Innlent

Oftast strikað yfir nafn Hannesar í Kópavogi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hannes Steindórsson var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og mun taka sæti í bæjarstjórn Kópavogs.
Hannes Steindórsson var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og mun taka sæti í bæjarstjórn Kópavogs. Aðsend

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi strikuðu alls sjötíu sinnum yfir nafn Hannesar Steindórssonar eða færðu hann neðar á lista í bæjarstjórnarkosninunum um liðna helgi.

Þetta kemur fram á vef Kópavogs þar sem búið er að birta yfirlit yfir útstrikanir í nýafstöðnum bæjarstjórnarkosningum.

Breytingarnar voru sem hér segir:

  • B listi Framsóknarflokksins: Alls var 17 atkvæðaseðlum breytt.
  • C listi Viðreisnar: Alls var 12 atkvæðaseðlum breytt.
  • D listi Sjálfstæðisflokks: Alls var 114 atkvæðaseðlum breytt.
  • M listi Miðflokksins: Alls var 9 atkvæðaseðlum breytt.
  • P listi Pírata: Alls var 8 atkvæðaseðlum breytt.
  • S listi Samfylkingarinnar: Alls var 19 atkvæðaseðlum breytt.
  • V listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs: Alls var 1 atkvæðaseðli breytt.
  • Y listi Vina Kópavogs: Alls var 9 atkvæðaseðlum breytt.

Þar kemur fram að fjöldi breyttra atkvæða hafi verið 189. Flestar breytingar voru gerðar á D-lista Sjálfstæðisflokksins eða 114. Langoftast var strikað yfir nafn Hannesar eða hann færður neðar á lista, eða alls sjötíu sinnum. Fasteignasalinn Hannes skipaði fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og mun hann taka sæti í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem náði fjórum fulltrúum inn.

Alls var nítján sinnum strikað yfir nafn Ásdísar Kristjánsdóttur eða hún færð neðar á lista. Ásdís er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Fjórtán sinnum var strikað yfir nafn Bergljótar Kristinsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bænum, eða nafn hennar fært neðar á lista.

Ellefu sinnum var strikað yfir nafn Orra Vignis Hlöðverssonar, oddvita Framsóknarflokksins, eða nafn hans fært neðar á lista.

Útstrikanir höfðu ekki áhrif á það hverjir náðu kjöri í bæjarstjórn Kópavogs. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa hafið formlegar viðræður um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum.


Tengdar fréttir

Ás­dís gerir til­kall til bæjar­stjóra­stólsins

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir viðræður Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna ganga vel og að afstaða Sjálfstæðismanna sé skýr; stærsti flokkurinn eigi að fá bæjarstjórastólinn.

Hefja form­legar við­ræður í Kópa­vogi

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa ákveðið að hefja „formlegar viðræður“ um myndun meirihluta í bæjarstjór.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.