Erlent

Engar stórar yfirlýsingar og fátt nýtt í ræðu Pútín

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það er óhætt að segja að ræða Pútín hafi komið á óvart.
Það er óhætt að segja að ræða Pútín hafi komið á óvart. epa/Sputnik/Mikhail Metzel

Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur lokið við að flytja ræðu sína á Rauða torginu í tilefni sigurs Sovétmanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Þvert á væntingar margra var fátt um yfirlýsingar í ræðunni og engar stórar fregnir af fyrirætlunum Rússa í Úkraínu.

Pútín sagði Rússa nú standa frammi fyrir sömu áskorun og í seinni heimstyrjöldinni og að nú börðust þeir fyrir „fólkið okkar“ í Donbas og öryggi móðurlandsins.

Forsetinn sagði að undir lok síðasta árs hefðu Vesturlönd undirbúið árás á Donbas og Krímskaga og stjórnvöld í Kænugarði kallað eftir kjarnorkuvopnum. Um hefði verið að ræða „óásættanlega ógn“ við landamærin.

Pútín sakaði Bandaríkjamenn og „skósveina“ þeirra um að hafa skapað þessa ógn, sem hefði vaxið dag frá degi.

Forsetinn ávarpaði rússneska hermenn og bardagamenn í Donbas og sagði þá berjast til að verja Rússland. Enginn myndi gleyma þeim lærdóm sem dregin var af seinni heimstyrjöldinni og að það væri enginn staður í heiminum fyrir nasista.

Pútín sagði „hina sérstöku hernaðaraðgerð“ hafa verið tímabæra og nauðsynlega og rétt ákvörðun fyrir sjálfstæða, sterka og fullvalda ríki.

Hann sagði Rússa hefðu hvatt Evrópuríkin til að komast að málamiðlun varðandi Donbas en þau hefðu ekki hlustað. Atlantshafsbandalagið hefði verið klár ógn við öryggi Rússlands.

Varnarmálaráðherrann Sergei Shoigu.epa/Yuri Kochetkov
Íbúar halda á spjöldum með myndum af leiðtogum Sovétríkjanna og ástvinum sem létust í stríðinu.AP


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.