Martin Hermannsson gagnrýnir liðsval FH-inga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. apríl 2022 20:27 Eggert Gunnþór Jónsson í leik með FH. Vísir/Bára Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, setur stórt spurningarmerki við það að Eggert Gunnþór Jónsson sé í byrjunarliði FH-inga gegn Víkingum í opnunarleik Bestu-deildarinnar sem nú fer fram. Þegar þetta er ritað er hálfleikur í leiknum og staðan er 1-1. Steven Lennon kom FH-ingum yfir eftir aðeins hálfa mínútu áður en Ari Sigurpálsson jafnaði fyrir Íslandsmeistarana. Martin Hermannsson, einn besti körfuboltamaður þjóðarinnar, varpaði þó fram spurningu á Twitter-síðu sinni þegar leikurinn var í þann mund að hefjast. „Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin?“ spyr Martin. Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin ?— Martin Hermannsson (@hermannsson15) April 18, 2022 Eins og áður segir var Eggert Gunnþór Jónsson í byrjunarliði FH-inga þegar flautað var til leiks, en hann hefur verið sakaður um kynferðisbrot ásamt Aroni Einari Gunnarssyni í landsliðsverkefni í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug. Rannsókn lögreglu á málinu er lokið og málið fór í framhaldinu til ákærusviðs lögreglunnar og þaðan var að sent til héraðssaksóknara undir lok síðasta mánaðar. Enn hefur þó ekki komið fram hvort ákæra verði gefin út í málinu. Eggert Gunnþór og Aron gáfu báðir skýrslu í byrjun desember. Lögmaður Arons sendi svo frá sér yfirlýsingu fyrir hönd þeirra beggja í kjölfar þess þar sem þeir hafna því með öllu að hafa brotið af sér. Þá hafa þeir báðir hafnað ásökunum um kynferðisbrot og lýst yfir sakleysi sínu, ásamt því að segjast búast við því að málið yrði fellt niður. Fótbolti Besta deild karla FH Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26 Aron Einar og Eggert reikna með því að málið verði fellt niður Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn á kynferðisbroti í Kaupmannahöfn árið 2010. Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, gaf skýrslu hjá lögreglu í sama máli í gær. Leikmennirnir segjast báðir reikna með því að málið verði fellt niður. 2. desember 2021 12:13 Lögregla tjáir sig ekkert um rannsókn málsinsHafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekkert tjá sig um rannsókn sína á kærumáli sem snerta tvo knattspyrnumenn. Meint brot átti sér stað árið 2010 en brotaþoli í málinu lagði fram kæru í málinu á dögunum. 25. október 2021 11:26 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Þegar þetta er ritað er hálfleikur í leiknum og staðan er 1-1. Steven Lennon kom FH-ingum yfir eftir aðeins hálfa mínútu áður en Ari Sigurpálsson jafnaði fyrir Íslandsmeistarana. Martin Hermannsson, einn besti körfuboltamaður þjóðarinnar, varpaði þó fram spurningu á Twitter-síðu sinni þegar leikurinn var í þann mund að hefjast. „Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin?“ spyr Martin. Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin ?— Martin Hermannsson (@hermannsson15) April 18, 2022 Eins og áður segir var Eggert Gunnþór Jónsson í byrjunarliði FH-inga þegar flautað var til leiks, en hann hefur verið sakaður um kynferðisbrot ásamt Aroni Einari Gunnarssyni í landsliðsverkefni í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug. Rannsókn lögreglu á málinu er lokið og málið fór í framhaldinu til ákærusviðs lögreglunnar og þaðan var að sent til héraðssaksóknara undir lok síðasta mánaðar. Enn hefur þó ekki komið fram hvort ákæra verði gefin út í málinu. Eggert Gunnþór og Aron gáfu báðir skýrslu í byrjun desember. Lögmaður Arons sendi svo frá sér yfirlýsingu fyrir hönd þeirra beggja í kjölfar þess þar sem þeir hafna því með öllu að hafa brotið af sér. Þá hafa þeir báðir hafnað ásökunum um kynferðisbrot og lýst yfir sakleysi sínu, ásamt því að segjast búast við því að málið yrði fellt niður.
Fótbolti Besta deild karla FH Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26 Aron Einar og Eggert reikna með því að málið verði fellt niður Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn á kynferðisbroti í Kaupmannahöfn árið 2010. Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, gaf skýrslu hjá lögreglu í sama máli í gær. Leikmennirnir segjast báðir reikna með því að málið verði fellt niður. 2. desember 2021 12:13 Lögregla tjáir sig ekkert um rannsókn málsinsHafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekkert tjá sig um rannsókn sína á kærumáli sem snerta tvo knattspyrnumenn. Meint brot átti sér stað árið 2010 en brotaþoli í málinu lagði fram kæru í málinu á dögunum. 25. október 2021 11:26 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26
Aron Einar og Eggert reikna með því að málið verði fellt niður Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn á kynferðisbroti í Kaupmannahöfn árið 2010. Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, gaf skýrslu hjá lögreglu í sama máli í gær. Leikmennirnir segjast báðir reikna með því að málið verði fellt niður. 2. desember 2021 12:13
Lögregla tjáir sig ekkert um rannsókn málsinsHafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekkert tjá sig um rannsókn sína á kærumáli sem snerta tvo knattspyrnumenn. Meint brot átti sér stað árið 2010 en brotaþoli í málinu lagði fram kæru í málinu á dögunum. 25. október 2021 11:26