Aðeins eitt sem kemst að hjá Súðvíkingum fyrir kosningar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. maí 2022 18:25 Súðavíkurhlíðin getur reynst hættuleg. Stöð 2 Það er aðeins eitt sem Súðvíkingar vilja á næsta kjörtímabili - göng. Sveitarfélagið segir skilið við flokkakerfið og velur í kosningum þá fimm í sveitarfélaginu sem eru best til þess fallnir að stjórna bænum og fá ríkið til að leggja göngin. Við sunnanvert Ísafjarðardjúp stendur nokkuð stórt en fámennt sveitarfélag. Súðavíkurhreppur en þar búa ekki nema 215 manns. Í sveitarstjórn sitja fimm fulltrúar. Í meirihluta eru þrír frá Hreppslistanum en í minnihluta tveir frá Víkurlistanum. En nú á að breyta þessu kerfi og efna til óhlutbundinna kosninga í annað skipti í sögu sveitarfélagsins. Það virkar þannig að allir sem eru kjörgengir í sveitarfélaginu, samtals 174, gætu verið kosnir í þessa fimm manna sveitarstjórn af sveitungum sínum og verða að vinna saman út kjörtímabilið. Fátt annað en göng komast að fyrir kosningar En hver eru stærstu málin fyrir íbúum Súðarvíkurhrepps á næsta kjörtímabili? Svarið virðist einfalt. Við litum við í Álftaveri í Súðavík þar sem finna má bæjarskrifstofurnar en einnig félagsaðstöðu eldri borgara. „Ja, við höfum nú alltaf verið að berjast fyrir því að fá jarðgöng hérna á milli, mér finnst það nú bara vera númer eitt, tvö og þrjú í rauninni. Það hefur verið hitamálið hérna,“ segir Oddný Elínborg Bergsdóttir. Oddný Elínborg Bergsdóttir. Og vinkona Oddnýjar, Rannveig Jóna Ragnarsdóttir, er sammála henni: „Það brennur nú mest á að við fáum göng hérna. Og bara kannski fleiri atvinnutækifæri.“ Rannveig Jóna Ragnarsdóttir. Samúel Snær Jónasson verktaki er einmitt í miðjum klíðum við að taka grjót úr Súðavíkurhlíð þegar við rekumst á hann. Hann væri til í göng til Ísafjarðar. „Jú það væri ekki leiðinlegt. Eins og þú sérð hérna fyrir aftan mig þá er hlíðin alveg hryllileg. Nóg af grjóthruni og snjóflóðum,“ segir hann. Sigurður Ingi veit það Já, göng yfir til Ísafjarðar eru mjög greinilega það sem Súðvíkingar vilja. Ástand Súðavíkurvegar er vandamálið en þar falla árlega snjóflóð og er grjóthrun ansi mikið á veginum. Bragi Þór Thoroddsen er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og hann er vel meðvitaður um vilja íbúa. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. „Já, þetta hefur alveg gríðarleg áhrif í samfélagið hérna. Það eru margir sem veigra sér við að keyra þennan vetrarveg,“ segir Bragi. Og lausnin á ástandinu er aðeins ein að hans mati: „Sigurður Ingi veit það. Við erum auðvitað að tala um göng hér. Það er eina raunhæfa lausnin, það segir sig bara sjálft. Þú getur ekki stýrt því hvað fellur mikið af úrkomu í snjókomu yfir veturinn.“ Súðavíkurhreppur Vegagerð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Náttúruhamfarir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Við sunnanvert Ísafjarðardjúp stendur nokkuð stórt en fámennt sveitarfélag. Súðavíkurhreppur en þar búa ekki nema 215 manns. Í sveitarstjórn sitja fimm fulltrúar. Í meirihluta eru þrír frá Hreppslistanum en í minnihluta tveir frá Víkurlistanum. En nú á að breyta þessu kerfi og efna til óhlutbundinna kosninga í annað skipti í sögu sveitarfélagsins. Það virkar þannig að allir sem eru kjörgengir í sveitarfélaginu, samtals 174, gætu verið kosnir í þessa fimm manna sveitarstjórn af sveitungum sínum og verða að vinna saman út kjörtímabilið. Fátt annað en göng komast að fyrir kosningar En hver eru stærstu málin fyrir íbúum Súðarvíkurhrepps á næsta kjörtímabili? Svarið virðist einfalt. Við litum við í Álftaveri í Súðavík þar sem finna má bæjarskrifstofurnar en einnig félagsaðstöðu eldri borgara. „Ja, við höfum nú alltaf verið að berjast fyrir því að fá jarðgöng hérna á milli, mér finnst það nú bara vera númer eitt, tvö og þrjú í rauninni. Það hefur verið hitamálið hérna,“ segir Oddný Elínborg Bergsdóttir. Oddný Elínborg Bergsdóttir. Og vinkona Oddnýjar, Rannveig Jóna Ragnarsdóttir, er sammála henni: „Það brennur nú mest á að við fáum göng hérna. Og bara kannski fleiri atvinnutækifæri.“ Rannveig Jóna Ragnarsdóttir. Samúel Snær Jónasson verktaki er einmitt í miðjum klíðum við að taka grjót úr Súðavíkurhlíð þegar við rekumst á hann. Hann væri til í göng til Ísafjarðar. „Jú það væri ekki leiðinlegt. Eins og þú sérð hérna fyrir aftan mig þá er hlíðin alveg hryllileg. Nóg af grjóthruni og snjóflóðum,“ segir hann. Sigurður Ingi veit það Já, göng yfir til Ísafjarðar eru mjög greinilega það sem Súðvíkingar vilja. Ástand Súðavíkurvegar er vandamálið en þar falla árlega snjóflóð og er grjóthrun ansi mikið á veginum. Bragi Þór Thoroddsen er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og hann er vel meðvitaður um vilja íbúa. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. „Já, þetta hefur alveg gríðarleg áhrif í samfélagið hérna. Það eru margir sem veigra sér við að keyra þennan vetrarveg,“ segir Bragi. Og lausnin á ástandinu er aðeins ein að hans mati: „Sigurður Ingi veit það. Við erum auðvitað að tala um göng hér. Það er eina raunhæfa lausnin, það segir sig bara sjálft. Þú getur ekki stýrt því hvað fellur mikið af úrkomu í snjókomu yfir veturinn.“
Súðavíkurhreppur Vegagerð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Náttúruhamfarir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira