Það voru gestirnir í Huddersfield sem tóku forystuna með marki frá Danel Sinani strax á 12. mínútu leiksins.
Heimamenn færðu sig framar á völlinn eftir markið og það skilaði jöfnunarmarki sem Sonny Bradley skoraði eftir hálftíma leik.
Ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Síðari leikur liðanna fer fram næstkomandi mánudag og þá kemur í ljós hvort liðið fer í úrslitaeinvígið um sæti í ensku úrvalsdeildinni.