Arnar: „Þú mátt ekki vorkenna sjálfum þér of mikið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. maí 2022 21:45 Arnar Gunnlaugsson sagði tímabilið minna sig á tímabilið 2020 þegar Víkingar ætluðu sér stóra hluti en lentu í vandræðum. Vísir/Hulda Margrét „Þetta eru vonbrigði, þetta var ekki 3-0 leikur til að byrja með. Þetta er saga okkar í sumar, tvö fyrstu mörkin. Slappur varnarleikur þar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Blikum í Bestu deild karla í knattspyrnu. Einhverjir Víkingar vildu fá dæmt brot á Ísak Snæ Þorvaldsson þegar hann skoraði fyrsta mark Blika en miðað við sjónvarpsmyndir var lítið til í því. „Ég veit ekki hvort það var brot, það skiptir ekki máli. Þetta minnti mig svolítið á 2020 þegar við vorum í tómu tjóni í vörninni en að spila vel. Maður er að bíða eftir að við skorum en þá fáum við klaufamörk í andlitið,“ bætti Arnar við en öll mörk Blika komu á tuttugu mínútna kafla í síðari hálfleiknum. „Það kom panik eftir fyrsta markið. Menn finna að þetta er að ganga þeim úr greipum og í stað þess að halda haus þá missa menn hausinn. Hrós til Blika, þeir mættu með gott leikskipulag og við náum ekki að finna nægilega margar glufur í þeirra varnarleik. Við fáum opnanir en engin dauðafæri.“ Helgi Guðjónsson fær flugferð í Víkinni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Breiðablik er með fullt hús stiga í Bestu deildinni, með átján stig eftir sex leiki. Víkingar eru átta stigum á eftir eftir að hafa spilað einum leik meira. „Eins og staðan er í dag eru KA og Breiðablik þarna efst, fólk gleymir KA sem er bara tveimur stigum á eftir Blikum. Við þurfum að leggja töfluna til hliðar því við erum ekki inni í þessu eins og er. Það eru margir leikir eftir, við eigum vonandi eftir að spila við Breiðablik tvisvar, þrisvar við KA og þrisvar við Val,“ en í Bestu deildinni í ár verður spiluð þreföld umferð og deildinni skipt upp í efri og neðri helming eftir fyrri tvær umferðirnar. „Það er nóg eftir en það gengur eiginlega ekkert upp. Mér finnst gott flæði á leik okkar en því miður eru of margir ekki komnir í 100% stand eftir meiðsli. Þetta hefur áhrif, við erum búnir að missa stóra pósta og það er enginn að tala um Atla Barkar. Það er ekki óvenjulegt að það taki tíma að slípa varnarleik,“ en auk áðurnefnds Atla Barkarsonar þá misstu Víkingar Kára Árnason og Sölva Geir Ottesen úr vörninni sinni síðan á tímabilinu í fyrra. Miðvörðurinn Oliver Ekroth fór meiddur útaf í dag og Viktor Örlygur Andrason, sem sjaldan hefur spilað þá stöðu, kom inn í staðinn. Hann gerði stór mistök þegar Breiðablik skoraði sitt annað mark. „Oliver og Kyle (McLagan) voru frábærir í dag. Þegar Oliver fer útaf þá erum við komnir í sama ruglið og við lentum í 2020. Hafsentar eru sérfræðingar í sinni grein því þeir eru hafsentar. Að þurfa að færa til kann ekki góðri lukku að stýra. Viktor stóð sig vel en annað markið var slappt.“ Kristall Máni Ingason fékk rautt spjald undir lok leiksins í dag.Vísir/Hulda Margrét Undir lok leiksins fékk Kristall Máni Ingason rautt spjald fyrir að gefa Davíð Ingvarssyni olnbogaskot þegar boltinn var ekki í leik. Arnar var spurður út í agaleysi í leik sinna manna. „Þetta er pirringur. Þú vilt gera vel og verja titlana. Mér leið í hálfleik eins og við værum að fara að skora fyrsta markið, svo kemur það ekki og við fáum tvö í andlitið sem mér finnst klaufamörk. Þá missa menn hausinn.“ „Þetta er ekki óeðlilegt í lífi knattspyrnumanns en auðvitað þarftu að vera stærri og stíga upp úr þessu volæði. Þú mátt ekki vorkenna sjálfum þér of mikið, þú verður að sýna styrk og karakter,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 0-3 | Blikar kláruðu Íslandsmeistarana í síðari hálfleik Breiðablik vann 3-0 útisigur á Íslandsmeisturum Víkings þegar liðin mættust í Víkinni í kvöld. Blikar eru með fullt hús stiga í Bestu Deildinni eftir sex umferðir. 