Vaktin: Þjóðverjar búa sig undir að Rússar skrúfi fyrir gasið Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Eiður Þór Árnason og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. maí 2022 06:46 Robert Habeck, efnahags- og orkumálaráðherra Þýskalands. epa/FILIP SINGER Vladimir Pútín Rússlandsforseti flutti í morgun ræðu sína á Rauða torginu í tilefni sigurs Sovétmanna á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Þvert á væntingar margra var fátt um yfirlýsingar í ræðunni og engar stórar fregnir af fyrirætlunum Rússa í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skammaði nýverið þjóðaröryggisráðgjafa sína vegna upplýsingaleka. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu ítrekað frá því hvaða upplýsingum Bandaríkjamenn hafa verið að deila með Úkraínumönnum. Mikhail Kasyanov, sem var fyrsti forsætisráðherra Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir að ræða forsetans á Sigurdeginum í morgun sýni að hann viti að stríð hans í Úkraínu sé misheppnað. Hann sagði Pútín í vanda og taldi að nú væri „upphafið að endinum“ fyrir Pútín og yfirráð hans í Rússlandi. Rauðri málningu var skvett sendiherra Rússlands í Póllandi nú fyrir skömmu. Það var gert á athöfn þar sem hann ætlaði að leggja blómvönd við minnisvarða sovésks hermannsí Varsjá vegna hátíðarhaldanna í dag. Rússneska fréttastofan RIA hefur eftir Kirill Stremousov, sem er einhvers konar leiðtogi hjá stjórn aðskilnaðarsinna í Kherson, að það standi ekki til að efna til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði á svæðinu. Hins vegar sé stefnt að því að innlima eins stóran hluta þess og mögulegt er í Rússland. Verulegur samdráttur hefur orðið í innflutningi Rússa á vörum frá Kína en hins vegar jókst innflutningur Kínverja á rússneskum vörum um 56,6 prósent frá fyrra ári í apríl. Josep Borrell, æðsti erindreki Evrópusambandsins í utanríkis- og varnarmálum, segir í samtali við Financial Times að bandalagið ætti að íhuga að gera erlendan gjaldeyrisforða Rússa, sem hefur verið frystur, upptækan til að kosta enduruppbyggingu Úkraínu eftir stríð. BBC segir Ben Wallace, varnarmálaráðherra Breta, munu líkja aðgerðum stjórnar Pútín við framgöngu nasista í erindi sem hann mun halda í dag. Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun funda með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag og er sagður munu flytja ræðu í kjölfarið. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skammaði nýverið þjóðaröryggisráðgjafa sína vegna upplýsingaleka. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu ítrekað frá því hvaða upplýsingum Bandaríkjamenn hafa verið að deila með Úkraínumönnum. Mikhail Kasyanov, sem var fyrsti forsætisráðherra Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir að ræða forsetans á Sigurdeginum í morgun sýni að hann viti að stríð hans í Úkraínu sé misheppnað. Hann sagði Pútín í vanda og taldi að nú væri „upphafið að endinum“ fyrir Pútín og yfirráð hans í Rússlandi. Rauðri málningu var skvett sendiherra Rússlands í Póllandi nú fyrir skömmu. Það var gert á athöfn þar sem hann ætlaði að leggja blómvönd við minnisvarða sovésks hermannsí Varsjá vegna hátíðarhaldanna í dag. Rússneska fréttastofan RIA hefur eftir Kirill Stremousov, sem er einhvers konar leiðtogi hjá stjórn aðskilnaðarsinna í Kherson, að það standi ekki til að efna til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði á svæðinu. Hins vegar sé stefnt að því að innlima eins stóran hluta þess og mögulegt er í Rússland. Verulegur samdráttur hefur orðið í innflutningi Rússa á vörum frá Kína en hins vegar jókst innflutningur Kínverja á rússneskum vörum um 56,6 prósent frá fyrra ári í apríl. Josep Borrell, æðsti erindreki Evrópusambandsins í utanríkis- og varnarmálum, segir í samtali við Financial Times að bandalagið ætti að íhuga að gera erlendan gjaldeyrisforða Rússa, sem hefur verið frystur, upptækan til að kosta enduruppbyggingu Úkraínu eftir stríð. BBC segir Ben Wallace, varnarmálaráðherra Breta, munu líkja aðgerðum stjórnar Pútín við framgöngu nasista í erindi sem hann mun halda í dag. Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun funda með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í dag og er sagður munu flytja ræðu í kjölfarið. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira