Erlent

Sker upp her­ör í lofts­lags­málum eftir „glataðan ára­tug“ í Ástralíu

Árni Sæberg skrifar
Anthony Albanese er verðandi forsætisráðherra Ástralíu.
Anthony Albanese er verðandi forsætisráðherra Ástralíu. Lisa Maree Williams/Getty Images

Verðandi forsætisráðherra Ástralíu boðar meiriháttar breytingar á sviði loftslagsmála, eftir að hafa verið kjörinn í þingkosningum um helgina.

Enn er verið að telja atkvæði en sigurvegari kosninganna er talinn vera Verkamannaflokkurinn, þar sem Anthony Albanese er formaður. 

Albanese heitir því að nú verði Ástralía gerð að stórveldi í endurnýjanlegri orku og að nú sé tækifæri til að binda enda á stríðið í kringum loftslagsmál í landinu. Að vísu er Albanese sagður hafa veigrað sér við að taka afdráttarlaust fyrir frekari vöxt kolaiðnaðarins í landinu.

Verðandi utanríkismálaráðherra í ríkisstjórn Albaneses, segir nauðsynlegt að ný stjórn skeri upp herör í loftslagsmálum eftir „glataðan áratug.“ Ríkistjórn fráfarandi forsætisráðherrans Scotts Morrison, lét lítið að sér kveða í málaflokknum.

Flokkur Morrisons, Frjálslyndi flokkurinn, beið vægast sagt afhroð í kosningunum en miðað við fyrstu tölur tapar hann ríflega fimmtán þingsætum yfir til Verkamannaflokksins.


Tengdar fréttir

Albanese næsti forsætisráðherra Ástralíu

Í dag var fóru fram þingkosningar í Ástralíu þar sem kosið var til setu á neðri deild ástralska þingsins. Verkamannaflokkurinn, leiddur af Anthony Albanese, sigraði kosningarnar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×