Lineker hefur ekki áhyggjur af Jake og segir að margir komi nú út úr skápnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 10:01 Jake Daniels, framherji Blackpool, sagði frá því í gær að hann sé samkynheigður. Skjámynd/SkySports Enski knattspyrnumaðurinn Jake Daniels varð í gær fyrsti fótboltamaðurinn í meira en þrjá áratugi sem segir frá því opinberlega að hann sé samkynhneigður. Tilkynning hans hefur fengið mikla umfjöllun í enskum miðlum og Jake varð á einu augabragði einn frægasti fótboltamaður þjóðarinnar. Blackpool s Jake Daniels talks about being the UK's first male professional footballer to come out publicly as gay since Justin Fashanu— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 16, 2022 Samkynhneigð í karlafótbolta hefur verið mikið tabú hingað til og samkynhneigðir fótboltamenn eru brenndir af því hvernig fór fyrir þeim sem steig þetta stóra skref fyrir þremur áratugum. Enginn spilandi fótboltamaður hefur nefnilega komið opinberlega út úr skápnum síðan Justin Fashanu gerði það 1990. Fashanu fékk mjög hörð og óvægin viðbrögð og endaði á því að taka sitt eigið líf árið 1998. Daniels er aðeins sautján ára gamall og er leikmaður Blackpool. Hann sagði það mikinn létti fyrir sig að hafa geta hætt þessum feluleik. Gary Lineker, fyrrum leikmaður og nú sjónvarpsstjarna, var einn af mörgum sem hefur veitt Jake stuðning í orði. Meðal þeirra sem hrósuðu honum líka voru Boris Johnson forsætisráðherra og enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane. #LCFC https://t.co/zvBlH3C6u3— LCFC Live (@LiveLCFC) May 16, 2022 „Ég held að honum verið tekið mjög vel,“ sagði Gary Lineker við BBC. „Ekki bara í hans eigin búningsklefa heldur einnig af mótherjum. Ég held að heilt yfir þá sé þetta ekkert sem búningsklefarnir séu að pæla í. Þeir munu hugsa um hvort þú sért góður fótboltamaður eða ekki. Það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Lineker. „Ég er ánægður með að hann er núna að feta slóð sem margir fleiri munu feta í kjölfarið. Fótboltinn verður betri fyrir vikið. Um leið og þeir sjá að meirihluti fólks mun taka þessu vel þá munu fleiri þora að koma út úr skápnum,“ sagði Lineker. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Gary Neville er líka ánægður með hugrekki Daniels. „Fótboltinn hefur hingað til ekki brugðist vel við þessu málefni,“ sagði Gary Neville við Sky Sports. Hann hefur samt meiri áhyggjur af búningsklefanum heldur en áhorfendum. „Búningsklefinn getur verið illur og miskunnarlaus staður þegar við horfum á busavígslurnar sem sumir þurfa að fara í gegnum,“ sagði Neville. „Það var ótrúlegt hvernig Jake talaði og það sem hann gerði þarf mikið hugrekki. Þetta var mikilvægur dagur fyrir Jake og fjölskyldu hans en einnig fyrir enskan fótbolta. Þetta er sögulegt og er mjög stór tímamót fyrir fótboltann,“ sagði Neville. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Bretland England Hinsegin Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Tilkynning hans hefur fengið mikla umfjöllun í enskum miðlum og Jake varð á einu augabragði einn frægasti fótboltamaður þjóðarinnar. Blackpool s Jake Daniels talks about being the UK's first male professional footballer to come out publicly as gay since Justin Fashanu— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 16, 2022 Samkynhneigð í karlafótbolta hefur verið mikið tabú hingað til og samkynhneigðir fótboltamenn eru brenndir af því hvernig fór fyrir þeim sem steig þetta stóra skref fyrir þremur áratugum. Enginn spilandi fótboltamaður hefur nefnilega komið opinberlega út úr skápnum síðan Justin Fashanu gerði það 1990. Fashanu fékk mjög hörð og óvægin viðbrögð og endaði á því að taka sitt eigið líf árið 1998. Daniels er aðeins sautján ára gamall og er leikmaður Blackpool. Hann sagði það mikinn létti fyrir sig að hafa geta hætt þessum feluleik. Gary Lineker, fyrrum leikmaður og nú sjónvarpsstjarna, var einn af mörgum sem hefur veitt Jake stuðning í orði. Meðal þeirra sem hrósuðu honum líka voru Boris Johnson forsætisráðherra og enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane. #LCFC https://t.co/zvBlH3C6u3— LCFC Live (@LiveLCFC) May 16, 2022 „Ég held að honum verið tekið mjög vel,“ sagði Gary Lineker við BBC. „Ekki bara í hans eigin búningsklefa heldur einnig af mótherjum. Ég held að heilt yfir þá sé þetta ekkert sem búningsklefarnir séu að pæla í. Þeir munu hugsa um hvort þú sért góður fótboltamaður eða ekki. Það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Lineker. „Ég er ánægður með að hann er núna að feta slóð sem margir fleiri munu feta í kjölfarið. Fótboltinn verður betri fyrir vikið. Um leið og þeir sjá að meirihluti fólks mun taka þessu vel þá munu fleiri þora að koma út úr skápnum,“ sagði Lineker. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Gary Neville er líka ánægður með hugrekki Daniels. „Fótboltinn hefur hingað til ekki brugðist vel við þessu málefni,“ sagði Gary Neville við Sky Sports. Hann hefur samt meiri áhyggjur af búningsklefanum heldur en áhorfendum. „Búningsklefinn getur verið illur og miskunnarlaus staður þegar við horfum á busavígslurnar sem sumir þurfa að fara í gegnum,“ sagði Neville. „Það var ótrúlegt hvernig Jake talaði og það sem hann gerði þarf mikið hugrekki. Þetta var mikilvægur dagur fyrir Jake og fjölskyldu hans en einnig fyrir enskan fótbolta. Þetta er sögulegt og er mjög stór tímamót fyrir fótboltann,“ sagði Neville. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Bretland England Hinsegin Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira