Innlent

Ók á 200 kílómetra hraða og komst undan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lögregla segist vita hver ökumaðurinn er og er hans nú væntanlega leitað. 
Lögregla segist vita hver ökumaðurinn er og er hans nú væntanlega leitað.  Vísir/Vilhelm

Lögreglan veitti ökumanni bifreiðar eftirför um klukkan sjö í gærkvöldi. Atburðarrásin hófst í miðbænum þar sem tilkynnt var um ölvaðan ökumann.

Þegar lögregla var að ræða við manninn tókst honum að komast aftur inn í bíl sinn, læsa honum og aka svo af stað á miklum hraða. Bílnum var síðan ekið á kyrrstæða bifreið sem var á miðri akbrautinni og hófst þá eftirför þar sem ekið var víða um Reykjavík, í gegnum Kópavog og Garðabæ og í Hafnarfjörð og þaðan aftur í Kópavog þar sem lögreglumenn missa sjónar á bifreiðinni.

Að sögn lögreglu var bílnum ekið mjög hratt allan tímann og á stundum fór hann yfir tvöhundruð kílómetra hraða á klukkustund. Meðal annars var ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi og fleiri umferðarlagabrot voru þverbrotin. Vitað er hver ökumaðurinn er og var ástand hans mjög annarlegt, að sögn lögreglu. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.