16. maí 2022 22:20 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Einhverjir Víkingar vildu fá dæmt brot á Ísak Snæ Þorvaldsson þegar hann skoraði fyrsta mark Blika en miðað við sjónvarpsmyndir var lítið til í því. „Ég veit ekki hvort það var brot, það skiptir ekki máli. Þetta minnti mig svolítið á 2020 þegar við vorum í tómu tjóni í vörninni en að spila vel. Maður er að bíða eftir að við skorum en þá fáum við klaufamörk í andlitið,“ bætti Arnar við en öll mörk Blika komu á tuttugu mínútna kafla í síðari hálfleiknum. „Það kom panik eftir fyrsta markið. Menn finna að þetta er að ganga þeim úr greipum og í stað þess að halda haus þá missa menn hausinn. Hrós til Blika, þeir mættu með gott leikskipulag og við náum ekki að finna nægilega margar glufur í þeirra varnarleik. Við fáum opnanir en engin dauðafæri.“ Helgi Guðjónsson fær flugferð í Víkinni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Breiðablik er með fullt hús stiga í Bestu deildinni, með átján stig eftir sex leiki. Víkingar eru átta stigum á eftir eftir að hafa spilað einum leik meira. „Eins og staðan er í dag eru KA og Breiðablik þarna efst, fólk gleymir KA sem er bara tveimur stigum á eftir Blikum. Við þurfum að leggja töfluna til hliðar því við erum ekki inni í þessu eins og er. Það eru margir leikir eftir, við eigum vonandi eftir að spila við Breiðablik tvisvar, þrisvar við KA og þrisvar við Val,“ en í Bestu deildinni í ár verður spiluð þreföld umferð og deildinni skipt upp í efri og neðri helming eftir fyrri tvær umferðirnar. „Það er nóg eftir en það gengur eiginlega ekkert upp. Mér finnst gott flæði á leik okkar en því miður eru of margir ekki komnir í 100% stand eftir meiðsli. Þetta hefur áhrif, við erum búnir að missa stóra pósta og það er enginn að tala um Atla Barkar. Það er ekki óvenjulegt að það taki tíma að slípa varnarleik,“ en auk áðurnefnds Atla Barkarsonar þá misstu Víkingar Kára Árnason og Sölva Geir Ottesen úr vörninni sinni síðan á tímabilinu í fyrra. Miðvörðurinn Oliver Ekroth fór meiddur útaf í dag og Viktor Örlygur Andrason, sem sjaldan hefur spilað þá stöðu, kom inn í staðinn. Hann gerði stór mistök þegar Breiðablik skoraði sitt annað mark. „Oliver og Kyle (McLagan) voru frábærir í dag. Þegar Oliver fer útaf þá erum við komnir í sama ruglið og við lentum í 2020. Hafsentar eru sérfræðingar í sinni grein því þeir eru hafsentar. Að þurfa að færa til kann ekki góðri lukku að stýra. Viktor stóð sig vel en annað markið var slappt.“ Kristall Máni Ingason fékk rautt spjald undir lok leiksins í dag.Vísir/Hulda Margrét Undir lok leiksins fékk Kristall Máni Ingason rautt spjald fyrir að gefa Davíð Ingvarssyni olnbogaskot þegar boltinn var ekki í leik. Arnar var spurður út í agaleysi í leik sinna manna. „Þetta er pirringur. Þú vilt gera vel og verja titlana. Mér leið í hálfleik eins og við værum að fara að skora fyrsta markið, svo kemur það ekki og við fáum tvö í andlitið sem mér finnst klaufamörk. Þá missa menn hausinn.“ „Þetta er ekki óeðlilegt í lífi knattspyrnumanns en auðvitað þarftu að vera stærri og stíga upp úr þessu volæði. Þú mátt ekki vorkenna sjálfum þér of mikið, þú verður að sýna styrk og karakter,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 0-3 | Blikar kláruðu Íslandsmeistarana í síðari hálfleik Breiðablik vann 3-0 útisigur á Íslandsmeisturum Víkings þegar liðin mættust í Víkinni í kvöld. Blikar eru með fullt hús stiga í Bestu Deildinni eftir sex umferðir. 16. maí 2022 22:20 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 0-3 | Blikar kláruðu Íslandsmeistarana í síðari hálfleik Breiðablik vann 3-0 útisigur á Íslandsmeisturum Víkings þegar liðin mættust í Víkinni í kvöld. Blikar eru með fullt hús stiga í Bestu Deildinni eftir sex umferðir. 16. maí 2022 22:20