Fótbolti

Ánægður með stigin þrjú

Bjarki Sigurðsson skrifar
Nik Chamberlain á hliðarlínunni í kvöld.
Nik Chamberlain á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Þróttur sigraði Aftureldingu 4-2 í annarri umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Staðan var 4-0 í hálfleik eftir sterka byrjun heimakvenna.

Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar var afar sáttur með stigin þrjú. 

„Ég er bara ánægður að við náðum í þrjú stig. Danielle, Freyja og Katla að skora fyrstu mörkin sín fyrir liðið, þar er eiginlega bara það,“ sagði Nik eftir leik. 

Úr leiknum í kvöld.Hulda Margrét/Vísir

Mörk Aftureldingar komu á stuttum kafla í byrjun fyrri hálfleiks. 

„Þetta var barnalegt og ég veit ekki hvers vegna við sendum aftur á markmann eftir miðju, við gerum það aldrei,“ hafði Nik að segja um byrjun seinni hálfleiks hjá sínum leikmönnum. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.