Vaktin: Rússar hafa náð yfirráðum í Azovstal Hólmfríður Gísladóttir, Eiður Þór Árnason og Bjarki Sigurðsson skrifa 20. maí 2022 06:32 Úkraínskir hermenn að yfirgefa Azovstal-stálverið í Maríupól. Vísir/AP Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa sakað Rússa um að „vopnavæða“ matvælaöryggi í heiminum en Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, segir Rússa ekki munu greiða fyrir útflutningi frá Úkraínu nema gegn afléttingu refsiaðgerða. „Þannig virka hlutirnir ekki, við erum ekki fávitar,“ sagði hann í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa hafa gjöreyðilagt Donbas, sem þeir segjast vilja „frelsa“ og að svæðið sé nú hreint helvíti. Vadim Shishimarin, 21 árs rússneskur hermaður sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæp í Úkraínu, hefur játað að hafa orðið saklausum manni að bana og beðið eiginkonu hans fyrirgefningar. Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði með leiðtogum Svíþjóðar og Finnlands í gær og sagði ríkin njóta fulls stuðings Bandaríkjanna í umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Tyrkir segjast hins vegar enn munu neita ríkjunum um aðild. Rannsókn Spiegel og rússneska miðilsins iStories hefur leitt í ljós að yngsta dóttir Vladimir Pútín Rússlandsforseta ferðaðist að minnsta kosti 50 sinnum til Þýskalands á árunum 2017 til 2019. Pútín hefur sjálfur gagnrýnt auðmenn fyrir tengsl þeirra við Evrópu. Forsvarsmenn McDonald's hafa komist að samkomulagi við Alexander nokkurn Govor um kaup á öllum veitingastöðum keðjunnar í Rússlandi. Govor hyggst reka staðina áfram undir öðru nafni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa hafa gjöreyðilagt Donbas, sem þeir segjast vilja „frelsa“ og að svæðið sé nú hreint helvíti. Vadim Shishimarin, 21 árs rússneskur hermaður sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæp í Úkraínu, hefur játað að hafa orðið saklausum manni að bana og beðið eiginkonu hans fyrirgefningar. Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði með leiðtogum Svíþjóðar og Finnlands í gær og sagði ríkin njóta fulls stuðings Bandaríkjanna í umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Tyrkir segjast hins vegar enn munu neita ríkjunum um aðild. Rannsókn Spiegel og rússneska miðilsins iStories hefur leitt í ljós að yngsta dóttir Vladimir Pútín Rússlandsforseta ferðaðist að minnsta kosti 50 sinnum til Þýskalands á árunum 2017 til 2019. Pútín hefur sjálfur gagnrýnt auðmenn fyrir tengsl þeirra við Evrópu. Forsvarsmenn McDonald's hafa komist að samkomulagi við Alexander nokkurn Govor um kaup á öllum veitingastöðum keðjunnar í Rússlandi. Govor hyggst reka staðina áfram undir öðru nafni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira