Enski boltinn

Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Robin Olsen fékk fyrir ferðina þegar hann gekk af velli eftir leik Manchester City og Aston Villa.
Robin Olsen fékk fyrir ferðina þegar hann gekk af velli eftir leik Manchester City og Aston Villa.

Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

Þúsundir stuðningsmanna City flykktust inn á völlinn eftir að liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn með 3-2 endurkomusigri á Villa.

Þegar Olsen gekk af velli hljóp stuðningsmaður City að sænska markverðinum og sló hann í höfuðið.

Villa sendi í kjölfarið frá yfirlýsingu þar sem fram kom að það væri allt í lagi með Olsen, ekki væri vitað hvort stuðningsmaðurinn hefði slegið hann viljandi og félagið ætlaði ekki að senda inn formlega kvörtun vegna atviksins.

Lögreglan í Manchester lítur málið þó alvarlegum augun og hefur kært tvo stuðningsmenn vegna þess.

City sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem félagið bað Olsen afsökunar og sagði að ef stuðningsmaðurinn fyndist yrði hann dæmdur í heimaleikjabann.

Atvikið á Etihad var þriðja slíka atvikið á einni viku þar sem stuðningsmenn flykkjast inn á völl eftir leik og verða til vandræða. Eftir leik Sheffield United og Nottingham Forest á þriðjudaginn skallaði stuðningsmaður Forest Billy Sharp, leikmann Sheffield United. Hann var dæmdur í 24 vikna fangelsi. 

Á fimmtudaginn lenti Patrick Viera, knattspyrnustjóra Crystal Palace, svo saman við stuðningsmann Everton eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni.

Olsen, sem er markvörður sænska landsliðsins, lék sinn fyrsta leik með Villa í gær. Hann kom til liðsins á láni frá Roma í janúar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×