Einum sigri frá fyrsta meistara­titlinum síðan 2011

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Theo Hernández fagnar marki sínu sem gulltryggði sigur AC Milan í dag.
Theo Hernández fagnar marki sínu sem gulltryggði sigur AC Milan í dag. Jonathan Moscrop/Getty Images

AC Milan vann 2-0 sigur á Atalanta í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fari svo að nágrannar þeirra í Inter vinni ekki Cagliari í kvöld þá er AC Milan meistari í fyrsta sinn síðan 2011.

Spennustigið var hátt í Mílanó-borg í dag og var staðan markalaus að loknum fyrri hálfleik. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik gerðu heimamenn tvöfalda skiptingu sem átti heldur betur eftir að borga sig.

Junior Messias hafði aðeins verið inn á vellinum í tæpa mínútu þegar hann lagði upp fyrsta mark leiksins. Rafael Leão sá reyndar um mesta vinnuna og skoraði með góðu skoti. Staðan orðin 1-0 og mátti heyra finna hversu þungu fargi var lyft af heimamönnum er boltinn söng í netinu.

Þegar stundarfjórðungur lifði leiks gerði Theo Hernández endanlega út um leikinn með frábæru skoti sem söng niðri í hægra horninu. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins.

Inter þarf sigur gegn Cagliari til að halda í vonina um að verja titilinn. Sem stendur er AC Milan með 83 stig á toppi deildarinnar þegar liðið á eftir að leika einn leik. Inter er með 78 stig í öðru sæti og leik til góða.


Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira