Andlát vegna Covid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2022 07:26 Á vef Landlæknis segir að áreiðanlegasta aðferðin til að meta fjölda andláta á tímum Covid-19 sé sennilega að skoða svokölluð umframdauðsföll. Þar sé fjöldi dauðsfalla af öllum orsökum borinn saman við meðalfjölda andláta undanfarinna ára. Vísir/Vilhelm Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins. Frá þessu segir á vef Embættis landlæknisni, en um er að ræða andlát þar sem Covid-19 hefur greinst innan 28 daga fyrir andlátið og valdið dauða viðkomandi samkvæmt dánarvottorði. Þar er útskýrt að dánarvottorð berist að jafnaði ekki til landlæknis fyrr en mörgum vikum eftir andlát og séu því ekki hentug til að fylgjast með dánarorsökum í rauntíma. „Sjúkrahús höfðu sent tilkynningar beint til sóttvarnalæknis um dauðsföll vegna COVID-19 frá upphafi faraldurs. Samtals hefur þannig borist 101 tilkynning um andlát til sóttvarnalæknis á ofangreindu tímabili. Árið 2020 voru tvö andlát ekki tilkynnt og árið 2022 voru 50 andlát ekki tilkynnt miðað við dánarvottorð. Skýringin á því að ekki voru öll dauðsföll tilkynnt beint til sóttvarnalæknis á þessu ári er sú að ekki var óskað eftir því fyrr í lok febrúar 2022 að allar heilbrigðisstofnanir sendu slíkar tilkynningar. Hjúkrunarheimili voru því ekki að senda tilkynningar beint til sóttvarnalæknis í byrjun árs og hafa ekki öll haft tök á að senda þær. Hjúkrunarheimilin og sóttvarnalæknir hafa verið meðvituð um þetta misræmi og að endanlegur fjöldi COVID-19 tengdra dauðsfalla lægi ekki fyrir fyrr en eftir yfirferð dánarvottorða,“ segir á vef Landlæknis, en stofnanir eru þar áfram beðnar um að tilkynna dauðsföll vegna Covid-19 beint til sóttvarnalæknis. Í apríl voru átján andlát tilkynnt og eitt það sem af er maímánuði. Umframdauðsföll Ennfremur segir að líkt á áður hafi komið fram þá sé áreiðanlegasta aðferðin til að meta fjölda andláta á tímum Covid-19 sennilega að skoða svokölluð umframdauðsföll. Þar er fjöldi dauðsfalla af öllum orsökum borinn saman við meðalfjölda andláta undanfarinna ára. „Þegar umframdauðsföll eru skoðuð með þessum hætti á Íslandi sést marktæk aukning í mars árið 2022 hjá einstaklingum eldri en 70 ára en ekki sést aukning fyrir heildarfjölda andláta. Hins vegar sást marktæk fækkun andláta hjá eldri en 70 ára árin 2020 og 2021 (sjá frétt á vef embættisins 28. apríl sl.). Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti nýlega þeirra úttekt á umframdauðsföllum í heiminum á tímum COVID-19 fyrir árin 2020 og 2021 og skv. þeirra mati voru dauðsföll stórlega vantalin en misjafnlega mikið eftir löndum/svæðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hjúkrunarheimili Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Frá þessu segir á vef Embættis landlæknisni, en um er að ræða andlát þar sem Covid-19 hefur greinst innan 28 daga fyrir andlátið og valdið dauða viðkomandi samkvæmt dánarvottorði. Þar er útskýrt að dánarvottorð berist að jafnaði ekki til landlæknis fyrr en mörgum vikum eftir andlát og séu því ekki hentug til að fylgjast með dánarorsökum í rauntíma. „Sjúkrahús höfðu sent tilkynningar beint til sóttvarnalæknis um dauðsföll vegna COVID-19 frá upphafi faraldurs. Samtals hefur þannig borist 101 tilkynning um andlát til sóttvarnalæknis á ofangreindu tímabili. Árið 2020 voru tvö andlát ekki tilkynnt og árið 2022 voru 50 andlát ekki tilkynnt miðað við dánarvottorð. Skýringin á því að ekki voru öll dauðsföll tilkynnt beint til sóttvarnalæknis á þessu ári er sú að ekki var óskað eftir því fyrr í lok febrúar 2022 að allar heilbrigðisstofnanir sendu slíkar tilkynningar. Hjúkrunarheimili voru því ekki að senda tilkynningar beint til sóttvarnalæknis í byrjun árs og hafa ekki öll haft tök á að senda þær. Hjúkrunarheimilin og sóttvarnalæknir hafa verið meðvituð um þetta misræmi og að endanlegur fjöldi COVID-19 tengdra dauðsfalla lægi ekki fyrir fyrr en eftir yfirferð dánarvottorða,“ segir á vef Landlæknis, en stofnanir eru þar áfram beðnar um að tilkynna dauðsföll vegna Covid-19 beint til sóttvarnalæknis. Í apríl voru átján andlát tilkynnt og eitt það sem af er maímánuði. Umframdauðsföll Ennfremur segir að líkt á áður hafi komið fram þá sé áreiðanlegasta aðferðin til að meta fjölda andláta á tímum Covid-19 sennilega að skoða svokölluð umframdauðsföll. Þar er fjöldi dauðsfalla af öllum orsökum borinn saman við meðalfjölda andláta undanfarinna ára. „Þegar umframdauðsföll eru skoðuð með þessum hætti á Íslandi sést marktæk aukning í mars árið 2022 hjá einstaklingum eldri en 70 ára en ekki sést aukning fyrir heildarfjölda andláta. Hins vegar sást marktæk fækkun andláta hjá eldri en 70 ára árin 2020 og 2021 (sjá frétt á vef embættisins 28. apríl sl.). Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti nýlega þeirra úttekt á umframdauðsföllum í heiminum á tímum COVID-19 fyrir árin 2020 og 2021 og skv. þeirra mati voru dauðsföll stórlega vantalin en misjafnlega mikið eftir löndum/svæðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hjúkrunarheimili Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira