Kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi varð henni lífsbjörg Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. maí 2022 21:00 Björk Lárusdóttir er 27 ára. Henni var ekki úthlutað réttu líffræðilegu kyni við fæðingu og hóf kynleiðréttingarferli, sem náði hápunkti með ævintýraferð til Tælands í apríl. Kona sem er nýkomin heim úr kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi telur að hún hefði ekki lifað af áralanga bið eftir aðgerðinni á Íslandi. Hún vill að aðgerðirnar verði flokkaðar sem lífsnauðsynlegar en á þriðja tug transkvenna eru nú á biðlista hér heima. Árið 2019 var meðaltalsbiðtími þeirra sem farið hafa í kynleiðréttingaraðgerðir á Landspítala 6,6 mánuðir, samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns um málið í febrúar. En svo skall Covid á og nær lamaði starfsemi skurðsviða. 2020 var biðtíminn 14,6 mánuðir og 2021 31,1 mánuður. 26 transkonur bíða nú eftir slíkri aðgerð hér á Landspítala. Síðast var gerð kynleiðréttingaraðgerð á spítalanum í nóvember í fyrra. Alls voru tvær slíkar aðgerðir gerðar allt það ár, 2021. Árið þar á undan, 2020, voru þær þó öllu fleiri - alls níu, samkvæmt tölum frá Landspítala. „Aðgerðirnar hafa aldrei legið niðri meira en þau tímabil í Covid faraldrinum þegar skurðstofustarfsemin var í lágmarki,“ segir í svari Landspítala við fyrirspurn fréttastofu. Var í lífshættu Björk Lárusdóttir er 27 ára. Fyrir fáum mánuðum segist hún hafa staðið frammi fyrir þriggja ára bið eftir kynleiðréttingaraðgerð. „Ég var bara í lífshættu. Og ég var bara komin á mjög slæman stað. Ég fór mjög illa með sjálfa mig. Mér var alveg sama um sjálfa mig. Það var lítil sem engin sjálfsvirðing. Þegar þú ert bara föst í einhverjum líkama sem er ekki þinn.“ Milljónaferli Í febrúar komst hún í samband við sjúkrahús í Tælandi og 4. apríl síðastliðinn gekkst hún undir hina langþráðu aðgerð. Lífsbjörg, segir Björk. „Ég fór ógeðslega hratt í gegnum þetta og sumir höfðu áhyggjur af því: Vertu ekki að fara of hratt. Ég ætla ekki að láta neinn segja mér á hvaða hraða ég fer í gegnum þetta. Þetta er mitt líf og ég myndi gera það á sama hraða aftur og jafnvel hraðar.“ Sjúkratryggingar greiða ekki niður aðgerðir í Tælandi. Foreldrar Bjarkar telja að kostnaður við aðgerðina og ferðalagið út hafi hlaupið á fjórðu milljón króna og tóku veð í húsi sínu til að fjármagna ferlið. Björk krefst þess að íslenskt heilbrigðiskerfi setji kynleiðréttingaraðgerðir í hærri forgang. „Ég er hamingjusöm og ég gæti ekki verið ánægðari með lífið,“ segir Björk. „Af hverju er kerfið að ákveða hver ég er? Mér finnst þetta svo rosalega mikil forræðishyggja. Sem þarf að fara að breyta.“ Rætt var ítarlega við Björk og foreldra hennar, sem fylgdu henni til Tælands, í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 í kvöld. Viðtalinu við fjölskylduna verður gerð skil í heild á Vísi í fyrramálið. Málefni trans fólks Heilbrigðismál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira
Árið 2019 var meðaltalsbiðtími þeirra sem farið hafa í kynleiðréttingaraðgerðir á Landspítala 6,6 mánuðir, samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns um málið í febrúar. En svo skall Covid á og nær lamaði starfsemi skurðsviða. 2020 var biðtíminn 14,6 mánuðir og 2021 31,1 mánuður. 26 transkonur bíða nú eftir slíkri aðgerð hér á Landspítala. Síðast var gerð kynleiðréttingaraðgerð á spítalanum í nóvember í fyrra. Alls voru tvær slíkar aðgerðir gerðar allt það ár, 2021. Árið þar á undan, 2020, voru þær þó öllu fleiri - alls níu, samkvæmt tölum frá Landspítala. „Aðgerðirnar hafa aldrei legið niðri meira en þau tímabil í Covid faraldrinum þegar skurðstofustarfsemin var í lágmarki,“ segir í svari Landspítala við fyrirspurn fréttastofu. Var í lífshættu Björk Lárusdóttir er 27 ára. Fyrir fáum mánuðum segist hún hafa staðið frammi fyrir þriggja ára bið eftir kynleiðréttingaraðgerð. „Ég var bara í lífshættu. Og ég var bara komin á mjög slæman stað. Ég fór mjög illa með sjálfa mig. Mér var alveg sama um sjálfa mig. Það var lítil sem engin sjálfsvirðing. Þegar þú ert bara föst í einhverjum líkama sem er ekki þinn.“ Milljónaferli Í febrúar komst hún í samband við sjúkrahús í Tælandi og 4. apríl síðastliðinn gekkst hún undir hina langþráðu aðgerð. Lífsbjörg, segir Björk. „Ég fór ógeðslega hratt í gegnum þetta og sumir höfðu áhyggjur af því: Vertu ekki að fara of hratt. Ég ætla ekki að láta neinn segja mér á hvaða hraða ég fer í gegnum þetta. Þetta er mitt líf og ég myndi gera það á sama hraða aftur og jafnvel hraðar.“ Sjúkratryggingar greiða ekki niður aðgerðir í Tælandi. Foreldrar Bjarkar telja að kostnaður við aðgerðina og ferðalagið út hafi hlaupið á fjórðu milljón króna og tóku veð í húsi sínu til að fjármagna ferlið. Björk krefst þess að íslenskt heilbrigðiskerfi setji kynleiðréttingaraðgerðir í hærri forgang. „Ég er hamingjusöm og ég gæti ekki verið ánægðari með lífið,“ segir Björk. „Af hverju er kerfið að ákveða hver ég er? Mér finnst þetta svo rosalega mikil forræðishyggja. Sem þarf að fara að breyta.“ Rætt var ítarlega við Björk og foreldra hennar, sem fylgdu henni til Tælands, í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 í kvöld. Viðtalinu við fjölskylduna verður gerð skil í heild á Vísi í fyrramálið.
Málefni trans fólks Heilbrigðismál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira