er hreinlega ekki valkostur í dag.“ „Það er nýr meirihluti því hinn meirihlutinn féll“ Einar kallaði í kosningabaráttunni eftir breytingum í borginni, sem flokkarnir sem hann ræðir nú meirihlutasamstarf við töljuðu ekkert sérstaklega fyrir, hafandi verið í meirihluta á liðnu kjörtímabili. Einar segist ekki vera að svíkja kjósendur með því að ganga Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn á hönd. „Það er nýtt upphaf. Það er nýr meirihluti, því hinn meirihlutinn féll. Þeir flokkar sme töluðu svona hafa ekki umboð til þess að halda áfram. Meirihlutinn féll og þá þarf að semja upp á nýtt. Ég legg bara áherslu á það og ég heyri það á þessum flokkum að þeir eru tilbúnir í breytingar og það er gott veganesti í þessar viðræður,“ segir Einar. Flokksmenn Framsóknar hafa kallað eftir því að Einar geri kröfu um borgarstjórastólinn í viðræðunum en hvorki hann né Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa gert það opinberlega. „Ég hef lýst því ítrekað yfir að mér finnst ekki skynsamlegt þegar menn eru að byrja að semja og eiga samtal um framtíð borgarinnar næstu fjögur ár að hefja það á einhverri kröfu og setja mönnum afarkosti,“ segir Einar. „Þau hér við borðið heyra þessa kröfu grasrótarinnar og gætu eflaust haldið fund sjálf og fengið sína flokksmenn til að segja það nákvæmlega sama. Við verðum að vera einbeitt í því að ná árangri og það er það sem skiptir máli.“
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24. maí 2022 13:50 Vigdís telur næsta víst að Dagur verði borgarstjóri Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins, kveður nú borgarstjórn eftir fjögur viðburðarík ár. Reynslunni ríkari. Hún gaf ekki kost á sér í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vigdís telur víst að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri Reykvíkinga. 24. maí 2022 13:22 Dagur bað framkvæmdastjóra Grósku afsökunar Framsóknarflokkurinn í Reykjavík boðaði í morgun til blaðamannafundar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri til að tilkynna upphaf meirihlutaviðræðna flokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. 24. maí 2022 13:09 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24. maí 2022 13:50
Vigdís telur næsta víst að Dagur verði borgarstjóri Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins, kveður nú borgarstjórn eftir fjögur viðburðarík ár. Reynslunni ríkari. Hún gaf ekki kost á sér í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vigdís telur víst að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri Reykvíkinga. 24. maí 2022 13:22
Dagur bað framkvæmdastjóra Grósku afsökunar Framsóknarflokkurinn í Reykjavík boðaði í morgun til blaðamannafundar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri til að tilkynna upphaf meirihlutaviðræðna flokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. 24. maí 2022 13:09