Fótbolti

„Einn fáviti skemmdi ótrúlegt kvöld af fótbolta“

Atli Arason skrifar
Billy Sharp er fyrirliði Sheffield United.
Billy Sharp er fyrirliði Sheffield United. Getty Images

Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, varð fyrir fólskulegri árás eftir leik Nottingham Forest og Sheffield United í undanúrslitum í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Nottingham Forest vann viðureignina í vítaspyrnukeppni og eftir leikslok fylltist leikvöllurinn af stuðningsmönnum Forest. Einn stuðningsmanna Forest hjólaði beint í áttina að Sharp og flugskallaði fyrirliðann á meðan hann var að horfa í aðra átt.

„Einn fáviti skemmdi ótrúlegt kvöld af fótbolta,“ skrifaði Sharp á Instagram í dag.

Sharp spilaði eitt tímabil með Nottingham Forest tímabilið 2012-2013 og lág hann óvígur eftir á grasinu í kjölfar árásarinnar en það varð að sauma nokkur spor í höfuð hans.

„Hamingjuóskir til Nottingham Forest fyrir sigurinn og ég óska þeim góðs gengis í úrslitaleiknum. Sem fyrrum leikmaður Forest þá mun ég ekki láta eitt skemmt epli eyðileggja þá virðingu sem ég ber fyrir stuðningsmönnum Forest.“

Lögreglan í Nottinghamskíri hefur handtekið 31 ára karlmann sem er grunaður um þessa árás og mun hann vera yfirheyrður á næstu dögum. Sky hefur birt myndbrot af árásinni sem má sjá með því að smella hér.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.