Enski boltinn

Ekkert pláss fyrir Cantona og Scholes í draumaliði Roys Keane

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrátt fyrir að hafa mikið álit á Eric Cantona valdi Roy Keane hann ekki í draumalið sitt.
Þrátt fyrir að hafa mikið álit á Eric Cantona valdi Roy Keane hann ekki í draumalið sitt. getty/Matthew Ashton

Roy Keane fékk það erfiða verkefni að velja úrvalslið leikmanna Manchester United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í Monday Night Football á Sky Sports í gær.

Athygli vakti að ekkert pláss var fyrir Paul Scholes, Eric Cantona, Rio Ferdinand og Nemanja Vidic í úrvalsliði Keanes.

Þá valdi hann sjálfan sig ekki í liðið. Á miðjunni var Írinn með Paul Ince og Bryan Robson. David Beckham og Ryan Giggs voru á köntunum og Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney frammi.

Peter Schmeichel var í markinu og Gary Neville, Gary Pallister, Jaap Stam og Denis Irwin mynduðu vörnina.

Keane lék með United á árunum 1993-2005. Hann tók við stöðu fyrirliða hjá liðinu 1997. Sá írski varð sjö sinnum Englandsmeistari með United, þrisvar sinnum bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×