Enski boltinn

Hrósaði endur­komunni og segir þetta enn vera í höndum Man City

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City.
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City. Craig Mercer/Getty Images

Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði leikmönnum sínum eftir endurkomu liðsins gegn West Ham United. Meistararnir lentu 0-2 undir en komu til baka og hefðu getað náð í stigin þrjú ef Riyad Mahrez hefði ekki brennt af vítaspyrnu.

„Við spiluðum virkilega vel. Við ræddum saman í hálfleik og sögðum að ef við myndum ná að skora næsta mark þá værum við með í leiknum, við ætluðum ekki að gefast upp. Sem betur fer skoruðum við snemma í síðari hálfleik,“ sagði Pep eftir leikinn.

„Ein vika til viðbótar, einn leikur til viðbótar með okkar fólki á okkar heimavelli. Ég lofa þér einu, það verður uppselt á Etihad-vellinum og við munum vera upp á okkar besta til að vinna leikinn og titilinn.“

„Það hefði verið fullkomið að vinna í dag en West Ham er að berjast um sæti í Evrópudeildinni og hefur átt ótrúlegt tímabil. Þetta er hins vegar enn í okkar höndum, það er gott.“

„Þetta verður ekki auðvelt, það verður mikið af tilfinningum. Við verðum að æfa rólega og koma ferskir til leiks. Við höfum eina viku og því nokkra daga til að jafna okkur. Svo munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna titilinn,“ sagði Pep að endingu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.