Flóðið í Demydiv sem bjargaði Kænugarði Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2022 16:19 Úkraínumenn ákváðu að fórna Demydiv til að stöðva sókn Rússa í átt að Kænugarði. Skjáskot/AP Bænum Demydiv í Úkraínu var fórnað til að stöðva för rússneskra skriðdreka. Samt sem áður eru íbúar bæjarins ánægðir og segjast hafa bjargað Kænugarði. Í bænum Demydiv rétt norðan við höfuðborgina Kænugarð í Úkraínu hafa íbúar verið að jafna sig eftir mikil flóð, sem undir venjulegum kringumstæðum væru einn af mörgum slæmum atburðum síðustu vikna. Í þetta skiptið var hins vegar um að ræða taktískan sigur Úkraínumanna. Vatnið var látið flæða yfir bæinn og akrana þar í kring með vilja. Þá varð til mýri sem kom í veg fyrir að skriðdrekar Rússa kæmust að Kænugarði og gaf úkraínska hernum tíma til að undirbúa sig fyrir árás. Í mörgum húsum er vatnsmagnið mikið.Skjáskot/AP Íbúar Demydiv sitja uppi með íbúðarhús sem mörg hafa skemmst vegna flóðanna. Þeir gætu hins vegar ekki verið ánægðari. „Allir skilja ástæðuna og enginn sér eftir þessu í eitt augnablik,“ segir Antonina Kostuchenko en heimili hennar er nú fullt af vatni sem nær langt upp á veggi. Greinin og viðtal við hana birtist á NY Times. „Við björguðum Kænugarði!“ segir hún stolt. Hafa markvisst eyðilagt innviði Það sem gerðist í Demydiv er ekki einsdæmi. Úkraínumenn hafa reglubundið valdið skemmdum á innviðum landsins til að torvelda Rússum í sókn sinni. Vatn byrjaði að flæða yfir Demydiv þegar herinn opnaði fyrir stíflu rétt utan við bæinn. Á öðrum stöðum í landinu hefur herinn sprengt brýr og vegi og gert lestarteina og flugvelli ónothæfa. Yfir 300 brýr í Úkraínu eru skemmdar samkvæmt innviðaráðherranum Oleksanr Kubrakov. Þegar Rússar reyndu að ná yfirráðum yfir mikilvægum flugvelli í nágrenni Kænugarðs sprengdu Úkraínumenn flugbrautina og kom í veg fyrir að Rússar gætu tekið á móti hersveitum sínum. Íbúar bæjarins hafa þurft að nota báta til að komast leiða sinna.Skjáskot/AP Þessi aðferð Úkraínumanna hefur verið lykilatriði varðandi að halda aftur af Rússum í norðri og koma í veg fyrir að þeir nái yfirráðum í Kænugarði. Kostnaður vegna eyðileggingarinnar er auðvitað gríðarlegur. Áætlað er að kostnaður vegna ónýtra samgöngumannvirkja sé um 85 milljarðar dollara samkvæmt tölum frá ríkisstjórn Úkraínu. „Við hefðum ekki sprengt brýrnar okkar ef stríðið hefði ekki farið af stað. Ástæðan er ein, grimmd Rússlands.“ Engin eftirsjá Íbúar Demydiv segja að eyðileggingin í bænum sé ekkert miðað við hvað þessi aðgerð hefur hjálpað mikið. „Fimmtíu hús sem flætt hefur inn í er ekki mikið,“ segir Volodymyr Artemchuk, sjálfboðaliði sem var að hjálpa til við að koma vatninu undan. Demydiv í ÚkraínuSkjáskot/AP Þó einhverjir hafi kvartað undan hreinsunarstarfinu, sem áætlað er að taki marga mánuði, hafa bæjarbúar tekið sig saman í að gera það vel. Roman Bykhovchenko, sextíu ára gamall öryggisvörður, er ekki í neinum vafa að rétt ákvörðun var tekin þrátt fyrir að flætt hafi inn í húsið hans. „Þetta var þess virði.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Í bænum Demydiv rétt norðan við höfuðborgina Kænugarð í Úkraínu hafa íbúar verið að jafna sig eftir mikil flóð, sem undir venjulegum kringumstæðum væru einn af mörgum slæmum atburðum síðustu vikna. Í þetta skiptið var hins vegar um að ræða taktískan sigur Úkraínumanna. Vatnið var látið flæða yfir bæinn og akrana þar í kring með vilja. Þá varð til mýri sem kom í veg fyrir að skriðdrekar Rússa kæmust að Kænugarði og gaf úkraínska hernum tíma til að undirbúa sig fyrir árás. Í mörgum húsum er vatnsmagnið mikið.Skjáskot/AP Íbúar Demydiv sitja uppi með íbúðarhús sem mörg hafa skemmst vegna flóðanna. Þeir gætu hins vegar ekki verið ánægðari. „Allir skilja ástæðuna og enginn sér eftir þessu í eitt augnablik,“ segir Antonina Kostuchenko en heimili hennar er nú fullt af vatni sem nær langt upp á veggi. Greinin og viðtal við hana birtist á NY Times. „Við björguðum Kænugarði!“ segir hún stolt. Hafa markvisst eyðilagt innviði Það sem gerðist í Demydiv er ekki einsdæmi. Úkraínumenn hafa reglubundið valdið skemmdum á innviðum landsins til að torvelda Rússum í sókn sinni. Vatn byrjaði að flæða yfir Demydiv þegar herinn opnaði fyrir stíflu rétt utan við bæinn. Á öðrum stöðum í landinu hefur herinn sprengt brýr og vegi og gert lestarteina og flugvelli ónothæfa. Yfir 300 brýr í Úkraínu eru skemmdar samkvæmt innviðaráðherranum Oleksanr Kubrakov. Þegar Rússar reyndu að ná yfirráðum yfir mikilvægum flugvelli í nágrenni Kænugarðs sprengdu Úkraínumenn flugbrautina og kom í veg fyrir að Rússar gætu tekið á móti hersveitum sínum. Íbúar bæjarins hafa þurft að nota báta til að komast leiða sinna.Skjáskot/AP Þessi aðferð Úkraínumanna hefur verið lykilatriði varðandi að halda aftur af Rússum í norðri og koma í veg fyrir að þeir nái yfirráðum í Kænugarði. Kostnaður vegna eyðileggingarinnar er auðvitað gríðarlegur. Áætlað er að kostnaður vegna ónýtra samgöngumannvirkja sé um 85 milljarðar dollara samkvæmt tölum frá ríkisstjórn Úkraínu. „Við hefðum ekki sprengt brýrnar okkar ef stríðið hefði ekki farið af stað. Ástæðan er ein, grimmd Rússlands.“ Engin eftirsjá Íbúar Demydiv segja að eyðileggingin í bænum sé ekkert miðað við hvað þessi aðgerð hefur hjálpað mikið. „Fimmtíu hús sem flætt hefur inn í er ekki mikið,“ segir Volodymyr Artemchuk, sjálfboðaliði sem var að hjálpa til við að koma vatninu undan. Demydiv í ÚkraínuSkjáskot/AP Þó einhverjir hafi kvartað undan hreinsunarstarfinu, sem áætlað er að taki marga mánuði, hafa bæjarbúar tekið sig saman í að gera það vel. Roman Bykhovchenko, sextíu ára gamall öryggisvörður, er ekki í neinum vafa að rétt ákvörðun var tekin þrátt fyrir að flætt hafi inn í húsið hans. „Þetta var þess virði.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira