Tuchel: Klopp er einn allra, allra besti þjálfari heims Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 11:31 Thomas Tuchel mætir með Chelsea á Wembley í dag. Craig Mercer/MB Media/Getty Images Thomas Tuchel og lærisveinar hans í Chelsea mæta Liverpool í úrslitum FA-bikarsins á Wembley í dag. Tuchel ber mikla virðingu fyrir kollega sínum hjá Liverpool, Jürgen Klopp, og segir hann vera einn allra besta þjálfara heims. Klopp á enn möguleika á að gera hið ómögulega með Liverpool - vinna fernuna. Liðið tryggði sér sigur í enska deildarbikarnum á dögunum með sigri gegn Chelsea í víatspyrnukeppni, og þá situr liðið í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er komið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Tuchel og hans menn íChelsea fá þó annað tækifæri í dag til að gera vonir Liverpool um fernuna að engu þegar liðin mætast í úrslitum FA-bikarsins. Tuchel var spurður út í kollega sinn hjá Liverpool á blaðamannafundi í gær og hann segir að landi sinn sé einn besti þjálfari heims. Fólk verði þó að muna að hann sé líka einn sá allra besti í að láta fólk halda að Liverpool eigi minni möguleika en andstæðingar þeirra. „Þið vitið að Klopp er meistari í að láta alla halda að Liverpool eigi minni möguleika en andstæðingurinn,“ sagði Tuchel. „Hann getur sannfært ykkur um að þeir eigi minni möguleika gegn Villarreal og Benfica, en það er kraftaverk að þessi lið séu dregin á móti þeim.“ „Hann getur sannfært ykkur um þetta og hann gerir þetta oft. Það er bara hluti af þessu og þaðan kemur kannski þessi vorkun í þeirra garð,“ sagði Tuchel og var þá að vitna í orð Peps Guardiola þar sem Spánverjinn talaði um að allir á Englandi héldu með Liverpool. Tuchel hélt áfram og bætti við að honum þætti landi sinn einn allra besti þjálfari heims. „Þetta er ekki öfund af minni hálfu. Klopp er frábær náungi, fyndinn og einn allra, allra besti þjálfari heims og þetta er það sem hann gerir.“ „Þegar hann þjálfaði Dortmund þá elskuðu allir í Þýskalandi Dortmund. Núna þjálfar hann Liverpool og ég hef það á tilfinningunni að allir á Englandi elski Liverpool.“ „Það er alveg hægt að gefa honum stórt hrós fyrir það. Þetta er bara eitthvað sem þú þarft að eiga við þegar þú spilar á móti honum. Þetta er alltaf svona, en ef við þurfum að vera vondu karlarnir þá er það ekkert mál.“ „Ef við þurfum að setja okkur í það hlutverk á morgun, ekkert mál. Við viljum ekki vorkun, við viljum bikarinn,“ sagði Tuchel ákveðinn að lokum. Bein útsending frá úrslitaleik Chelsea og Liverpool í FA-bikarnum hefst klukkan 15:35 á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Klopp á enn möguleika á að gera hið ómögulega með Liverpool - vinna fernuna. Liðið tryggði sér sigur í enska deildarbikarnum á dögunum með sigri gegn Chelsea í víatspyrnukeppni, og þá situr liðið í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er komið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Tuchel og hans menn íChelsea fá þó annað tækifæri í dag til að gera vonir Liverpool um fernuna að engu þegar liðin mætast í úrslitum FA-bikarsins. Tuchel var spurður út í kollega sinn hjá Liverpool á blaðamannafundi í gær og hann segir að landi sinn sé einn besti þjálfari heims. Fólk verði þó að muna að hann sé líka einn sá allra besti í að láta fólk halda að Liverpool eigi minni möguleika en andstæðingar þeirra. „Þið vitið að Klopp er meistari í að láta alla halda að Liverpool eigi minni möguleika en andstæðingurinn,“ sagði Tuchel. „Hann getur sannfært ykkur um að þeir eigi minni möguleika gegn Villarreal og Benfica, en það er kraftaverk að þessi lið séu dregin á móti þeim.“ „Hann getur sannfært ykkur um þetta og hann gerir þetta oft. Það er bara hluti af þessu og þaðan kemur kannski þessi vorkun í þeirra garð,“ sagði Tuchel og var þá að vitna í orð Peps Guardiola þar sem Spánverjinn talaði um að allir á Englandi héldu með Liverpool. Tuchel hélt áfram og bætti við að honum þætti landi sinn einn allra besti þjálfari heims. „Þetta er ekki öfund af minni hálfu. Klopp er frábær náungi, fyndinn og einn allra, allra besti þjálfari heims og þetta er það sem hann gerir.“ „Þegar hann þjálfaði Dortmund þá elskuðu allir í Þýskalandi Dortmund. Núna þjálfar hann Liverpool og ég hef það á tilfinningunni að allir á Englandi elski Liverpool.“ „Það er alveg hægt að gefa honum stórt hrós fyrir það. Þetta er bara eitthvað sem þú þarft að eiga við þegar þú spilar á móti honum. Þetta er alltaf svona, en ef við þurfum að vera vondu karlarnir þá er það ekkert mál.“ „Ef við þurfum að setja okkur í það hlutverk á morgun, ekkert mál. Við viljum ekki vorkun, við viljum bikarinn,“ sagði Tuchel ákveðinn að lokum. Bein útsending frá úrslitaleik Chelsea og Liverpool í FA-bikarnum hefst klukkan 15:35 á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira