Þegar lögregla var að ræða við manninn tókst honum að komast aftur inn í bíl sinn, læsa honum og aka svo af stað á miklum hraða. Bílnum var síðan ekið á kyrrstæða bifreið sem var á miðri akbrautinni og hófst þá eftirför þar sem ekið var víða um Reykjavík, í gegnum Kópavog og Garðabæ og í Hafnarfjörð og þaðan aftur í Kópavog þar sem lögreglumenn missa sjónar á bifreiðinni.
Að sögn lögreglu var bílnum ekið mjög hratt allan tímann og á stundum fór hann yfir tvöhundruð kílómetra hraða á klukkustund. Meðal annars var ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi og fleiri umferðarlagabrot voru þverbrotin. Vitað er hver ökumaðurinn er og var ástand hans mjög annarlegt, að sögn lögreglu.