Enski boltinn

Jón Daði endaði tímabilið með marki

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Daði skoraði sitt sjöunda mark fyrir Bolton í dag.
Jón Daði skoraði sitt sjöunda mark fyrir Bolton í dag. Twitter@OfficialBWFC

Jón Daði Böðvarsson endaði tímabilið með Bolton Wanderers með marki í 4-2 sigri á Fleetwood Town.

Lokaumferð ensku C-deildarinnar í fótbolta fór fram í dag. Jón Daði Böðvarsson hóf leik Bolton og Fleetwood á varamannabekknum en kom inn á þegar 66 mínútur voru liðnar.

Það var svo sléttum hálftíma síðar, þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, sem hann gulltryggði 4-2 sigur heimamanna. Bolton endar í 9. sæti með 73 stig, tíu stigum minna en Wycombe Wanderers sem náði síðasta sætinu í umspilinu.

Alls spilaði Jón Daði 21 leik fyrir Bolton frá því hann gekk í raðir félagsins í janúar á þessu ári. Í þeim skoraði hann sjö mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu.

Wigan Athletic og Rotherham United fara beint upp í B-deildina á meðan MK Dons, Sheffield Wednesay, Sunderland og Wyvombe fara í umspilið. Þá eru Gillingham, Doncaster Rovers, AFC Wimbledon og Crewe Alexandra fallin niður í D-deldina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×