Einar kannast ekki við fullyrðingar síns gamla vinnustaðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. maí 2022 19:37 Einar Þorsteinsson segir ekkert hæft í því að viðræður milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks um myndun borgarmeirihluta séu hafnar. Hann gerir borgarstjórastólinn ekki að skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi, líkt og kom fram í máli hans í sérstökum umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. Vísir/Einar Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir engar óformlegar viðræður um myndun meirihluta hafnar af sinni hálfu. Hvorki við Sjálfstæðisflokk né aðra. Ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í kvöld að óformlegar meirihlutaviðræður í Reykjavík hafi hafist í dag á milli oddvita Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Flokkarnir fengu tíu borgarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum í gær og þyrftu því minnst tvo fulltrúa til viðbótar til að mynda meirihluta. Samkvæmt frétt RÚV snúa viðræður flokkanna tveggja að möguleikanum á samstarfi með Viðreisn og Flokki fólksins, en þeir fengu einn fulltrúa hvor. Framsókn fékk fjóra fulltrúa í kosningunum en Sjálfstæðisflokkurinn sex. Spjallaði við Hildi á leiðinni upp í RÚV Einar segir að fréttir Ríkisútvarpsins, hvar hann var áður fréttamaður, af óformlegum viðræðum Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins séu ekki réttar. „Það er nú dálítið skemmtilegt í svona ástandi, þar sem allir eru einhvern veginn að spá í það sem er að gerast. Ég veit ekki alveg hvaðan þessi frétt er komin,“ sagði Einar í sérstökum umræðuþætti á Stöð 2 um niðurstöður kosninganna, þegar hann var spurður út í hinar meintu viðræður. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, greiðir hér atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Telja verður líklegt að þar sé um að ræða atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum. Vísir/Vilhelm Hann segir að bæði hann og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, hafi verið í viðtali á Sprengisandi í Bylgjunni í dag. Þaðan hafi þau farið samferða í höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti, til þess að mæta í umræðuþáttinn Silfrið. „Við spjölluðum um pólitík þar, við Hildur. En það var mjög óformlegt spjall.“ Og ekkert haft Þórdísi Lóu [Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar] og Kolbrúnu [Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins] í aftursætinu á meðan? „Nei, þær voru ekki einu sinni í skottinu“ sagði Einar í gamansömum tón. „Það er bara ekkert að gerast,“ sagði Einar. Dóra mun sakna Lífar Í þættinum sagði Dagur B. Eggertsson þá að fulltrúar meirihlutans, sem féll í kosningunum í gær, og stillt saman strengi sína. Fyrr í dag var greint frá því að Vinstri græn, sem héldu sínum borgarfulltrúa og voru aðili að meirihlutasamstarfi síðasta kjörtímabils, myndu ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum. Dóra Björt, oddviti Pírata, sagði að sér kæmi ákvörðun VG öðrum þræði á óvart. „Þetta er auðvitað þeirra ákvörðun. Við höfum áður heyrt af því að það hafi stundum verið þessi þrýstingur, af því að í síðustu kosningum fengu þau inn einn fulltrúa en höfðu vonast eftir meiru. En ákváðu að ganga til meirihlutasamstarfs þó,“ sagði Dóra. Flokkarnir hefðu unnið saman að grænum málefnum og feminískum málum, sem sannarlega væru málefni sem VG setti á oddinn. „Þannig að þetta eru vonbrigði fyrir okkur og leitt að horfa á eftir Líf. Hún hefur verið með okkur og við höfum verið í góðu samstarfi,“ sagði Dóra. Dagurinn í dag hefði farið í að ræða við fjölmiðla, meta stöðuna og ræða við stuðningsfólk. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Reykjavík Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í kvöld að óformlegar meirihlutaviðræður í Reykjavík hafi hafist í dag á milli oddvita Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Flokkarnir fengu tíu borgarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum í gær og þyrftu því minnst tvo fulltrúa til viðbótar til að mynda meirihluta. Samkvæmt frétt RÚV snúa viðræður flokkanna tveggja að möguleikanum á samstarfi með Viðreisn og Flokki fólksins, en þeir fengu einn fulltrúa hvor. Framsókn fékk fjóra fulltrúa í kosningunum en Sjálfstæðisflokkurinn sex. Spjallaði við Hildi á leiðinni upp í RÚV Einar segir að fréttir Ríkisútvarpsins, hvar hann var áður fréttamaður, af óformlegum viðræðum Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins séu ekki réttar. „Það er nú dálítið skemmtilegt í svona ástandi, þar sem allir eru einhvern veginn að spá í það sem er að gerast. Ég veit ekki alveg hvaðan þessi frétt er komin,“ sagði Einar í sérstökum umræðuþætti á Stöð 2 um niðurstöður kosninganna, þegar hann var spurður út í hinar meintu viðræður. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, greiðir hér atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Telja verður líklegt að þar sé um að ræða atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum. Vísir/Vilhelm Hann segir að bæði hann og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, hafi verið í viðtali á Sprengisandi í Bylgjunni í dag. Þaðan hafi þau farið samferða í höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti, til þess að mæta í umræðuþáttinn Silfrið. „Við spjölluðum um pólitík þar, við Hildur. En það var mjög óformlegt spjall.“ Og ekkert haft Þórdísi Lóu [Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar] og Kolbrúnu [Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins] í aftursætinu á meðan? „Nei, þær voru ekki einu sinni í skottinu“ sagði Einar í gamansömum tón. „Það er bara ekkert að gerast,“ sagði Einar. Dóra mun sakna Lífar Í þættinum sagði Dagur B. Eggertsson þá að fulltrúar meirihlutans, sem féll í kosningunum í gær, og stillt saman strengi sína. Fyrr í dag var greint frá því að Vinstri græn, sem héldu sínum borgarfulltrúa og voru aðili að meirihlutasamstarfi síðasta kjörtímabils, myndu ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum. Dóra Björt, oddviti Pírata, sagði að sér kæmi ákvörðun VG öðrum þræði á óvart. „Þetta er auðvitað þeirra ákvörðun. Við höfum áður heyrt af því að það hafi stundum verið þessi þrýstingur, af því að í síðustu kosningum fengu þau inn einn fulltrúa en höfðu vonast eftir meiru. En ákváðu að ganga til meirihlutasamstarfs þó,“ sagði Dóra. Flokkarnir hefðu unnið saman að grænum málefnum og feminískum málum, sem sannarlega væru málefni sem VG setti á oddinn. „Þannig að þetta eru vonbrigði fyrir okkur og leitt að horfa á eftir Líf. Hún hefur verið með okkur og við höfum verið í góðu samstarfi,“ sagði Dóra. Dagurinn í dag hefði farið í að ræða við fjölmiðla, meta stöðuna og ræða við stuðningsfólk.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Reykjavík Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira