Erlent

Stærðarinnar sprenging í Havana

Bjarki Sigurðsson skrifar
Saratoga-hótelið eftir sprenginguna.
Saratoga-hótelið eftir sprenginguna. Twitter

Fyrr í dag varð stærðarinnar sprenging við Saratoga-hótelið í Havana, höfuðborg Kúbu.

Ekki er vitað hvað sprakk eða hvað olli sprengingunni en vitni lýstu í samtali við CNN stórri sprengingu sem skemmdi rútur og bíla fyrir utan hótelið. Framhlið hótelsins er í molum.

Kúbverskir viðbragðsaðilar vinna að því að bjarga fólki úr rústunum en ekki er vitað hversu margir voru inni og í kringum hótelið þegar sprengingin varð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×