Innlent

Meiri­hluta­við­ræður í Kópa­vogi á loka­metrunum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ásdís Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir meirihlutaviðræður flokksins og Framsóknar á lokametrunum. 
Ásdís Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir meirihlutaviðræður flokksins og Framsóknar á lokametrunum.  Vísir/Arnar

Meirihlutaviðræður Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi eru á lokametrunum. Flokkarnir vonast til þess að hægt verði að greina frá hvernig línur liggja í þessari viku. 

„Við erum bara á lokametrunum með þetta. Vinnan hefur gengið vel og við vonumst að það verði eitthvað að frétta frá okkur í vikunni. Við stefnum að því en erum bara að vanda til verka,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í samtali við fréttastofu. 

Formlegar viðræður milli flokkanna hófust á fimmtudag og gerði Ásdís tilkall til bæjarstjórastólsins daginn eftir. Hún segir það enn vera línuna. 

„Við höfum sagt það opinberlega að sem stærsti flokkurinn gerum við tilkall til bæjarstjórastólsins en svo kemur það í ljós þegar við kynnum málefnasamninginn hvernig við skiptum hlutverkum á milli okkar,“ segir Ásdís. 

Þó sé ekki verið að horfa frekar á málefnin en hlutverkin heldur sé verið að vinna þetta heildstætt. 

„Við erum að horfa á þetta heildstætt. Annars vegar að skipta með okkur hlutverkum en svo hefur vinnan núna síðustu daga farið í að móta áherslur okkar sameiginlega og forgangsraða þeim verkefnum sem við ætlum að klára á kjörtímabilinu.“ 


Tengdar fréttir

Oftast strikað yfir nafn Hannesar í Kópavogi

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi strikuðu alls sjötíu sinnum yfir nafn Hannesar Steindórssonar eða færðu hann neðar á lista í bæjarstjórnarkosninunum um liðna helgi.

Hefja form­legar við­ræður í Kópa­vogi

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa ákveðið að hefja „formlegar viðræður“ um myndun meirihluta í bæjarstjór.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×