Erik ten Hag var meðal áhorfenda á Selhurst Park í gær þegar Manchester United tapaði á móti Crystal Palace í lokaleik sínum á tímabilinu.
We are delighted to announce the appointment of Mitchell van der Gaag and Steve McClaren as Erik ten Hag's assistant coaches.
— Manchester United (@ManUtd) May 23, 2022
A warm welcome to them both! #MUFC
Nýju aðstoðarmennirnir sátu þar við hlið hans eins þeir eru Mitchell van der Gaag og Steve McClaren.
Ten Hag vildi fá þá með sér en hann hefur unnið með þeim áður. Van der Gaag var aðstoðarmaður hans hjá Ajax og þá vann ten Hag sem aðstoðarmaður hjá McClaren hjá Twente.
McClaren er líka að snúa aftur á Old Trafford nú tuttugu árum eftir að hann starfaði þar síðast.
McClaren var nefnilega aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson frá 1999 til 2001 og tók meðal annars þátt í þrennutímabilinu ógleymanlega. Hann kom snemma árs og þá í staðinn fyrir Brian Kidd.
United vann enska meistaratitilinn á öllum þremur tímabilunum sem McClaren starfaði sem aðstoðarmaður Ferguson.
McClaren tók seinna við enska landsliðinu, hann gerði Twente að hollenskum meisturum og var síðast yfirmaður knattspyrnumála Derby County áður en félagið fór í gjaldþrotameðferðina.