Vaktin: Ungverjaland lýsir yfir neyðarástandi Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 24. maí 2022 06:39 Viktor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. Getty Í dag eru sléttir þrír mánuðir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Eyðileggingin í Úkraínu er gífurleg og þúsundir hafa fallið, bæði hermenn og óbreyttir borgarar. Þá hafa rússneskir hermenn verið sakaðir um fjölmörg ódæði og stríðsglæpi. Rússar gerðu upprunalega innrás í Úkraínu úr öllum áttum en sókn þeirra að Kænugarði var stöðvuð. Nú leggja þeir mesta áherslu á að ná tökum á Donbas-hérað og suðurhluta Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Bardagar í austurhluta Úkraínu gætu ráðið örlögum Úkraínu, samkvæmt Oleksandr Motuzyanyk, talsmanni Varnarmálaráðuneytis Úkraínu. Hann sagði í dag að þrýstingurinn á úkraínska hermenn hefði aldrei verið meiri en nú og ástandið í austri væri gífurlega erfitt. Úkraínumenn skutu niður rússneska orrustuþotu á dögunum en henni var flogið af fyrrverandi herforingja í rússneska flughernum. Sá hét Kanamat Botashev og dó þegar Su-25 þota hans var skotin niður yfir Luhansk á sunnudaginn. Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur gagnrýnt þann síðarnefnda harðlega í morgun. Hann segir Pútín vera galinn og segir hann hafa vaðið út í heimskulegt stríð þar sem saklausu fólki, bæði frá Úkraínu og Rússlandi, sé slátrað. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa hyggjast styrkja tengslin við Kína enn frekar, þó hann sé enn opinn fyrir því að endurnýja samskiptin við Vesturlönd, sem hann sakar um að stunda áróður gegn Rússum. Lavrov segir stjórnvöld í Rússlandi nú vinna að því að finna áreiðanlega birgja til að versla við og að í framtíðinni muni þau aðeins reiða sig á „áreiðanleg“ ríki til að vera ekki háð Vesturlöndum. Hinn afar umdeildi forseti Fillippseyja, Rodrigo Duterte, hefur gagnrýnt Vladimir Pútín Rússlandsforseta fyrir að myrða almenna borgara í Úkraínu. „Ég drep glæpamenn, ég drep ekki börn og eldra fólk,“ sagði Duterte eftir að hafa viðurkennt að báðir hefðu leiðtogarnir verið kallaðir morðingjar. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna stríðsins í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Rússar gerðu upprunalega innrás í Úkraínu úr öllum áttum en sókn þeirra að Kænugarði var stöðvuð. Nú leggja þeir mesta áherslu á að ná tökum á Donbas-hérað og suðurhluta Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Bardagar í austurhluta Úkraínu gætu ráðið örlögum Úkraínu, samkvæmt Oleksandr Motuzyanyk, talsmanni Varnarmálaráðuneytis Úkraínu. Hann sagði í dag að þrýstingurinn á úkraínska hermenn hefði aldrei verið meiri en nú og ástandið í austri væri gífurlega erfitt. Úkraínumenn skutu niður rússneska orrustuþotu á dögunum en henni var flogið af fyrrverandi herforingja í rússneska flughernum. Sá hét Kanamat Botashev og dó þegar Su-25 þota hans var skotin niður yfir Luhansk á sunnudaginn. Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur gagnrýnt þann síðarnefnda harðlega í morgun. Hann segir Pútín vera galinn og segir hann hafa vaðið út í heimskulegt stríð þar sem saklausu fólki, bæði frá Úkraínu og Rússlandi, sé slátrað. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa hyggjast styrkja tengslin við Kína enn frekar, þó hann sé enn opinn fyrir því að endurnýja samskiptin við Vesturlönd, sem hann sakar um að stunda áróður gegn Rússum. Lavrov segir stjórnvöld í Rússlandi nú vinna að því að finna áreiðanlega birgja til að versla við og að í framtíðinni muni þau aðeins reiða sig á „áreiðanleg“ ríki til að vera ekki háð Vesturlöndum. Hinn afar umdeildi forseti Fillippseyja, Rodrigo Duterte, hefur gagnrýnt Vladimir Pútín Rússlandsforseta fyrir að myrða almenna borgara í Úkraínu. „Ég drep glæpamenn, ég drep ekki börn og eldra fólk,“ sagði Duterte eftir að hafa viðurkennt að báðir hefðu leiðtogarnir verið kallaðir morðingjar. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna stríðsins í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira