De Bruyne: City þarf að vinna Meistaradeildina til að breyta umræðunni um liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2022 12:31 Kevin De Bruyne fagnar hér marki sínu fyrir Manchester City á móti Real Madrid í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Getty/David Ramos Kevin De Bruyne, lykilmaður Manchester City, fer ekkert í felur með það hvað það skiptir félagið miklu máli að vinna loksins Meistaradeildina eftir áralanga bið. Manchester City hefur unnið ensku deildina fimm sinnum á síðustu tíu árum en hefur aldrei náð að vinna Meistaradeild Evrópu. City tapaði í úrslitaleiknum í fyrra og getur komist þangað aftur í kvöld þegar seinni undanúrslitaleikurinn á móti Real Madrid fer fram á Spáni. Manchester City vann fyrri leikinn 4-3. „Ég held að það myndi breyta sjónarhorni þeirra sem standa fyrir utan félagið,“ sagði Kevin De Bruyne aðspurður um þá þá gagnrýnendur sem hafa talað niður City vegna þess að Meistaradeildarbikarinn hefur aldrei komist í verðlaunasafnið á Etihad. "I want to win every trophy that I can get" Kevin de Bruyne on whether Man City need to win the Champions League to gain acclaim from fans & pundits. pic.twitter.com/UMqFKOTi7a— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 3, 2022 Manchester City hefur unnið alla titla heima fyrir margoft á síðustu árum en bikarinn með stóru eyrun hefur runnið þeim úr greipum þrátt fyrir mörg lofandi tímabil á undanförnum árum. „Sem leikmaður þá viltu vinna titla og við viljum vinna þennan. Sú staðreynd að við höfum verið að keppast við að vinna þennan bikar í mörg ár og höfum oft komist langt sýnir það að við höfum verið að gera vel í þessari keppni,“ sagði De Bruyne. „Þetta er samt bikarkeppni og gæðin eru mikil í þessari keppni. Það er því mjög erfitt að vinna hana en á endanum ættu menn að horfa til baka á frammistöðu okkar og á frammistöðu mína í þessari keppni undanfarin sjö ár. Þar sjá menn að við höfum gert góða hluti. Við höfum ekki unnið og með því að vinna þá myndi það breyta örlítið hvernig er talað um þennan tíma hjá okkur,“ sagði De Bruyne. Seinni undanúrslitaleikur Real Madrid og Manchester City á Santiago Bernabeu verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Upphitun hefst klukkan 18.15 en útsending frá leiknum klukkan 18.50. Meistaradeildarmörkin gera síðan upp leikinn eftir lokaflautið. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Manchester City hefur unnið ensku deildina fimm sinnum á síðustu tíu árum en hefur aldrei náð að vinna Meistaradeild Evrópu. City tapaði í úrslitaleiknum í fyrra og getur komist þangað aftur í kvöld þegar seinni undanúrslitaleikurinn á móti Real Madrid fer fram á Spáni. Manchester City vann fyrri leikinn 4-3. „Ég held að það myndi breyta sjónarhorni þeirra sem standa fyrir utan félagið,“ sagði Kevin De Bruyne aðspurður um þá þá gagnrýnendur sem hafa talað niður City vegna þess að Meistaradeildarbikarinn hefur aldrei komist í verðlaunasafnið á Etihad. "I want to win every trophy that I can get" Kevin de Bruyne on whether Man City need to win the Champions League to gain acclaim from fans & pundits. pic.twitter.com/UMqFKOTi7a— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 3, 2022 Manchester City hefur unnið alla titla heima fyrir margoft á síðustu árum en bikarinn með stóru eyrun hefur runnið þeim úr greipum þrátt fyrir mörg lofandi tímabil á undanförnum árum. „Sem leikmaður þá viltu vinna titla og við viljum vinna þennan. Sú staðreynd að við höfum verið að keppast við að vinna þennan bikar í mörg ár og höfum oft komist langt sýnir það að við höfum verið að gera vel í þessari keppni,“ sagði De Bruyne. „Þetta er samt bikarkeppni og gæðin eru mikil í þessari keppni. Það er því mjög erfitt að vinna hana en á endanum ættu menn að horfa til baka á frammistöðu okkar og á frammistöðu mína í þessari keppni undanfarin sjö ár. Þar sjá menn að við höfum gert góða hluti. Við höfum ekki unnið og með því að vinna þá myndi það breyta örlítið hvernig er talað um þennan tíma hjá okkur,“ sagði De Bruyne. Seinni undanúrslitaleikur Real Madrid og Manchester City á Santiago Bernabeu verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Upphitun hefst klukkan 18.15 en útsending frá leiknum klukkan 18.50. Meistaradeildarmörkin gera síðan upp leikinn eftir lokaflautið.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira